Fróðskaparrit - 01.01.1964, Page 132
Jófreys kvæði
Jón Helgason
Kvæði af Jófrí (eða Jósveini) hefur J^rívegis verið skrifað
upp í Færeyjum. Fessir textar verða her nefndir A, B og C,
eða, ef J>órf gerist, FærA, FærB og FærC.
A: Uppskrift J. H. Schróters (1771 — 1851), hefur verið í
eigu Svend Grundtvigs. Prentuð í Føroya Kvæði III 1,
1944, bls. 139—40. Fyrirsógn: »Iofrye eller Geafreas Vuisa«.
Athugasemdir eru neðanmáls og dónsk j)ýðing aftan við.
B: Uppskrift V. U. Hammershaimbs úr Sunnbæ í Suður*
ey 1847. Prentuð í Færøsk Anthologi I, 1891, bls. 239—44.
C: Uppskrift sama manns úr Skúfey 1848, að nokkuru
Jeyti skrifuð sem orðamunur við B, jjrýtur með 15da erindi.
Af uppskriftunum væri að ráða að kvæðið hafi helzt
verið tíðkað í Færeyjum sunnanverðum. Um uppskrift
Schróters mun óvíst hvar gerð se (hann var prestur í Suð*
urey 1797—1828, en sat síðan í Pórshófn); í útgáfunni er
hún sógð úr Suðurey, og mun Jrá farið eftir málsauðkennum.
Ur Suðurey eru einnig j>au tvó afbrigði kvæðalagsins sem
H. Thuren birti í bók sinni, Folkesangen paa Færøerne,
1908, bls. 140, sbr. bls. 79-80.
1 annan stað hefur kvæði af Jófrey, að miklu leyti sam«
hljóða hinu færeyska, tvívegis verið skrifað upp á íslandi
undir lok 17du aldar eða skómmu eftir 1700. Pessir textar
verða her nefndir A og B, eða, ef jaórf gerist, íslA og íslB.