Læknaneminn - 01.04.2020, Qupperneq 128
R
a
n
n
s
ó
kn
a
rv
e
rk
e
fn
i
þ
ri
ð
ja
á
rs
n
e
m
a
12
8
saman við sömu rannsóknir virðist lifun hérlendis
hins vegar ekki jafn góð, hvorki fyrir þá einstaklinga
sem aðeins fá geislameðferð né þeirra sem fá samhliða
geisla- og lyfjameðferð með Temozolomide. Má
velta því fyrir sér hvort erfða- og sameindafræðilegir
eiginleikar æxla hérlendis sé öðruvísi en erlendis eða
hvort aðrar ástæður skýri þennan mun.
Sjaldgæfir erfðabreytileikar sem
hafa áhrif á blóðflagnafjölda:
Niðurstöður úr víðtækri
erfðamengisleit
Jóhann L Hauksson1, Evgenía K.
Mikaelsdóttir2, Magnús K. Magnússon1,2,
Ingibjörg J. Guðmundsdóttir3
1Læknadeild Háskóla Íslands,
2Íslensk Erfðagreining,
3Landspítali Háskólasjúkrahús
Inngangur: Blóðflögur eru kjarnalausar blóðfrumur
sem myndast í beinmerg, þaðan sem þær flytjast út
í blóðrás og taka m.a. þátt í blæðingarstöðvun og
ónæmissvörun. Afbrigðilegt blóðflagnatal (e. platelet
count) getur verið merki um alvarleg blóðmein og
haft afdrifaríkar heilsufarslegar afleiðingar á formi
aukinnar blóðsegahættu eða óhóflegrar blæðingar.
Faraldsfræðirannsóknir hafa enn fremur sýnt fram á
tengsl milli frávika í blóðflagnafjölda og ótímabærs
andláts, hjarta- & æðasjúkdóma, krabbameins
o.fl. Ýmsir þættir móta blóðflagnafjölda, en erfðir
eru taldar vega þungt í því samhengi. Síðustu
áratugi hafa fjölskyldurannsóknir stuðlað að
uppgötvunum mjög sjaldgæfra erfðabreytileika og
gena sem orsaka mendelska blóðflagnasjúkdóma.
Með víðtækum erfðamengisleitum hafa jafnframt
uppgötvast fjöldamörg tengsl milli erfðabreytileika
og blóðflagnafjölda. Þrátt fyrir þetta er nær algjör
skortur á rannsóknum sem varpa kerfisbundið
ljósi á framlag sjaldgæfra erfðabreytileika í mótun
blóðflagnafjölda, en þeir eru að eðlisfari líklegri
til að valda djúpstæðum áhrifum heldur en þeir
algengari. Markmið rannsóknarinnar er því að leita
að sjaldgæfum erfðabreytileikum sem hafa áhrif á
blóðflagnafjölda og skoða tíðni þeirra erlendis.
Efniviður og aðferðir: Gögn þessarar rannsóknar
samanstanda af 32.637.387 erfðabreytileikum sem
fengust með heilerfðamengisraðgreiningu 28.075
einstaklinga, örflögugreiningu 155.250 einstaklinga
og tilreiknaðri arfgerð 285.664 skyldra einstaklinga
þeirra í fyrsta eða annan ættlið. Svipgerðargögn
eru fengin úr sameiginlegum gagnagrunni stærstu
heilbrigðisstofnana landsins, þ.m.t. Landspítala,
Sjúkrahúsi Akureyrar og Rannsóknarstofunnar í
Mjódd. Gagnaúrvinnsla fór fram með hugbúnaði
sem þróaður var innan Íslenskrar erfðagreiningar.
Niðurstöður og ályktanir: 14 nýir erfðabreytileikar
með tíðni undir 1% og með marktæk áhrif á
blóðflagnafjölda fundust í þessari rannsókn. Í heildina
dreifast þeir yfir 11 svæði í erfðamenginu, en á 10 af
þeim eru gen sem hafa þekkt tengsl við lífeðlisfræði
blóðflagna. Einn erfðabreytileikanna er í STK3, geni
sem ekki hefur verið tengt við blóðflagnasvipgerðir
eða -sjúkdóma áður. Frekari rannsókna er þörf til að
varpa ljósi á það hvernig þessir erfðabreytileikar hafa
áhrif á lífeðlisfræði blóðflagna og hvort þeir tengist
öðrum svipgerðum eða sjúkdómum.
