Læknaneminn - 01.04.2020, Page 104

Læknaneminn - 01.04.2020, Page 104
S ke m m ti e fn i o g p is tl a r 10 4 Do's and don'ts Stick to the basics (S2TB): Hvítar buxur og litaður bolur. Með þessari samsetningu færðu „pop of colour“ en þú heldur í fagmennskuna. Þegar kemur að bolum eiga flest sér uppáhalds lit en þeir vinsælustu virðast vera bláu litirnir tveir, rauður og dökkbleikur. Fjólublár er án efa tekinn fram yfir laxableikan og ljósgulan en þessir litir eru oftast síðastir í hillunum. Enginn velur sér ljósgulan þegar nóg er til af öðru. Enginn. Með S2TB hefurðu um tvennt að velja þegar kemur að yfirhöfnum: klassíska stutterma- sloppinn eða frotte jakka (sérstaklega fyrir kulvísa). Á barna kúrsinum er þó frotte jakkinn mun vinsælli og sloppar sjaldséðir. Það er einkum vegna þess að sloppar hræða börn en frotte gefur afslappaðra yfirbragð. Minimalistinn: Hvítar buxur og hvítur bolur, einkennisbúningur lyflækningasviðs. Getur ekki farið illa (nema þegar þú ert á túr) en þetta er klassískt lúkk sem dettur aldrei úr tísku. Hér gegnir sloppur því lykilhlutverki að geyma sem flesta hluti, t.d. Handbók lyfl ækninga, hlustunarpípuna, skrif- blokk, þrjá penna, síma og píptæki. Svo er jafnvel auka pláss fyrir nesti. Hér er ekki ákjósanlegt að vera í sænskum klossum heldur sandölum, annað hvort basic bitch Birkenstock eða rich bitch Ecco. Svo er kjörið tækifæri til að flagga litríkum persónuleika með mynstruðum sokkum. Það sem minimalistinn hefur framyfir S2TB er að svitablettir sjást ekki eins vel í hvítu og hentar því einstaklega vel í verk- legum prófum. DO Kingkírúrg: Mörg ykkar gætu haldið að erfiðara væri að finna sinn persónulega stíl í skurðlækningum þegar aðeins er um einn lit að ræða. En það er mis- skilningur því litirnir eru í raun tveir, ljósgrænn og dökkgrænn. Þeim ætti ekki að blanda saman nema í algjörri neyð. Þann dökkgræna mætti ef til vill kalla hermannagrænan og hefur örlítinn retró stíl. Í raun geturðu notað hvaða yfirhöfn sem er við grænt sett en það er einstaklega smart að velja síðan skurðstofuslopp. Hann er þá hafður opinn og flaksar fallega þegar gengið er hratt í átt að matsalnum. Val á skurðhettum fer að miklu leyti eftir sídd hársins en þær fjólubláu eru langvinsælastar. Ekki gleyma að taka af þér hettuna og maskann áður en þú yfir gefur skurðganginn. Á Akureyri er einnig hægt að velja um grænar frotte ermar með háu hvítu stroffi. Það er eini staðurinn fyrir utan fermingarmyndirnar þínar þar sem ermar eru félagslega samþykktar. Þær eru alls ekki allra. Keisaraynjan: Ljósgræn scrubs og skurðstofuúlpa er allsráðandi tíska á kvennadeildinni og tilvalið fyrir þau sem eru skurðmegin í lífinu að stela stílnum. Passaðu þig á buxunum með hvíta stroffinu því þær eru án reima um mittið og þú getur ekki hysjað upp um þig þegar þú hefur að skrúbbað þig inn. Skurðstofuúlpan heldur á þér hita í margra klukkutíma aðgerðum þar sem þú færð eingöngu að fylgjast með en hún er fóðruð með flísefni. Með hlýnandi veðri er svo hægt að skipta úlpunni út fyrir frotte jakka. Helsti skóbúnaður eru sænsku klossarnir og er enn betra að hafa þá í óhefðbundnum litum. Eins gott líka að vera í lokuðum skóm ef þú skyldir fá yfir þig gusu af legvatni. S ke m m tie fn i o g pi st la r10 4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.