Læknaneminn - 01.04.2020, Side 124

Læknaneminn - 01.04.2020, Side 124
R a n n s ó kn a rv e rk e fn i þ ri ð ja á rs n e m a 12 4 Eitilfrumuæxli á Íslandi 1990- 2015. Meina- og faraldsfræðileg rannsókn Bjarni Lúðvíksson1, Bjarni A. Agnars­ son1,2, Signý Vala Sveinsdóttir2, Brynjar Viðarsson2 og Friðbjörn Sigurðsson2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Landspítalinn Inngangur: Nýgengi eitilfrumuæxla (non-Hodgkin lymphoma, NHL) hefur vaxið mjög síðan um miðja 20. öldina og kunna læknavísindin ekki við því nein einhlít svör. Niðurstöður úr meina- og faraldsfræðilegri rannsókn á þessum æxlum gætu nýst til að skoða þessa aukningu í kjölinn. Jafn- ítarlegum upplýsingum um æxlisflokkinn hefur ekki verið safnað á Íslandi síðan á 9. áratugnum. Síðan þá hefur flokkun alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) rutt sér til rúms við flokkun eitilfrumuæxla. Því þótti tími til kominn að líta yfir stöðu mála frá sjónarhorni meina- og faraldsfræði. Efniviður og aðferðir: Gagnasöfnunin byggði á lista yfir allar greiningar meinafræðideildar Landspítala á NHL 1990-2015. Hjá Krabbameinsskrá fékkst sambærilegur listi til hliðsjónar. Hjá meinafræðideild Landspítala, Sjúkrahúsinu á Akureyri og Vefjarannsóknarstofunni voru fengnar upplýsingar til grundvallar verkefninu, nefnilega sjúkdómsgreiningar og smásjárlýsingar meinafræðinga. Aukinheldur var eftir þörfum stuðst við upplýsingar úr sjúkraskrám. Þær breytur sem voru skoðaðar og notaðar til úrvinnslu voru: (1) kyn, (2) dagsetning greiningar, (3) aldur, (4) svipgerð æxlisfruma, (5) tegund æxlis, (6) ummyndun (já/nei), (7) staðsetning. Nýgengi var miðað við fimm ára tímabil og við útreikninga var stuðst við mannfjöldatölur Hagstofu Íslands og mannfjöldastaðal WHO. Niðurstöður: Á árunum 1991-2015 greindust 843 NHL á Íslandi. 487 æxli greindust í körlum og 356 í konum (kynjahlutfall 1,37:1). Meðalaldur við greiningu hækkaði úr 60,8 í 64,5 ár frá fyrsta tímabili til þess síðasta. Á sama tíma jókst aldursstaðlað nýgengi úr 7,1 í 9,2 á hver 100.000. Nýgengi hjá körlum jókst milli fyrsta og annars tímabils en nýgengi hjá konum jókst milli allra tímabila. Frá fyrsta tímabili til þess síðasta jafnaðist nýgengihlutfall milli kynjanna úr 1,56:1 í 1,21:1. 86,5% æxla hafði B-svipgerð en 12,3% T-svipgerð. Diffuse large B-cell lymphoma var algengasta greiningin (38,9%) og þar á eftir follicular lymphoma (24,6%) en aðrar tegundir voru mun sjaldgæfari. 53% æxla voru greind í eitlum og 46% utan eitla. Hálseitlar voru algengasta staðsetning greindra sýna (20%), þar á eftir komu meltingarvegur (12%), náraeitlar (10%), holhandareitlar (7%) og húð (6%). Ályktanir: Meðalaldur við greiningu jókst nokkuð á seinni hluta tímabilsins sem skýrist sennilega af breytingum á aldurssamsetningu þjóðarinnar. Greinileg breyting varð á kynjahlutfalli á tímabilinu og var hún í átt til meira jafnvægis. Aukning á nýgengi NHL stöðvaðist ekki á tímabilinu en þar kom helst til samfelld nýgengiaukning hjá konum. Mögulega skýrist hún að einhverju leyti af aukningu nýgengis lággráðu-æxla umfram hágráðu-æxli. Nýgengi follicular lymphoma jókst meira en diffuse large B-cell lymphoma og er stór hluti ástæðunnar