Nýja öldin - 01.03.1899, Side 1

Nýja öldin - 01.03.1899, Side 1
NÝJA ÖLDIN. III. BINDI. MARZ 1899. 1. HEFTI. Dýrsegulmagn og dáleiðsla, andatrú, fjölkyngi og kraftaverk. Eftir Jón Ólafsson. Mannlegur andi er spurull. Það er enginn hlutur til á jörðunni eða í alheiminum, enginn hlutur, hvorki lifandi né dauður, sem mannsandann fýsir ekki að hnýs- ast í. Hann skygnist inn í vatnsdropann með sjónauka, til að flnna þar milíónir lifandi vera, smádýra, sem vatns- dropinn er heil veröld fyrir. Hann skygnist út í himinngeiminn og finnur sól- kerfi eftir sólkerfi, stikar fjarlægðirnar milli hnattanna og leggur pá sjálfa, hinninhnettina, á vogarskál, og vegur Þyngd þeirra hvers um sig i pundatali. Hann mælir hraða ijóssins og rafmagnsins; hann skygnist inn í iður jarðarinnar og les úr innyflum hennar aldur hennar og sögu. Hann rekur sundur litþætti ljósgeislans, og lætur þá segja sór frá, hverjir málmar og önnur efni finnist í stjörnunum. En hann reynir líka að skygnast inn í sjálfan sig, inn í mannlega sál, og skýra fyrir sór starfs- háttu sálarlífsins. Eö mannsandinn leitar lengra — hann leitar alt af og þráir út yfir sín takmörk. Vitaskuld dettur mér ekki í lmg að ætla að ákveða mannsandanum takmörk. Hver og hvar eru þau tak-

x

Nýja öldin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja öldin
https://timarit.is/publication/32

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.