Læknaneminn - 01.04.2020, Síða 131

Læknaneminn - 01.04.2020, Síða 131
R an ns ók na rv er ke fn i þ rið ja á rs n em a 13 1 Talsvert færri tilfelli voru tekin fyrir á samráðsfundi og mun færri aðgerðir voru framkvæmdar á Íslandi á tímabilinu. MS sjúkdómur og meðganga Rebekka Lísa Þórhallsdóttir Ágrip barst ekki. Tengsl góðkynja einstofna mótefnahækkunar (MGUS) og sjálfsónæmissjúkdóma: Niðurstöður úr Blóðskimun til bjargar Ríkey Eggertsdóttir1, Þorvarður Jón Löve1,2, Gauti Kjartan Gíslason1 og Sigurður Yngvi Kristinsson1,3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Lækna­ setrið, 3Blóðmeinafræðideild Landspítala Inngangur: Mergæxli er ólæknandi B-eitilfrumu- sjúkdómur og er um 1,5% illkynja meina á Íslandi. Sjúkdómurinn einkennist af stjórnlausri fjölgun einstofna plasmafruma í beinmerg og framleiðslu einstofna mótefnis (M-próteins) í miklu magni. Góðkynja einstofna mótefnahækkun (e: monoclonal gammopathy of undetermined significance (MGUS)) er einkennalaust forstig mergæxlis. Einstak lingar með MGUS hafa M-prótein í blóði eða óeðlilegt hlut fall léttra keðja en engin merki um ill kynja sjúk dóm. Um 4-5% fólks yfir fimm tugu er með MGUS en einungis lítill hluti þeirra þróar með sér merg æxli. Saga um sjálfsónæmissjúkdóma hefur verið tengd við auknar líkur á að fá MGUS og mergæxli í nokkrum rannsóknum. Það gæti tengst krónískri örvun á mótefnaframleiðslu. Helsti galli þeirra rannsókna er að í þeim hafa þátttakendur með MGUS greinst vegna uppvinnslu annarra einkenna sem gæti bjagað niðurstöður. Áhættuþættir MGUS hafa ekki verið rannsakaðir í skimuðu þýði. Tilgangur rannsóknarinnar er að meta hvort þeir sem greinast með MGUS í skimun séu líklegri til að vera með sögu um sjálfsónæmissjúkdóm en aðrir. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er þversniðs- rannsókn sem byggir á gögnum úr lýðgrundaðri framskyggnri rannsókn á gagnsemi skimunar fyrir MGUS (Blóðskimun til bjargar). Upplýsingar um fæðingarár, kyn, MGUS greiningu og gerð M-próteins lágu fyrir. Til að meta hvort MGUS einstaklingar höfðu meiri líkur á fyrri sögu um sjálfsónæmissjúkdóma var leitað var að ICD10 kóðum 32 sjálfsónæmissjúkdóma í gagnagrunni landlæknis, vistunarskrá heilbrigðisstofnana. Notað var tvíkosta aðfallsgreiningarlíkan til að meta gagnlíkindahlutfall (odds ratio (OR)) þátttakenda með sögu um sjálfsónæmissjúkdóm á að vera með MGUS greiningu. Leiðrétt var fyrir aldri og kyni. Niðurstöður: Blóðsýni 46.206 þátttakenda voru greind, 4,7% (n=2.165) voru með MGUS og 2,4% (n=1.065) með léttkeðju MGUS. Sjálfsónæmissjúkdómsgreining fannst hjá 7,1% þátttakenda (n=3.292). Miðgildi aldurs við greiningu MGUS, létt keðju MGUS og sjálfsónæmissjúkdóms var 71, 72 og 58 ár. OR fyrir MGUS var 1,14 (95% öryggisbil (öb)=0,98-1,34; p=0,09). Þegar búið var að leiðrétta fyrir aldri og kyni var OR=1,07 (95% öb=0,91-1,26; p=0,40). Fyrir léttkeðju MGUS var OR=1,31 (95% öb=1,06-1,61; p=0,01). Þegar búið var að leiðrétta fyrir aldri og kyni var OR=1,22 (95% öb=0,98-1,50; p=0,07). Ályktanir: Niðurstöður úr þessari lýðgrunduðu skimunarrannsókn sýna tengsl í sömu átt og fyrri rannsóknir á þessu efni. Munurinn á milli hópa var minni en í fyrri rannsóknum og var ekki tölfræðilegur marktækur eftir að leiðrétt var fyrir aldri og kyni. Það að minni áhrif sjáist en