Læknaneminn - 01.04.2020, Side 84

Læknaneminn - 01.04.2020, Side 84
S ke m m ti e fn i o g p is tl a r 8 4 Sigrún Jónsdóttir Fimmta árs læknanemi 2019-2020 Þórdís Ylfa Viðarsdóttir Fimmta árs læknanemi 2019-2020 Spurningin sem er á allra vörum: „Eru bara konur í læknisfræði í dag?” Þegar við hófum verklegt nám við læknadeild heyrðum við þessa spurningu á einhverju formi á hverjum einasta degi. Allt frá góðlátlegum athugasemdum upp í mikla reiði og ótta yfir breytingunum. Fyrstu dagana kipptum við stelpurnar okkur ekki mikið upp við þetta en eftir því sem vikurnar liðu fór þetta sífellt meira í taugarnar á okkur, meira að segja kurteislegu spurningarnar um kynjahlutfallið í bekknum. Við fórum að spyrja okkur: Af hverju kemur þetta fólki svona mikið á óvart? Af hverju tekur það svona mikið eftir þessu? Af hverju þessi ótti við síhækkandi hlutfall kvenna í læknisfræði? En hlutfall kvenna við deildina hefur ekki farið síhækkandi. Kynjahlutfall nemenda í læknisfræði við Háskóla Íslands hefur nær staðið í stað síðan 2002 eða síðastliðin 18 ár. Um 60% konur og 40% karlar. Ætla mætti að starfsfólk Landspítalans og sjúklingar væru orðin vön breyttri samsetningu nemendahópsins. Hvað ætli skýri þessa hægu breytingu á hugsunarhætti? Á þessum sama tíma, eða síðastliðin tuttugu ár, hefur umhverfi okkar tekið fjölmörgum breytingum og tækninni fleygt fram, jafnt í okkar daglega lífi og innan læknisfræðinnar. Google varð til að mynda stofnað árið 1998 og eflaust fáir læknanemar sem gætu ímyndað sér lífið án þess að hafa allar upplýsingar heimsins í vasanum. Við höfum aðlagað okkur að þessum breytingum á stuttum tíma en hátt hlutfall kvenna í læknisfræði virðist enn æpa á fólk sem eitthvað óvenjulegt og nýstárlegt. Áhugavert er að líta yfir þróun kynjahlutfalls meðal læknanema síðustu þrjá áratugi. Eins og fram hefur komið hafa konur verið um 60% stúdenta og karlar um 40% síðastliðin 18 ár. Fyrir þann tíma var þessu öfugt farið og urðu skilin ansi snörp frá því að karlar voru í meirihluta yfir í það að konur urðu að meirihluta. Á um fjórum árum varð breyting sem höfundum þykir ansi áhugaverð. Eflaust eru margir samverkandi þættir að baki breytts kynjahlutfalls en gaman getur verið að velta fyrir sér hvort einn þáttur hafi haft meiri áhrif en annar. Til að mynda mætti velta fyrir sér hvort sterkar og valdeflandi fyrirmyndir hafi spilað inn í. Flestar þeirra kvenna sem hófu nám um miðjan tíunda áratuginn fengu að sjá fyrsta kvenforsetann kjörinn og þekktu varla annað fram á fullorðinsár. Þessi kynslóð kvenna ólst upp við þá hugmynd að konur gætu unnið við hvað sem þær vildu. Aukin réttindi kvenna samhliða hugarfarsbreytingu í samfélaginu gætu skýrt aukinn fjölda kvenna í læknanámi en útskýra kannski ekki alveg þessa kúvendingu á kynjahlutföllum um aldamótin né heldur hvers vegna þau hafa haldist eins síðan. Þessi umsnúningur á kynjahlutföllum sést þó ekki meðal kennara við læknadeild. Karlar eru þar í meirihluta en hlutföllin hafa jafnast allmikið undanfarin ár. Þrátt fyrir að meiri hluti kennara okkar séu karlar hefur sú staðreynd ekki komið okkur nemunum sérstaklega á óvart. Það má velta fyrir sér af hverju kynjahlutfall nemenda hefur vakið svona mikla athygli á meðal lækna, sérstaklega þegar litið er til þess að sama hlutfall er þeirra á meðal, nema í öfugri mynd. Af hverju er fólk ekki að spyrja sig: „Eru bara karlar í læknadeild?” Eru bara konur í læknisfræði? Mynd 1: Kynjahlutföll nemenda sem eru skráðir í læknisfræði í Háskóla Íslands hvert ár. 70% 1 9 9 0 1 9 9 6 2 0 0 2 2 0 0 8 2 0 1 4 1 9 9 3 1 9 9 9 2 0 0 5 2 0 1 1 2 0 1 7 1 9 9 1 1 9 9 7 2 0 0 3 2 0 0 8 2 0 1 5 1 9 9 4 2 0 0 0 2 0 0 6 2 0 1 2 2 0 1 8 1 9 9 2 1 9 9 8 2 0 0 4 2 0 1 0 2 0 1 6 1 9 9 5 2 0 0 1 2 0 0 7 2 0 1 3 2 0 1 9 60% 50% 40% 30% 20% 10% Karlar Konur Mynd 2: Kynjahlutfall kennara sem kenna við læknadeild, þ.e. allar námsleiðir læknadeildar. 70% 80% 90% 100% 2 0 0 2 2 0 0 8 2 0 1 4 2 0 0 5 2 0 1 1 1 9 9 7 2 0 0 3 2 0 0 8 2 0 1 5 2 0 0 0 2 0 0 6 2 0 1 2 2 0 0 4 2 0 1 0 2 0 1 6 2 0 0 1 2 0 0 7 2 0 0 7 2 0 1 3 2 0 1 9 60% 50% 40% 30% 20% 10% Karlar Konur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.