Nýja öldin - 01.03.1899, Síða 4

Nýja öldin - 01.03.1899, Síða 4
4 Nýja Öldin. Og það er ekki að kynja, því að það er maniíkyns- ins hjartnæmasta velferðarmál. Það er spurningin um framtíð sálna vorra. En einmitt það, hve sú spurning er oss hugðnæm, það veldur og því, að oss verður hugðnæm hin spurn- ingin, sem þessari er náskyld — sú spurning: Er nokk- ur áreiðanleg staðreynd fyrir því, að sál vor, hér í þessu lífi, geti verkað út fyrir sig á aðra, á annan hátt en í gegn um likamann? Það er auðsætt, að ef sannað verður að svo sé, þá er þar með sannað að nokkru leyti sjálfstæði sálarinnar, — að hún geti verið óháð líkamanum. Og verði það sannað, þá er þar með sannaður möguleiki áframhalds sáiarlífsins eftir dauða líkamans. Þetta er það án efa, sem gerir mörgum svo hugð- næm þvílík efni sem dýrsegulmagn, dáleiðslu og andatrú, og gerir marga svo auðtrúa á, að hér sé eitthvað „yíir- náttúrlegt" á seiði. En hér verð ég að minna. menn á að varast eina ályktun, sem er mjög algeng hjá mönnum, sem ekki hafa hugsunarfræðilega mentun. Ef það verður niður- staðan, að reynslan hafi til þessa dags ekki sannað neitt um sjálfstæða tilveru eða verkunarafl sálarinnar fyrir ut- an líkamann, þá er þar með alls ekki saunað, að þetta geti ekki átt sér stað, og því só enginn ódauðieiki til. Ef Páll er kærður fyrir morð og sýknaður, af því að engar fullnægjandi sannanir hafa komið fram fyrir því, að hann hafi drýgt morðið, þá er ekki þar með sönnuð sýkna hans. Til þess þarf meira,. Til þess þarf að sanna, að hann hafi ekki getað drýgt það. Það er alveg sitt hvað, að vér verðum að játa, að eitthvað só ósannað — og enda óliklegt — eða hitt, að það verði gagnsannað.

x

Nýja öldin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja öldin
https://timarit.is/publication/32

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.