Áhrif stökkbreytinga í HFE geninu
á járnbúskap
Jóhann Ragnarsson1, Magnús Karl
Magnússon1,2, Sigrún Helga Lund2,
Anna Margrét Halldórsdóttir3
1Læknadeild, Háskóli Íslands,
2Íslensk Erfðagreining, 3Blóðbankinn
Inngangur: Járn er lífsnauðsynlegt en ef uppsöfnun
járns er óeðlileg getur það valdið vefjaskemmdum.
Járnofhleðsla er ástand þar sem of mikið af járni safnast
í vefi líkamans. Algengasta ástæða járnofhleðslu eru
tvær stökkbreytingar í HFE geninu, C282Y (Y) og
H63D (Y), sem valda auknu frásogi á járni vegna
minnkaðrar hepsidínframleiðslu. Einstaklingar með
stökkbreytingu í báðum samsætum HFE gensins,
sérstaklega C282Y stökkbreytingu, eiga hættu á
að fá sjúkdóma tengda járnofhleðslu og kallast
það þá járnhleðslukvilli. Ekki allir með arfgerðir
járnofhleðslu fá ofhleðslu og aðeins hluti þeirra fá
járnhleðslukvilla. Ástæður þess eru líklega fólgnar í
erfðum og umhverfi. Markmið rannsóknarinnar var
að kanna tíðni HFE arfgerða á Íslandi og skoða áhrif
þessarra arfgerða á járnbúskap. Einnig var kannað
hvort erfðaþættir tengdir járnbúskap hefðu áhrif á
sýnd járnofhleðslu.
Efniviður og aðferðir: Arfgerðarupplýsingar rúm-
lega 150.000 Íslendinga frá ÍE voru notaðar til þess að
kanna HFE arfgerð. Rúmlega 4,4 milljónir blóðsýna
frá LSH, FSA og Rannsóknarmiðstöðinni Mjódd frá
1990-2018 voru notaðar til þess að meta járnbúskap
í arfgerðarhópum.
Niðurstöður: Samsætutíðni C282Y var 6,6% og
12,5% hjá H63D. Marktækur munur var á öllum
mæligildum tengdum járnbúskap hjá HFE arfgerðum
miðað við villigerð. Munur á járnbúskap kynjanna
innan arfgerða var marktækur og umtalsverður.
Sýnd járnofhleðslu (ferritín > 400 μg/L) hjá Y/Y
einstaklingum var 75% hjá körlum og 34% hjá
konum (Y/D, kk = 31%, kvk = 10%) og hún var
algengari og alvarlegri hjá eldri einstaklingum. Tveir
erfðabreytileikar höfðu áhrif á líkur þess að hafa
transferrínmettun > 50% en þeir voru í TMPRSS6
(verndandi í Y/wt) og IL6R (útsetjandi í Y/D).
Ályktanir: Munur sást á járnbúskap allra HFE
arfgerða. Y/Y karlar voru líklegastir til þess að
fá járnofhleðslu en 75% þeirra höfðu merki um
járnofhleðslu (miðað við ferritínmælingu) og 24%
þeirra eldri en 40 ára höfðu mikla járnofhleðslu
(sFerritin >1000 μg/L). Erfðaþættirnir sem fundust
hafa báðir tengsl við stýringu á hepsidínframleiðslu
lifrar og þannig áhrif á járnbúskap. Í ljósi þess hve há
sýnd járnofhleðslu er hjá Y/Y einstaklingum er ástæða
til þess að íhuga fyrirbyggjandi eftirlit á grundvelli
arfgerðarupplýsinga.
Árangur skurðaðgerða við
nýrnakrabbameini á Landspítala
2010-2017
Jóhann Þór Jóhannesson1, Helgi Karl
Engilbertsson2, Jón Örn Friðriksson2,
Sigurður Guðjónsson2, Eiríkur Orri
Guðmundsson2
1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Landspítali
Háskólasjúkrahús
Inngangur: Undanfarin ár hafa orðið töluverðar
breytingar á meðferð nýrnaæxla. Algengara er
orðið að æxli greinist fyrir tilviljun og eru þá að
jafnaði minni við greiningu en áður. Samfara þessu
hefur færst í vöxt að gert sé hlutabrottnám á nýra
í stað þess að fjarlægja allt nýrað. Sömuleiðis hefur
kviðsjáraðgerðum fjölgað á kostnað opinna aðgerða
og með tilkomu aðgerðarþjarka er einnig farið að
gera hlutabrottnám í kviðsjá, en áður voru slíkar
aðgerðir eingöngu gerðar í opinni skurðaðgerð.