í fyrri rannsóknum gæti skýrst af því að í skimun finnast einstaklingar sem eru einkennalausir og því er minni bjögun til staðar. Þróun ávísana á ópíóíða- verkjalyf á árunum 2008- 2017. Þversniðsrannsókn á heilsugæslum höfuðborgar- svæðisins Sigríður Óladóttir1, Jón Steinar Jónsson1,2, Margrét Ólafía Tómasdóttir1, Hannes Hrafnkelsson1, Emil Lárus Sigurðsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu Inngangur: Undanfarna áratugi hefur verið mikil aukning ávísana á ópíóíðaverkjalyf á Vesturlöndum. Aukinni notkun fylgir áhætta á fíkn í ópíóíða, auka verkunum og andlátum tengdum ópíóíðum. Aukning ávísana á ópíóíða hefur verið rakin meðal annars til breyttra viðhorfa gagnvart verkjameðferð. Rannsóknir hafa sýnt að verkir eru meðal algengustu ástæðna þess að fólk leitar til lækna og langvinnir verkir eru algengir. Samanborið við önnur norræn lönd eru ávísanir á ópíóíða mun algengari á Íslandi. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna þróun ávísana á ópíóíða í heilsugæslunni fyrir alla aldurshópa á tímabilinu 2008–2017. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til allra ávísana á ópíóíða hjá öllum heilsugæslustöðvum á höfuðborgar svæðinu á tímabilinu 2008–2017. Íbúa fjöldi á höfuðborgarsvæðinu var á þessu tímabili um 201 til 222 þúsund. Gögn voru fengin úr Sögukerfi heilsugæslunnar og rúmlega 68.000 einstaklingar höfðu fengið ávísun á ópíóíðaverkjalyf á rannsóknartímabilinu. Rannsóknin var gerð með leyfi Vísindasiðanefndar (VSN-18-007) og Vísindanefndar HH/HÍ. Persónuvernd gerði ekki athugasemdir við rannsóknina. Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu varð 17,2% (p<0,0001) aukning á SSS/1000 íbúa/dag á ópíóíðum. Um þriðjungur þeirra sem fengu ávísun voru karlar og var hlut fallið óbreytt milli ára. Ef litið er til aldurs hópa þá varð hlutfallslega mest aukning í fjölda ávísana í aldurs hópnum 90 ára og eldri eða 57,5% (p<0,0001) aukning á rannsóknar tímabilinu. Hlutfalls lega varð mest fjölgun einstaklinga sem fengu ópíóíða í aldurs flokknum 30–39 eða um 25,5% (p<0,0001). Ávísunum fjölgaði í öllum lyfjaflokkum mælt í SSS/1000 íbúa/á dag, um 15,3% (p<0,0001) á parkódín, 20,7% (p<0,0001) á parkódín forte, 4,7% (p<0,0001) á tramadól og 85,6% (p<0,0001) á mjög sterka ópíóíða. Hlutföll SSS/1000 íbúa/dag hélst nokkurn veginn óbreytt á rannsóknartímabilinu fyrir parkódín, parkódín forte og tramadól en mikil hlutfallsleg aukning varð á mjög sterkum ópíóíðum. Ályktanir: Sú þróun sem varð á lyfjaávísunum á allar tegundir ópíóíðaverkjalyfja til skjólstæðinga heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2008–2017, mest á mjög sterk ópíóíðaverkjalyf, kallar á úttekt á verkjameðferð innan heilsugæslunnar og gæðaþróun á því sviði. Einnig þarf að kanna hvort breyting hafi orðið á algengi sjúkdómsgreininga svo sem krabbameina og slitgigtar á rannsóknartímabilinu. Greining á undirhópum sjúklinga með sykursýki 2 og afkomu þeirra Stefán Már Jónsson1, Valborg Guðmundsdóttir1, Vilmundur Guðnason1 1Læknadeild Háskóla Íslands Inngangur: Með vaxandi þekkingu og stöðugri tækniframför á sviði læknavísinda er hægt að greina sjúklinga með nákvæmari hætti en nokkurn tíma áður. Flóknir sjúkdómar á borð við sykursýki 2 krefjast nú nákvæmari greiningar svo unnt sé að beita eins áhrifaríkri og sértækri