Fróðskaparrit - 01.01.1964, Side 134
142
Jófreys kvæði
manns son ungan að aldri.sem Jófrey heitir (einu sinni nefnd*
ur Jófreyr í IslA, oftar í ísIB, í FærA Iof(f)ry(e) eða Geof(f)ry,
FærC Jófri, en í FærB Jósvein, eflaust óupphaflegt). Kon*
ungur leggur á hann ást, svo að hirðmónnum vex ofund.
Konungur á dóttur að nafni Ólóf (Óluva). í>au Jófrey
fella hug hvort til annars, og hann kemur á fund hennar
hvern morgun.
Meðal konungsmanna eru tveir, Sveinn og Álfur, sem
einkum eru Jófrey óvinveittir, enda gefið í skyn að Jjeim
leiki hugur á konungsdóttur (Jieir eru J>á keppinautar, en
taka hóndum saman til að bægja J>riðja biðlinum frá). Enn
fremur er í íslenzka kvæðinu nefndur »herra Bjórn«, sem
Jdó hefur ekkert hlutverk, og Olvir, sem beri merkisstóng
konungs (íslA 5), síðar kallaður Ólvir merkismaður eða
»merkir« (íslA 11, B 10). Færeyska kvæðið hefur Svein
fyrir Bjórn og Álf fyrir Olvi; J>að mun síður upphaflegt.
Konungur ríður á skóg með fóruneyti sínu (íslA 5 — 6,
sbr. FærC 4: Riðu teir á skógvin kongurin og hann Álvur).
Sveinn og Álfur rægja Jófrey, minna konung á að Jófrey
se ekki jafnoki dóttur hans fyrir ættar sakir og segja að
hann sofi hjá henni (FærB 4—5; í FærA ættu erindin 4 og
6 að rettu lagi að standa saman, J>ví að bæði eru ræða
Jjeirra felaga). Fyrir »og (eg í útgáfunni er prentvilla) vil
tíni ráð ei lýða« hefur FærC 5 »hann vil teg ráða av lívi«,
og virðist ekki ólíklegt að upphaflegra se.
Nú tekur í færeyska kvæðinu til máls sá maður sem
nefndur er Vígbrandur (Vibrandur B) Geytason (Ieyta son
A); hann Iofar Jófrey og telur hann meyjunni samboðinn.
Vígbrandur mun vera sami maður sem í íslA 6 heitir
Nikulás Guðbrandsson, en af ræðu hans er J>ar svo lítið
eftir að ekki skilst.
Ollum textum ber nú saman um að konungur beri sakir
af Jófrey: ser se kunnugt að hann sofi ekki hjá Ólófu um
nætur, heldur annarsstaðar. En í sómu andrá skipar hann
svo fyrir að haldin skuli mikil veizla og Jófrey tekinn af
lífi (J>annig í færeyska kvæðinu, í hinu íslenzka er á J>essum