Nýja öldin - 01.03.1899, Page 14

Nýja öldin - 01.03.1899, Page 14
14 Nf/ja Öldin. er það, að það má framleiða hann með segulstáli, og það þótt taugin eða vöðvinn só ekki alveg snert með segulstál- inu; og enn merkilegra er það, að með segulstáii má flytja samdráttinn frá annari hlið líkamans yflr í hina. Ef maður t. d. hefir þrýst á ölnbogataug hægri handieggs á dáleiðing á höfga-stigi og komið þannig fingrunum á hægri hendi til að kreppast, og ber svo segulstál fast að tauginni, án þess þó að snerta manninn, þá fara að koma kippir í báðar hendurnar, og brátt réttist svo úr fingrunum á hægri hendinni, en vinstri handar fingurnir kreppast aftur 1 staðinn. Síðar verður minst á enn kyn- legri áhrif segulstáis á dáleiðinga á hærra dáleiðslustigi, er segulstálið breytir jafnvel andlegum tilfinningum í gagnstæði sitt, t. d. ást í hatur, hatri í ást. Næsta stigið er stjarfa-stigið (catalepsy). Þar sem það er talsverður vandi, og jafnvel áreynsla, að svæfa mann í fyrstu (koma honum á dáleiðslu-stigið), þá er það að eins eitt einfalt og óbrotið handtak, sem þarf til að koma manni af dáleiðslu-stiginu yfir á stjarfa-stigið. En með því að það er ekki tilgangur minn að kenna öðrurn að dáleiða, þá lýsi óg engu slíku. — En þó að svona só skamt á milli höfga-stigsins og stjarfa-stigsins, þá er ástand dáleiðingsins mjög ólíkt á þeim. Á höfga- stiginu var líkaminn magnlaus; ef handlegg dáleiðings var lyft upp, féli hann þegar afliaus í samt iag. En á stjarfa-stiginu ei þetta alt öðruvís. Þar verður líkam- inn eins og myndasmiðs-leir; dávaidurinn getur sett limi dáleiðings i hverjar stellingar, sem hann vill, og þeim stellingum halda limirnir. æði-la-nga stund. Ef ég t. d. tek handlegg dáleiðings, rétti hann beint út og sleppi honum svo, þá fellur hann ekki magnlaus niður, heldur heldst útróttur, án þess að bifa ið minsta. Yið langvinna æfing má gera dáleiðing svo vanan, að stjarfinn verði ótrúlega sterkur. Þannig má t. d.

x

Nýja öldin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja öldin
https://timarit.is/publication/32

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.