Læknaneminn - 01.04.2020, Qupperneq 125
R
a
n
n
s
ó
kn
a
rv
e
rk
e
fn
i
þ
ri
ð
ja
á
rs
n
e
m
a
12
5
losi fóstrið barnabik í legvatn og ásvelging verði í
kjölfarið. Í alvarlegum tilvikum getur sjúkdómurinn
haft í för með sér öndunarbilun, lungnaháþrýsting
og jafnvel dauða. Sjúkdómurinn kemur einkum
fyrir í fullburða börnum og eru tengsl hans við
lengda meðgöngu þekkt. Rannsóknir hafa bent til
tengsla HBBÁ við súrefnisþurrð í móðurkviði. Talið
er að langvarandi súrefnisþurrð fyrir fæðingu geti
valdið þykknun á vöðvalagi lungnaslagæða sem geti
stuðlað að lungnaháþrýstingi eftir fæðingu. Tilgangur
rannsóknarinnar er að varpa ljósi á faraldsfræði HBBA
hér á landi síðustu áratugi auk þess að meta hvernig
alvarleiki, meðferð og dánartíðni vegna HBBÁ hefur
breyst á rannsóknartímabilinu. Einnig að kanna
tengsl sjúkdómsins og merkja um súrefnisþurrð í
móðurkviði.
Efniviður og aðferðir: Afturskyggn, lýsandi rann-
sókn, að hluta til tilfella-viðmiðarannsókn yfir 42 ára
tímabil (1977-2018). Í tilfellahóp voru þau fullburða
börn sem fengu greininguna barnabiksásvelging á
tímabilinu. Sem viðmið voru valin fjögur fullburða
börn sem lögðust inn á Vökudeild næst fyrir og
eftir hvert tilfelli. Klínískum upplýsingum var
safnað úr Vökudeildarskrá og sjúkraskrám. Vefjasýni
voru fengin frá meinafræðideild Landspítalans.
Samanburður var gerður á helstu klínísku breytum
milli tilfella- og viðmiðahóps, auk fyrri og seinni
helminga rannsóknartímabils innan tilfellahóps.
Fjölþáttagreining var gerð á hugsanlegum áhættu- og
forspárþáttum sjúkdómsins.
Niðurstöður: 274 fullburða börn greindust með
HBBÁ á tímabilinu. Nýgengi á öllu tímabilinu
var 1,5 á hver 1000 lifandi fædd börn, en árin
2005-2018 var það 0,8. Dánartíðni var 3,3%
en ekkert dauðsfall varð eftir 1993. Tíðni helstu
meðferðarþátta hjá sjúklingahópi jókst á seinni hluta
rannsóknartímabilsins. Meðgöngulengd ≥40 vikur,
kvenkyn og Apgar <7 við 5 mín. voru meðal áhættu-
og forspárþátta um sjúkdóminn. Fjöldi kyrndra
rauðra blóðkorna hjá börnum sem fengu HBBÁ
og þurftu öndunarvélameðferð var hærri en hjá
viðmiðahópi. Vöðvalag barna sem létust úr HBBÁ
(n=5) mældist þykkara en hjá samanburðarhópi.
Ályktanir: Lækkun á nýgengi HBBÁ hér á
landi síðustu 15 ár er í samræmi við erlendar
rannsóknir, en þar hefur hún verið rakin til bættrar
fæðingarhjálpar og fyrri framköllun fæðinga. Tilkoma
hátíðniöndunarvélameðferðar (1994) og meðferðar
með innönduðu nituroxíði (iNO, 1996) hafa líklega
bætt lífslíkur barna með HBBÁ. Niðurstöður um
áhættuþætti fyrir HBBÁ eru í samræmi við erlendar
rannsóknir, en að stúlkur séu líklegri til að greinast
með HBBÁ kemur á óvart. Lágur Apgar og aukinn
fjöldi kyrndra rauðra blóðkorna hjá börnum með
HBBÁ auk þykkara vöðvalags í lungnaslagæðum
barna sem létust með HBBÁ styðja að súrefnisskortur
fyrir og í fæðingu sé mikilvægur þáttur í tilurð og
alvarleika sjúkdómsins.
Endurkomutíðni, meðferð og
horfur sjúklinga með krabbamein
á höfði og hálsi á Íslandi 2009-2016
Edda Rún Gunnarsdóttir1, Helgi
Birgisson3, Anna Margrét Jónsdóttir2,
Geir Tryggvason1,2
1Læknadeild Háskóla Íslands,
2Landspítali háskólasjúkrahús,
3Krabbameinsskrá Íslands
Inngangur: Krabbamein á höfði og hálsi er samheiti
yfir illkynja mein sem greinast í efri öndunar- og
meltingarfærum. Fjöldi þeirra er að aukast um
allan heim en þau eru 4,6% allra krabbameina.
