Ný menntamál - 01.06.1983, Síða 57

Ný menntamál - 01.06.1983, Síða 57
Hvað sem öðru líður vil ég biðja menn að fara varlega með orð þau geta sprungið og þó er hití öllu hœttuiegra það getur vöknað ípúðrinu. Gagnvart þessuin vanda hef ég lengi verið skelfingu lostinn og reyndar vitum við mjög fátt nema bráðum á að dimma— (Sigfús Daðason: Ljóð, bls. 47) Nú líður að því að ég verði ráðþrota, þannig að ef þið fílið þetta ekki rís ég upp til varnar skáldskapnum með grát- stafinn að vopni . . . Dugi hann ekki til, verð ég að mælast til þess að þið haldið ykkur við prósann: drekkið ykkur þá bara í skáldsögunum, skuldbindinga- laust; þar finnið þið áreiðanlega — þó á stangli séu — sögupersónur sem reynast ykkur raunhæfar viðmiðanir. Því bók- menntir eru mannleg lífsreynsla í súpu- tenings Iíki — samþjöppuð, klippt og skorin — í samanburði við sundurgerð- arsúpuna sem við svömlum I daglega. V. En að lokum draumur minn um ís- lenskutímana, orðsending til ykkar: Orðin boltar okkar á milli í hendingsköstum grípum og gefum aftur hendum hvert annað á lofti reiður á tungunnar rót. Þið eigið leik! VI. Og ótti minn reyndist ástæðulaus: Mál- vinir fagrir, við bræddum hvert öðru orð i eyra — í niðamyrkri morguns orð- ið ratljóst. Græddur er geymdu Með verðtryggingu sparifjár hefur þetta gamla orðtak fengið fullt gildi á ný. Nú býður Landsbankinn þér að ávaxta sparifé á 6 mánaða reikn- ingum, verðtryggðum og með 1% ársvöxtum að auki. Þannig tryggir æskan sér framtíð og aldraðir öryggi. eyrir Sparifé, sem verðbólgan vinnur ekki á. Leggið inn í Landsbankann og tryggið spariféð gegn verðbólg- nni. Banki allra lundsnuuma 57

x

Ný menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.