Læknaneminn - 01.04.2020, Side 96

Læknaneminn - 01.04.2020, Side 96
S ke m m ti e fn i o g p is tl a r 9 6 Af hverju er sérgreinin þín best? „Langmesta tækifærið fyrir athyglissjúka að koma í útvarps- og sjónvarpsviðtöl þegar faraldrar skjóta upp kollinum eins og gengur og gerist. Mikið drama alltaf, hvort sem um er að ræða svínaflensuna, Ebólu eða COVID-19. Við dýrkum þetta (uhhh, nei, í raun ekki)! En alvarlega svarið er að það er svo gaman að lækna sjúklinga og í minni sérgrein eru oftast miklar líkur á því. Einnig hef ég gífurlega mikinn áhuga á sögu og framförum í HIV sýktum, lyf og þróun og að sinna margvíslegum vandamálum sem koma upp í tengslum við þeirra líf og störf.“ Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir „Hjartað er ketó, það étur bara fitusýrur, nema það sé svelt.“ Karl Andersen, hjartalæknir „Fjölbreytni, fjölbreytni og fjölbreytni.“ Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, heimilislæknir „Af því að krakkarnir eru svo fáránlega skemmtilegir – eða eru einhverjir aðrir sjúklingar sem gefa þér helminginn af tyggjóinu sínu?“ Ásgeir Haraldsson, barnalæknir „Það hefur engin sérgrein fengið fleiri Nóbelsverðlaun í læknisfræði en ónæmisfræði og sér ekki fyrir endann á því. Einnig er það ákveðinn kostur að ef ég nefni T-frumur eða IL-35 á nafn þá fara heilar flestra í bráða alkul.“ Björn Rúnar Lúðvíksson, klínískur ónæmisfræðingur „Af því að hjartað er svo fallegt líffæri og lungun lítið síðri. Það er líka gaman að knúsa hjörtu og breyta þeim brotnu í heil. Án gríns þá er áskorun að vinna með þessi líffæri og aðgerðir á þeim geta verið krefjandi. Á sama tíma eru þau alltaf að koma á óvart, jafnvel eftir áratugi í starfi.“ Tómas Guðbjartsson, brjóstholsskurðlæknir „Sýkla- og veirufræðin er án efa skemmtilegasta sérgreinin og aldrei verið meira spennandi en einmitt nú. Fræðigreinin er einstök að umfangi því hún fjallar ekki einungis um manninn, eins og nær allar aðrar sérgreinar, heldur um þúsundir annarra lífvera sem hafa sín eigin sérkenni, lífsferla, hýsla og landsvæði. Sýkla- og veirufræðin er því einstaklega "lifandi" sérgrein því að eiginleikar og faraldsfræði sýkla og veira breytast hratt og örar tækniframfarir varpa nýju ljósi á eiginleika þeirra, útbreiðslu og hlutverk í sýkingum. Tæknin gegnir líka æ stærra hlutverki í greiningu smitsjúkdóma á rannsóknastofunni og þá einkum sameindalíffræðin og massagreining. Það er óhætt að segja að sýkla- og veirufræðingar séu stöðugt "á tánum" til að fylgja sýklunum eftir og tækninni til að skoða þá! Klíníska hliðin á sérgreininni er einnig skemmtileg, en hún felur í sér margvíslegar ákvarðanatökur um sýklarannsóknir út frá sjúkratilfellum og samskipti við lækna og aðra heilbrigðisstarfsmenn á klínísku deildunum. Að lokum má nefna vísindarannsóknir, en hin hraða þróun sem á sér stað um þessar mundir skapar frjóan jarðveg fyrir vísindastarfsemi. “ Ingibjörg Hilmarsdóttir, sýklafræðingur „Það er vel þekkt að gigtarlæknar eru hamingjusömustu læknarnir. Við gigtarlækningar á Íslandi starfar samhentur hópur lækna sem vinna mikið saman. Starfið er skemmtilegt og ákaflega fjölbreytt. Framþróun er geysileg og unnt að hjálpa sjúklingum verulega mikið frá því sem var fyrir tveimur áratugum síðan. Þá er það verðlaunandi að þróa langtíma samband við hóp af sjúklingum sem maður fylgir eftir í gegnum ólíka fasa sjúkdómsferlisins. Þetta gefur starfinu mikla dýpt.“ Ragnar Freyr Ingvarsson, gigtlæknir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.