Markmið rannsóknarinnar var að meta nýgengi,
endurkomutíðni og horfur krabbameina á höfði
og hálsi á Íslandi á árunum 2009-2016 og skoða
meðferðarákvarðanir með tilliti til staðsetningar
þeirra.
Efniviður og aðferðir: Skoðaðir voru einstaklingar
sem greindust með krabbamein á höfði og hálsi á
Íslandi á árunum 2009-2016. Krabbameinsskrá
útvegaði lista yfir kennitölur þessara einstaklinga
og upplýsingar um greiningu, stigun, meðferð
og endurkomu fengust úr sjúkraskrám þeirra.
Upplýsingarnar voru skráðar á 4 mismunandi
skráningarblöð byggð upp að fyrirmynd sænska
INCA skráningarkerfisins og unnið var úr þeim við
gerð rannsóknarinnar.
Niðurstöður: Árlegur meðalfjöldi tilfella
krabbameina á höfði og hálsi á Íslandi á árunum
2009-2016 var um 30 talsins (8,48/100.000
einstaklinga). Flestar nýgreiningar voru árið 2016,
41 talsins (10,84/100.000 einstaklinga) og fæstar
nýgreiningar voru árið 2010, 23 talsins (6,62/100.000
einstak linga). Flestir greindust með krabbamein
í munnholi (n=81, 33,9%), annað algengasta
krabbameinið var í munnkoki (n=55, 23%) en
fæstir greindust með krabbamein í barkakýliskoki
(n=5, 2,1%). Algengasta vefjagreiningin var
flöguþekjukrabbamein (n=210, 87,9%). Meðalaldur
sjúklinga með krabbamein í munnkoki var 62 ár sem
er lægri en meðalaldur greindra með krabbamein
á öðrum stöðum (67 ár). Meðferð sjúklinga með
krabbamein í munnholi eða vör var oftast aðgerð,
ein og sér (54,9%) eða með geislameðferð (23,5%),
meirihluti sjúklinga með krabbamein í barkakýli
fór hins vegar ekki í aðgerð (68%). Geislameðferð
var veitt hjá 98,2% munnkokskrabbameina, 80%
barkakýliskrabbameina, 39,2% munnhols- og
varakrabbameina og 78,1% krabbameina á öðrum
stöðum. Fleiri karlmenn fengu geislameðferð (73,6%)
og geislameðferð samhliða lyfjameðferð (20,6%) en
konur (49,3% og 2,9%). Sjúkdómsendurkoma varð
í 36% barkakýliskrabbameina, 48% munnhols- eða
varakrabbameina, 21,8% munnkokskrabbameina
og 25% krabbameina á öðrum stöðum.Tíðni
munnkokskrabbameina er að aukast en mun betri 2
ára lifun er fyrir p16 jákvæð munnkokskrabbamein
(87%) en p16 neikvæð munnkokskrabbamein
(43%).
Ályktanir: Fjöldi krabbameina á höfði og hálsi á
Íslandi fer að aukast þrátt fyrir lækkandi tíðni reykinga.
Mesta aukningin sést í krabbameinum staðsettum
í munnkoki, úr 3 tilfellum árið 2009 í 15 tilfelli
árið 2016, sem tengist sennilega aukinni tíðni HPV
tengdra krabbameina. Niðurstöður rannsóknarinnar
sýndu mikinn mun í meðferð krabbameina á höfði
og hálsi milli kynja. Konur fengu sjaldnar geisla- og
lyfjameðferð en karlar. Hærri tíðni munnhols- eða
varakrabbameina hjá konum gæti til að mynda skýrt
þennan mun en einungis að hluta.
Ris og hnig nýgengis
sortuæxla á Íslandi
Eir Andradóttir1, Jón Gunnlaugur
Jónasson1,2, Laufey Tryggvadóttir3,
Helgi Sigurðsson1,2
1Læknadeild Háskóla Íslands,
2LandspítaliHáskólasjúkrahús,
3Krabbameinsskrá Íslands
Inngangur: Nýgengi sortuæxla hefur aukist mikið á
mörgum svæðum í heiminum undanfarna áratugi.
Aðal umhverfisorsök húðkrabbameina er útfjólublá
geislun. Á Íslandi eru sortuæxli um 3% allra krabba-
meina og nýgengið er talsvert hærra hjá konum en
körlum. Algengasta vefjagerð meinanna er superficial
spreading melanoma (SSM). Sá þáttur sem hefur
hvað mest að segja um horfur sjúklinga er Breslow‘s
þykkt æxlisins. Nýgengið jókst mikið hérlendis upp
úr 1990 og árið 2005 hafði það nær fimmfaldast en
féll svo aftur um nærri helming undanfarinn áratug.