líklega fleiri tilfallandi greiningar vegna aukinna myndrannsókna á síðari hluta tímabilsins. Hlutfall diffuse large B-cell lymphoma af greindum æxlum minnkaði frá því sem áður þekktist en er enn nokkuð hátt í samanburði við Vesturlönd. Hlutföll ummyndaðra æxla og svipgerða voru lík því sem þekkist á Vesturlöndum. Hlutfall æxla greindra í eitlum / utan eitla tók ekki breytingum á tímabilinu. Meðganga og fæðing með MS sjúkdóm Bryndís Björk Bergþórsdóttir1, Þóra Steingrímsdóttir1,2 og Haukur Hjaltason1,3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Kvennadeild Landspítalans, 3Taugadeild Landspítalans Inngangur: Heila- og mænusigg (Multiple sclerosis, MS) er langvinnur bólgusjúkdómur sem herjar á miðtaugakerfið og einkennist af bólgufrumuíferð, eyðingu mýelínslíðurs og fækkun taugasíma. MS sjúkdómur er ein algengasta orsök fötlunar hjá ungu fólki og er hann algengari í konum en körlum. Sjúkdómurinn greinist helst á barneignaraldri og undirstrikar sú staðreynd mikilvægi þess að þekking sé fyrir hendi um áhrif sjúkdómsins á meðgöngu- og fæðingasögu kvenna með MS. Flest bendir til þess að lítil áhætta fylgi meðgöngu og fæðingu þessara kvenna en ósamræmi hefur þó einkennt niðurstöður rannsókna. Til að mynda er umdeilt hvort auknar líkar séu á áhaldafæðingu hjá konum með MS og hvort börn þeirra séu líklegri til þess að fæðast smá miðað við meðgöngulengd. Markmið rannsóknarinnar er að taka saman meðgöngu- og fæðingasögu kvenna með MS á Íslandi og bera saman við hóp kvenna sem ekki hafa greinst með MS eða annan langvinnan sjúkdóm Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn ferilrannsókn sem náði til kvenna á aldrinum 19- 65 ára sem eignast höfðu barn eftir greiningu MS sjúkdómsins (ICD-10:G35) á árunum 1999-2018. Gögn um útkomu meðgöngu og fæðingar voru fengin með samkeyrslu á Fæðingaskrá Embættis landlæknis og sjúkraskrárkerfi Landspítala. Rannsóknarhópurinn samanstóð af 129 meðgöngum og fæðingum kvenna með MS en til samanburðar voru meðgöngur og fæðingar (n=129) kvenna sem ekki höfðu MS á meðgöngu. Hlutfallsleg áhætta var reiknuð. Niðurstöður: Miðað við samanburðarhóp var meðgöngulengd að meðaltali ívið styttri hjá konum með MS en þær voru þó ekki í aukinni hættu á fyrirburafæðingum. Meðalfæðingarþyngd var sambærileg milli hópa. Konur með MS voru líklegri til þess að enda meðgönguna með valkeisara miðað við samanburðarhóp. Ekki var aukin áhætta á áhaldafæðingu, lengdri fæðingu, framköllun fæðingar, bráðakeisara, barnabiki í legvatni né á inngripi vegna fósturstreitu hjá konum með MS miðað við samanburðarhóp. Ekki var sýnt fram á mun á Apgar milli hópa.  Ályktanir: Rannsóknin veitir skýra mynd af meðgöngu -og fæðingasögu kvenna með MS á Íslandi síðastliðin 20 ár. Í stórum dráttum vegnar konum með MS og börnum þeirra jafnvel í meðgöngu og fæðingu og konum, og börnum, sem eru lausar við langvinna sjúkdóma. Í framhaldi er áhugavert að skoða breytur með tilliti til alvarleika fötlunar og fyrirbyggjandi lyfjagjafar á meðgöngu. Skjaldkirtilskrabbamein á Íslandi 2009-2016: Endurkomu tíðni, horfur og meðferð Dagbjört Aðalsteinsdóttir Ágrip barst ekki. Mat á áhrifum stökkbreytingar í SCN5A í tengslum við Brugada