Helsta markmið rannsóknarinnar er að skoða
meðalstærð æxla, ástæðu greiningar, veitta meðferð
og árangur meðferðar. Einnig verða skoðuð atriði
eins og fylgikvillar, lengd sjúkrahúsdvalar, breytingar
á nýrnastarfsemi, niðurstöður vefjarannsóknar og
endurkomu sjúkdóms.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin tók til allra
sjúklinga sem gengust undir aðgerð á Landspítala
vegna nýrnakrabbameina frá byrjun árs 2010 til lok
árs 2017. Upplýsingar fengust úr sjúkraskráarkerfum
LSH, fylgikvillar voru flokkaðir samkvæmt Clavien-
Dindo flokkunarkerfinu. Æxlin voru stiguð skv. TNM-
kerfi og jafnframt voru nýrnafrumukrabbameinin af
tærfrumu-undirgerð áhættuflokkuð eftir Leibovich
score.
Niðurstöður: Alls gengust 308 sjúklingar (meðal-
aldur 63 ár, 61% voru karlar) undir nýrnabrottnám
eða hlutabrottnám vegna nýrnakrabbameins á
rannsóknartímabilinu. 182 (59%) voru greindir fyrir
tilviljun en 126 vegna einkenna, sem voru í flestum
tilvikum kviðverkir (22%) og/eða blóðmiga (22%).
Á rannsóknartímabilinu fóru 127 (41%) í opið
nýrnabrottnám, 84 (27%) fóru í nýrnabrottnám í
kviðsjá, 82 (27%) í opið hlutabrottnám og 15 (5%)
í hlutabrottnám í kviðsjá. Miðgildi aðgerðatíma var
126 mínútur og miðgildi blóðtaps í aðgerðunum
var 300 ml. Miðgildi legutíma eftir aðgerð voru 5
nætur (bil 1-27 nætur). Enginn sjúklingur lést innan
30 daga frá aðgerð, það varð eitt dauðsfall (0.3%)
innan 90 daga eftir aðgerð en það var ekki vegna
fylgikvilla. TNM stigun eftir aðgerð sýndi að 81
(26%) voru með æxli sem vaxið var út fyrir nýrað
(T3a eða hærra). 258 sjúklingar voru með tærfrumu
undirgerð nýrnafrumukrabbameins og skiptust þeir
í 3 áhættuhópa samkvæmt Leibovich flokkun, 130
(51%) í lág-áhættu, 60 (23%) í mið-áhættu og 68
(26%) í há-áhættu hóp. Alls voru 157 fylgikvillar
skráðir hjá 115 (38%) sjúklingum, 29 (9%) fengu
alvarlega fylgikvilla (Clavien Dindo: 3-5). Algengustu
tegundir fylgikvilla voru áverkar í aðgerð (19%) og
sýkingar (15%). Sterkustu forspárþættir fyrir aðgerð
fyrir fylgikvillum voru háþrýsting, sykursýki eða
hjartabilun (p<0.05). Miðgildi eftirfylgdartímans voru
38 mánuðir (millifjórðungsbil: 15,5-64,9 mánuðir).
Endurkoma krabbameins á eftirfylgdartímanum kom
fram hjá 48 sjúklingum (16%). Hlutfallsleg lifun eftir
aðgerð var 94% eins árs lifun, og 74% fimm ára lifun.
Helsti forspár þáttur fyrir langtímalifun eftir aðgerð
var hvort sjúklingur hafði stig IV sjúkdóm eða ekki.
Ályktanir: Rannsóknin sýnir okkur að meira en
helmingur krabbameina í nýrum greinist fyrir
tilviljun og eru því minni við greiningu en áður,
en þá opnast valmöguleikinn á hlutabrottnámi. Út
frá þessari rannsókn má álykta að nýrnabrottnám/
hlutabrottnám í kviðsjá sé betri valkostur miðað við
opna aðgerð þegar við á, með styttri legutíma, minni
blæðingu og lægra hlutfall fylgikvilla. Einnig sýnir
hún okkur að þetta eru frekar áhættulitlar aðgerðir
þar sem lítið er um fylgikvilla en innan við 10% fengu
alvarlega fylgikvilla.
Bráð brisbólga af óþekktum toga
(idiopathic pancreatitis): áhrif
líkamsþyngdarstuðuls
Jóhannes Aron Andrésson1,
Einar Stefán Björnsson2,
María Björk Baldursdóttir2
1Læknadeild Háskóla Íslands,
2Lyflækningadeild Landspítala
Inngangur: Rannsóknir á faraldsfræði brisbólgu hafa
sýnt að brisbólga er talin vera af óþekktum orsökum í
15%-20% tilfella. Óljóst er hvort að BMI hefur áhrif
á fylgikvilla og horfur þessara sjúklinga.