Dánartíðnin er lág og hefur lítið breyst í gegnum árin.
Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvaða þættir
liggja að baki þessu risi og hnigi í nýgengi sortuæxla
á Íslandi.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn
faraldsfræðirannsókn og úrvinnsla byggði á lýsandi
tölfræði. Rannsóknarþýðið samanstóð af öllum þeim
sem greindust með ífarandi sortuæxli í húð á Íslandi
árin 1980-2018 (n=1285) en áhersla var lögð á
tilfelli frá árunum 2010-2018. Frá Krabbameinsskrá
Íslands fengust upplýsingar um kyn, aldur,
búsetu, greiningarár, Breslow‘s þykkt, vefjagerð og
staðsetningu æxlis. Þykkt æxla frá árunum 2017-
2018 var fundin í meinafræðisvörum.
Niðurstöður: Á tímabilinu 1980-2018 greindust
507 karlar (39%) og 778 konur (61%) með
sortuæxli. Aldursstaðlað nýgengi yfir tímabilið 2010-
2018 var 7,6/100.000 hjá körlum og 11,3/100.000
hjá konum. Meðalaldur við greiningu var 62 ár hjá
körlum og 54 ár hjá konum. Frá tímabilinu 1980-
1989 til tímabilsins 2000-2009 varð marktæk
aukning í nýgengi þunnra meina hjá báðum kynjum
og í meðalþykkum meinum hjá körlum. Á milli
tímabilanna 2000-2009 og 2010-2018 varð marktæk
minnkun í nýgengi þunnra meina hjá konum.
Nýgengi þunnra og meðalþykkra meina hjá körlum
hefur einnig farið minnkandi en þykk mein hafa staðið
í stað. Miðgildi Breslow‘s þykktar minnkaði úr 2,2
mm á árunum 1980-1989 í 0,9 mm á árunum 2000-
2009 hjá körlum og frá 1,0 í 0,6 mm hjá konum á
sama tímabili og hefur haldist stöðugt síðan. Nýgengi
SSM vefjagerðar hefur aukist mikið frá 1990 en ekki
nýgengi annarra vefjagerða. Mein af SSM vefjagerð
voru 76% tilfella á tímabilinu 2010-2018. Algengasta
staðsetning æxlanna var búkur hjá körlum (47%) og
neðri útlimir kvenna (40%). Nýgengisbreytingar voru
mest áberandi á meðal kvenna á höfuðborgarsvæðinu.
Húðsjúkdómalæknum fjölgaði mikið upp úr 1990
og árið 1991 hófst árvekniátak um blettaskoðun.
Þreföld minnkun hefur orðið í ljósabekkjanotkun
fullorðinna og helmings minnkun hjá ungmennum
frá árinu 2004.
Ályktanir: Aðal breytingin yfir tímabilið 1980-2018
var í nýgengi þunnra sortuæxla. Breytingin var mest
áberandi meðal kvenna á höfuðborgarsvæðinu og í
meinum af SSM vefjagerð. Aukning varð í nýgengi
upp úr 1990 samhliða aukningu í notkun ljósabekkja
og aukinna vinsælda sólarlandaferða auk fjölgunar
húðsjúkdómalækna og árvekniátaks um blettaskoðun.
Nýgengi féll aftur upp úr 2005 samhliða minnkun í
ljósabekkjanotkun og aukinnar vitundar almennings
um skaðsemi útfljólublárrar geislunar.
Tengsl fæðingarþyngdar og 5
mínútna Apgars við þroska barns
og félagslega líðan á unglingsárum
Elva Kristín Valdimarsdóttir1,
Þóra Steingrímsdóttir1,2, Ingibjörg Eva
Þórisdóttir3, Þórður Þórkelsson2
1Læknadeild Háskóla Íslands,
2Landspítali, 3Háskólinn í Reykjavík
Inngangur: Lág fæðingarþyngd er tengd
burðarmálsdauða, vaxtarskerðingu, ungbarna-
sjúkdómum, vitsmuna skerðingu og langvinnum
sjúk dómum síðar í lífi barna. Rannsóknir hafa
sýnt fram á aukna hættu léttbura á skertum
þroska, tilfinninga vanda og fleiri vandamálum. Há
fæðingarþyngd er tengd við aukna hættu á fylgi-
kvillum fæðinga og lágum Apgar. Rannsóknir á of
stórum börnum við fæðingu sýna að langtímaáhrif
þess eru jákvæð á heilsu, þroska og menntun. Ástand
barns við fæðingu er metið með samræmdu kerfi sem
kallast Apgar. Rannsóknir hafa sýnt fram á að lágur
Apgar við fæðingu hafi tengsl við ýmis vandamál
eins og vitsmunaskerðingu, námsörðugleika og