heilkenni á Íslandi Daníel Hrafn Magnússon1, Garðar Sveinbjörnsson2, Davíð O. Arnar2,3, Hilma Hólm2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Íslensk erfðagreining, 3Landspítali háskólasjúkrahús Inngangur: Brugada heilkenni er ættgengur sjúkdómur sem veldur truflun á raflífeðlisfræðilegri starfsemi hjartans og eykur áhættu á skyndidauða. Algengasta orsök sjúkdómsins eru stökkbreytingar í SCN5A geninu. Arfberar stökkbreytinga sem valda Brugada heilkenni eru oft einkennalausir og algengt er að fyrsta einkenni þeirra sé hjartastopp. Á Íslandi hafa örfáir verið grunaðir um að hafa sjúkdóminn en ekkert tilfelli verið staðfest með erfðarannsókn. Markmið þessar rannsóknar var að kanna hvort sjaldgæf íslensk stökkbreyting í SCN5A veldur Brugada heilkenni á Íslandi. Efniviður og aðferðir: Rannsóknarþýðið samanstóð af Íslendingum sem hafa gefið lífsýni til Íslenskrar erfða greiningar til erfðarannsókna. Við notuðum Íslendinga bók til að rekja skyldleika þeirra einstaklinga sem höfðu stökkbreytingu í SCN5A geninu. Með upplýsingum úr 434.000 hjarta- línuritum frá LSH gátum við skoðað fylgni stökk- breytingarinnar við hjartalínuritsbreytur. Upplýsingar um útskriftargreiningar hjartasjúkdóma frá LSH voru notaðar til að skoða fylgni stökkbreytingarinnar við hjartasjúkdóma. Til að meta hvort stökkbreytingin valdi Brugada heilkenni var svipgerðarupplýsingum úr sjúkraskrám safnað fyrir arfbera stökkbreytingarinnar. 28 fjölskyldumeðlimir arfbera, sem ekki höfðu stökkbreytinguna, voru notaðir sem viðmið. Niðurstöður: Við fundum 34 einstaklinga sem höfðu stökkbreytinguna c.3838-3 C>G í SCN5A geninu. Tíðni samsætunnar er 0,009% og því ætti stökkbreytingin að finnast hjá einum af hverjum 5.555 Íslendingum. Stökkbreytingin hefur fylgni (P < 2,5 x10-6) við lengd P bylgju, PR bils og S bylgju. Meðallengd PR bils og QRS bils var 30,0 ms (P = 4.8 x 10-6) og 18,3 ms (P = 3.5 x 10-4) lengra hjá arfberum stökkbreytingarinnar en hjá einstaklingum án stökkbreytingarinnar. Stökkbreytingin hefur einnig fylgni við skyndidauða (P = 0,027). Upplýsingar úr sjúkraskrám leiddu í ljós að fjórir af 34 arfberum (11,8%) höfðu látist skyndidauða samanborið við einn af 28 í viðmiðunarhóp (3,6%). Hjartalínurit voru aðgengileg fyrir 26 arfbera og 18 viðmið. Brugada mynstur af gerð 1 sást í hvorugum hópnum. Tveir arfberar (7,7%) höfðu Brugada mynstur af gerð 2 samanborið við engan í viðmiðunarhópnum. Ályktanir: Í þessari rannsókn sýndum við að sjaldgæf íslensk stökkbreyting í SCN5A hefur áhrif á rafleiðni í hjartavef og veldur lengingu á bæði PR bili og QRS bili. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að stökkbreytingin valdi líklega Brugada heilkenni, en frekari rannsóknir þarf til staðfesta þau tengsl. Heilkenni barnabiks ásvelgingar (meconium aspiration syndrome) á Íslandi árin 1977-2018 Edda Lárusdóttir1, Þórður Þórkelsson1,2, Hildur Harðardóttir1,3, Jurate Ásmundsson4 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Barnaspítali Hringsins, 3Kvennadeild Landspítala, 4Meinafræðideild Landspítala Inngangur: Heilkenni barnabiksásvelgingar (HBBÁ) er lungnasjúkdómur nýbura sem getur komið til
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.