Læknaneminn - 01.04.2020, Page 116

Læknaneminn - 01.04.2020, Page 116
S ke m m ti e fn i o g p is tl a r 11 6 Hjördís Ásta Guðmundsdóttir Þriðja árs læknanemi 2019-2020 og formaður skipulagsnefndar ráðstefnunnar Á síðasta ári kom í hlut læknanema á Íslandi að skipuleggja og halda hátíðlega hina árlegu sam norrænu ráðstefnu læknanema undir yfir- skriftinni FINO (Federation of International Nordic Medical Students’ Organisations). FINO er haldið í nóvember ár hvert, tíu ráðstefnugestir eru valdir frá hverju Norður- landi og löndin skiptast skipulega á að halda ráð stefnuna. Þema FINO 2019 í Reykja- vík var krabba mein og bar ráðstefnan heitið Global Action Against Cancer: Join the fight! Skipulagning ráðstefnunnar hafði staðið yfir af fullum krafti í heilt ár og spennan var í há marki þegar fimmtíu læknanemar frá öllum Norðurlöndunum söfnuðust saman í Hring sal Barnaspítalans á opnunarviðburði ráðstefnunnar. Dagana áður höfðu um tuttugu nemar lagt í ferðalag um Suðurlandið undir leiðsögn Aðalbjargar Ýrar, Helgu Lífar og Herdísar úr skipulagsnefndinni. Þetta var í fyrsta skipti í sögu FINO þar sem boðið var upp á ferðalag um ráðstefnulandið fyrir FINO og sló vægast sagt í gegn. Meginmarkmið ráðstefnunnar var að nálgast krabbamein frá sem flestum sjónarhornum og vinna verkefni sem stuðla að forvörnum gegn krabba meini. Ráðstefnan kynnti einnig helstu áskoranir í meðferðum, til að veita innblástur og leita lausna í krabbameinsrannsóknum, ásamt því að vekja ráðstefnugesti til um- hugsunar um áskoranir sem fylgja því að meðhöndla eða lækna krabbamein. Ráðstefnudögum var því skipulega skipt niður í umfjöllun um forvarnir, meðferðir, líf með og eftir sjúkdóm (prevention, treatment, survivorship). Dagskráin var full af frábærum fyrirlesurum sem og vinnustofum leiddum af kennsluglöðum unglæknum, læknanemum og meistaranema í sálfræði. Forvarnir voru umfjöllunarefni fyrsta ráðstefnu dags. Helgi Sigurðsson krabbameins- læknir fjallaði um lífstíl, áhættuþætti og ný gengi krabbameina. Þórunn Rafnar frá Íslenskri erfðagreiningu fjallaði um erfðir og krabbamein og Sigrún Elva Einarsdóttir frá Krabbameins félaginu kynnti næst forvarnir auk The European Code Against Cancer. Ásgeir R. Helgason frá Krabbameinsfélaginu kynnti árangur Íslendinga í tóbaksforvörnum og ráðstefnugestir luku deginum á vinnustofum þar sem markmiðið var að búa til raunhæf forvarnarverkefni í baráttunni við krabbamein. Á fyrsta ráðstefnudegi var einnig opinn við burður í samstarfi við European Cancer Leagues (ECL) sem eru evrópsk regnhlífar- samtök fyrir krabbameinssamtök. Jón Atli Benedikts son, rektor Háskóla Íslands, bauð gesti velkomna og kynnti Lindu Aagaard, lyfjaf ræðing hjá danska Krabbameinsfélaginu og fyrirlesara ECL á FINO. Linda fjallaði um áskoranir sem felast í kostnaði og aðgengi að nýjum krabbameinslyfjum. Hringsalur Barnaspítalans fylltist sem var ánægjulegt þar sem markmið opna viðburðarins var að auka samfélagslega vitund á málaflokknum. Krabbameinsmeðferðir voru til umfjöllunar á öðrum degi ráðstefnunnar og Magnús Karl Magnússon prófessor byrjaði daginn á fyrir lestri um almenna meðferðar möguleika, Nóbelsverðlaunin í læknisfræði og fram tíð krabbameins lækninga. Agnes Smáradóttir krabbameins læknir FINO 2019 Vel heppnuð norræn ráðstefna læknanema á Íslandi 11 6 S ke m m tie fn i o g pi st la r
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.