Læknaneminn - 01.04.2020, Page 109
R
it
rý
n
t
e
fn
i
S
ke
m
m
ti
e
fn
i
o
g
p
is
tl
a
r
10
9
Deildarlæknaverðlaun
Samkvæmt heimildum Læknanemans
hafa deildarlækna verðlaun verið veitt
þrettán sinnum áður svo Anna Kristín
Gunnars dóttir deildarlæknir á geðsviði
er fjórtándi handhafi verðlaunanna. Anna
Kristín hlýtur verðlaunin fyrir einstakan
áhuga og metnað við kennslu læknanema.
Anna Kristín nýtir hvert tækifæri til
kennslu, er óþrjótandi uppspretta af
fróðleik og hefur verið frábær fyrirmynd
fyrir læknanema. Læknanemar eru einnig
sérstaklega þakklátir fyrir ómetanlega
jákvæðni og hjálpsemi í okkar garð, sama
hvaða öngstræti við kunnum að vera í.
Fyrri handhafar
deildarlæknaverðlauna:
2019 Hjálmar Ragnar Agnarsson,
lyflækningasviði
2018 Gísli Gunnar Jónsson, skurðlækningasviði
2017 Tinna Harper Arnardóttir,
skurðlækningasviði
2016 Sindri Aron Viktorsson,
skurðlækningasviði
2015 Ómar Sigurvin Gunnarsson,
skurðlækningasviði
2014 Guðrún Eiríksdóttir, skurðlækningasviði
2013 Sólveig Helgadóttir, svæfingar- og
gjörgæslusviði
Heiðursverðlaun 2020
Heiðursverðlaun Félags læknanema eru
aðeins veitt við sérstök tilefni og eru því
ekki árleg hefð. Heiðursverðlaun eru veitt
einstaklingum, sviðum eða deildum sem
þykja sýna af sér óeigingjarnt starf í þágu
læknanema með því að auðvelda þeim
nám, utanumhald eða aðbúnað.
Í ár voru heiðursverðlaun veitt Kvenna-
deild Landspítalans fyrir framúrskarandi
móttökur, kennslu og jákvætt viðmót.
Kvenna deildin réðst í þær að gerðir
að gera endurbætur á kjallara í gamla
Ljósmæðra skólanum um haustið 2019
og kom þar fyrir búningsaðstöðu, skrif-
stofum, hermisetri og síðast en ekki síst
kaffistofu fyrir læknanema. Eru lækna-
nemar vitanlega þakklátir og hrærðir
yfir þessu örlæti þar sem aðstöðu lækna-
nema hefur verið mjög ábótavant á
öðrum sviðum. Þóra Steingrímsdóttir
prófessor og Ragnheiður I. Bjarnadóttir
lektor tóku við verðlaununum fyrir hönd
Kvennadeildarinnar.
Fyrri handhafar
heiðursverðlauna:
2019 Gunnhildur Jóhannsdóttir,
skrifstofustjóri á skurðsviði Landspítala
2017 Magnús Karl Magnússon, prófessor
í lyfja- og eiturefnafræði og fyrrum
deildarforseti Læknadeildar
2016 Guðmundur Þorgeirsson, prófessor í
lyflæknisfræði og fyrrum deildarforseti
Læknadeildar
2014 Reynir Tómas Gíslason, prófessor í
fæðinga- og kvensjúkdómalækningum
2013 Gunnhildur Jóhannsdóttir,
skrifstofustjóri á skurðsviði Landspítala
Deildarverðlaun
Deildarverðlaun voru veitt eitt árið til
þeirrar klínísku deildar Landspítala sem
veitti læknanemum hvað bestar móttökur
í verknámi með hlýlegu viðmóti og
kennslu gleði starfsfólks. Gaman væri að
sjá hvort fleiri deildir bætist við í tím-
anna rás.
2018 Heila- og taugaskurðdeild
Læknanemaverðlaun
Sérstök læknanemaverðlaun voru veitt
eitt árið til læknanema sem auðveldað
hefur líf kollega sinna. Ritstjórn þykir
gott fordæmi sýnt hér að ekki einungis
þurfi að heiðra kennara sína heldur
einnig samnemendur og vonumst við til
þess að fleiri læknanemar muni hljóta
þessi verðlaun á næstu árum.
2016 Árni Johnsen fyrir að koma heimasíðu
Félags læknanema í ákjósanlegt horf
Anna Kristín Gunnarsdóttir deildarlæknir á geðsviði og handhafi deildarlækna verðlauna 2020 ásamt meðlimum
í stjórn FL; Ingi Pétursson, Sólveig Bjarnadóttir, Teitur Ari Theodórsson, Kristín Haraldsdóttir og Daníel Pálsson.
Þóra Steingrímsdóttir prófessor og Ragnheiður I. Bjarnadóttir lektor taka á móti heiðursverðlaunum fyrir hönd
Kvennadeildar Landspítala ásamt meðlimum í stjórn FL; Sólveig Bjarnadóttir, Hjördís Ásta Guðmundsdóttir og
Þórdís Þorkelsdóttir.