Nýja öldin - 01.03.1899, Síða 11

Nýja öldin - 01.03.1899, Síða 11
Dijrsegulmagn og dáleiðsla. 11 leiðslu, má geta um eina tiiraun Dr Braid’s. Púrítanar eða hreinlífismenn nefnast þeir siðbættir menn, er heimta að kyrkjan haldi fornum einfaldleik og hreinleik í kenn- ingum og meðlimir hennar afneiti í líferni sínu öllum syndsamlegum glaðværðum þessa heims. Peir telja spil °g dans djöfullegt athæfi, eða stórsyndsamlegt að minsta kosti. Dr. Braid dáleiddi aldraða og siðvanda heiðurs- konu af þessum trúflokki, og þegar leikinn var skozkur faldafeykir á fortepíanó og doktorinn bauð henni að dansa, þá dansaði hún eins og fára gerði. Tilraunir og rannsóknir Dr. Braid’s þokuðu þó ekki málinu lengra áfram til almennrar viðurkenningar, en það, að fólk fór alment að trúa því, að það væri þó víst „eitthvað til í þessu. “ En um þessar mundir fór ný andatrú [spiritism] að breiðast út frá Ameríku (systurnar Fox 1849 o. s. frv.) og íór hún eins og logi yfir akur um alla Norðurálfu um mið bik aldarinnar, með öllum sínum borðdönsum, anda-bangi, töflu-skrift, svipasjónum og ýmsum öðrum hógóma. Post- ular hennar sumir vóru hvað eftir annað sannaðir að s°k um svik og pretti með réttarrannsóknum og dóm- um. En þessir andatrúarmenn hagnýttu einnig svæfing- ar eða dáleiðslu og álög. Við þetta komust dáleiðslurnar aftur í fyrirlitning og féllu nær í gleymsku. En nú fyrir all fáum árum tóku nokkrir frakk- neskir læknar að rannsaka betur lögmál dáleiðslunnar og og stunda hana. Þeir vóru allir við Salpetriére-spítalann, en Það er kvennspítali rnikill í París. Þessir læknar tóku upp aftur rannsóknir á dáleiðslunni á stranglega vísindalegan hátt; og það má með sanni segja, að árang- uiinn af rannsóknum þeirra er alveg undrunarverður. A þessum spítala er jafnan gnægð af móðursjúku og

x

Nýja öldin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja öldin
https://timarit.is/publication/32

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.