Fróðskaparrit - 01.01.1964, Page 112
120
Aldur Hauksbókar
á stnfagerðinni í Hb2. Eitt dæmi er í lógbókarbrotunum
um annað yngra afbrigði brefsins 1310 af okíbandinu,
Ja. e.a. s. z án jpverstriks (alfa v3), og í Hb2 er sama af*
brigði að finna a.m.k. á tveim stóðum (544, 71 v8 og 72rl9
(Hb2c)), en hvorki á brotunum ne Hb2 hefur orðið vart
yngsta afbrigðisins, z með Jjverstriki.
4.3. Lógbókarhandrit Hauks ætti samkvæmt framanskráðu
að vera svipað Hb2 að aldri, ji.e.a.s. frá einhverju áranna
1302—10. Nú er harla ósennilegt að Haukur hafi gert Ióg*
bókarhandritið á íslandi, og er jtað j)á annað hvort skrifað
á árunum 1302—06 eða 1308—10. Vegna ok*bandsins yngra
í Hb2c og lógbókarbrotunum kynni að J>ykja trúlegt að
Hb2c væri yngst af Hb2 og lógbókin j)á frá síðarnefndu
tímabili, en fundin dæmi um bandið eru fá og ekki fyrir
j)að að synja, að J>að kunni að leynast víðar í Hb2. í>á er
jiess að geta að bæði P. A. Munch (Annaler 1847, p. 209)
og Jón Helgason (HbL, p. X) telja skriftina á lógbókar*
brotunum skyldari 371 (Hb2a) en óðrum hlutum Hauks*
bókar. Munch nefnir til að í 544, sem hann telur yngra en
371, se Haukur nær hættur að setja brodda, og enda J>ótt
J>að se ofmælt, mun J>ó rett að broddanotkun se meiri í
lógbókarbrotunum en í 544 (að Hbl meðtalinni) og að 371
standi heldur nær lógbókarbrotunum í J>essu efni, en víða
er 544 svo máð að J>að torveldar athugun. Dæmi um
brodda yfir óðrum stófum en i í eldra brefi Hauks eru tvó,
en eitt í J)ví yngra, sem er styttra, en bæði brefin eru svo
stutt að upp úr J>essum vitnisburði Jteirra er ekkert leggj*
andi. Jón Helgason nefnir J>að serkenni á lógbókarbrotun*
um og 371, að venjulega seu J>ar rauðir hlykkir á kafla*
mótum. Að J>essu einkenni kveður einnig mjóg í Hbl
(J)ar sem Jiessir hlykkir eru stundum grænir), en annars
staðar í 544 bregður Jieim fyrir á stóku stað, t.d. 36r (Hb2b),
72v (Hb2c) og 64v (Hb3). Að ðllu saman lógðu virðist
ekki unnt að tímasetja lógbókarbrotin nánar en 1302—10 á
grundvelli skriftareinkenna, en trúleg er tilgáta Munchs, að
Haukur muni hafa skrifað ser bókina um 1303 eða 4, um
J)að leyti sem hann varð GulaJ>ingslógmaður.