meðferð og völ er á. Ein sú aðferð sem notuð hefur verið til að greina enn frekar á milli sjúklinga með sykursýki 2 byggist á klasagreiningu til að mynda undirhópa út frá fyrirfram ákveðnum breytum. Með rannsókn Ahlqvist og félaga (Ahlqvist et al. 2018. Lancet Diabetes Endocrinol, 6:361-369) að leiðarljósi leggjum við fram slíka klasagreiningu til að fá metið hvort hægt sé að skilgreina undirhópa sjúklinga með sykursýki 2 úr íslensku þýði, hvað einkenni þá hópa, og hvort munur sé á lyfjameðferð og afkomu milli hópanna. Efniviður og aðferðir: Rannsóknarhópurinn var fenginn úr Öldrunarrannsókn Hjartaverndar sem fram kvæmd var árin 2002-2006. Alls tóku 5.764 einstaklingar þátt í rannsókninni, þar af 747 með sykursýki 2. Allar mælingar, lyfjaskráningar og lífefnafræðileg gögn voru fengin úr gagnagrunni Hjartaverndar. Til að klasagreina sjúklingana var notuð k-means aðferð þar sem fjöldi klasa var fenginn með fjöldagreiningaraðferðinni NbClust. Breyturnar sem notaðar voru fyrir klasagreiningu voru: Aldur við greiningu, BMI, HBA1c, HOMA-IR og HOMA-B. Lifunargreining var framkvæmd milli klasa með cox proportional hazard aðferð þar sem útkoman var stöðluð fyrir aldri og kyni. Niðurstöður: Úr NbClust greiningu fengust 5 hópar. Hópur 2 sýndi hæstu HBA1c gildin (meðaltal 0,95 g/dL), hópur 3 sýndi hæstu HOMA-IR (miðgildi 11,81) og HOMA-B gildin (miðgildi 164,69), hópur 4 sýndi hæsta BMI (meðaltal 35,33) og hópur 5 sýndi lægstan aldur við greiningu (meðaltal 52,47 ár). Hópur 1 hafði engin afgerandi einkenni en þó helst lágt HOMA-IR (miðgildi 3,13) og háan aldur við greiningu (meðaltal 75,75 ár). Hópur 2 var mest meðhöndlaður en af þeim var 96,9% ávísað sykursýkislyfjum, 92,3% súlfónýlúrealyfjum, 76,9% metformíni og 53,8% insúlíni. Hópar 1 og 3 voru minnst meðhöndlaðir með sykursýkislyfjum eða 63,0% og 62,4%. Í lifunargreiningu fékkst marktækur munur milli hópa með tilliti til hjartaáfalla (P = 0,04) og dauða (P = 0,002) þar sem hópar 2 og 3 voru í mestri áhættu fyrir hjartaáföll (HR: 2,28 (95% CI: 1,00 – 5,22) og 2,57 (95% CI: 1,20 – 5,51) miðað við hóp 4 sem var í minnstri áhættu) og hópur 3 fyrir dauða (HR: 1,57 (95% CI: 1,15 - 2,14) miðað við hóp 4). Ályktanir: Ljóst er að hægt sé að fá svipaða hópa í íslensku þýði og fengust í rannsókn Ahlqvist og félaga. Með klasagreiningu fæst skýrari mynd á frekari flokkun sjúklinga með sykursýki 2 á Íslandi sem getur gefið verðmætar vísbendingar um afkomu og þróun fylgikvilla fyrir afmarkaða hópa. Greinilegur munur er á meðhöndlun hópanna, bæði á máta sem búast mátti við sbr. súlfónýlúrealyf fyrir hóp 2 til að lækka háan blóðsykur, en einnig á máta sem kemur á óvart sbr. lága tíðni metformíns í hópi 3 sem myndi mögulega hafa mest gagn af hækkuðu insúlínnæmi. Uterine rupture and factors associated with adverse outcomes Stefanía Katrín J. Finnsdóttir1, Sarah L. Cohen2,3 1Faculty of Medicine, School of Health Science, University of Iceland, 2Brigham and Women‘s Hospital, 3Harvard Medical School Introduction: Uterine rupture is a rare but serious obstetric complication associated with severe maternal and fetal morbidity and mortality. It can lead to significant maternal blood loss and extensive damage to the uterus, often necessitating
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.