Fróðskaparrit - 01.01.1964, Page 136
144
Jófreys kvæði
Ólóf svarar konungi að sá skuli ekki byggja kongsins
stól er ætli ser að svíkja Jófrey. Hún vísar Jófrey til vopna
hjá jjernu sinni. I>essi atriði eru einungis í færeyska kvæðinu.
Jófrey vegur Álf og Svein; í færeyska kvæðinu eru ekki
nefndir fleiri, en í hinu íslenzka lætur hann ekki staðar
numið fyrr en konungur einn er eftir á lífi. Af IslA 19
væri að ráða að Ólóf komi honum til liðs í bardaganum,
en Jtað er sjálfsagt ekki upphaflegt.
Konungur biður ser griða og gefur Jófrey Ólófu. Niður>=
lag færeyska kvæðisins, J>ar sem Jófrey segir: »vart tú ikki,
kongur, fosturfaðir mín / og frú Óluva dóttir tín, / so skyldi
tú týna lívið«, eru kjarnmeiri en íslenzku kvæðislokin.
Efni kvæðisins er ekki tiltakanlega serkennilegt og vand^
seð hvort hófundur hefur sjálfur sett |?að saman eða fundið
t>að einhversstaðar. Her verður ekki reynt að rekja J>að mál
nánara. í>ess eins skal getið að til eru dónsk fornkvæði
(sjá einkum Danmarks gamle Folkeviser nr. 421—4) með
ájiekkum endi: kappi fellir menn konungs (og ber J>á við
að konungur hefur áður boðið j>eim að binda hann), unz
konungur ser ekki annað vænna en gefa honum dóttur sína.
Niðurlagsorðum eins og »Vaar du icke kongen, det kaaste
dit liff« (DGF I bls. 60, er. 41, sbr. VII bls. 295, er. 26)
svipar til J>eirra sem tilgreind voru úr færeyska kvæðinu
fyrir skemmstu. Nafnið Jófrey má rekja til Karlamagnús
sógu (útg. Ungers bls. 46, 76, 109), og J>aðan getur Ólóf
einnig verið (Olif, op. cit. bls. 51 o. áfr.).
»Eitt fornkvæði af Jófrey og Ólofu útlagt úr dónsku«
er fyrirsógn kvæðisins í ísIB, en illt að vita hversu mikið
hana muni að marka. í>að er að minnsta kosti augljóst að
kvæðinu er ekki snúið á sómu lund sem gert var á íslandi
við ýms dónsk kvæði á 17du og 18du óld: j>ýðandi hafði
fyrir ser prentaðan danskan texta, flugblað eða bók, og ís=
lenzkaði með penna í hendi. Menn vita ekki um neitt kvæði
af Jófrey er til hafi verið í Danmórku. Og B*textinn ber