Nýja öldin - 01.03.1899, Page 18

Nýja öldin - 01.03.1899, Page 18
18 Nýja Oldin. þekst hafl menn, sem kunnu að svæfa. Þegar menn hafa lesið um sjónhverfingar þær, sem gera má með dáleiðslu, og einkum um kynja-verk indverskra fakíra, þá lesa menn á eftir með alt öðrum augum, en áður, aðrar eins frásagnir, eins og um sjónhverfingarnar í Bragða-Mágus1 sögu. Vér höfum öll heyrt talað um lækningar „af trúnni." Þegar mönnum batnar áreiðanlega. af ónýtri sprittblöndu skottulæknis, þá er það trúnni að þakka eða ímyndun- inni, því að ímyndunin hefir í mörgum tilfeflum (einlían- lega taugasjúkdómum) mikil áhrif á lieilsufarið. Allir læknar játa, að í mörgum sjúkdómstilfellum er trúin, ímyndunin, þeirra kröftugasta Jæknislyf. Hvert vald ímyndunin hefir, sýnir sig við dáleiðsl- ur. Dávaldur hefir t. d. tekið fram flösku, sem ekkert var í annað en tært vatn, og sagt dáleiðingi, að þetta væri skeiðvatn, látið svo drjúpa 1 dropa á beran hand- legginn á honum, og — það hefir hlaupið upp bruna- blaðra á handleggnum undan þessum kalda vatns-dropa, sem dáleiðingurinn hugði vera skeiðvatn! Eða dávaldur hefir helt vatni á stórt glas og sagt dáleið- ing að drekka; það væri brennivín. Eftir að hafa drukk- ið eitt eða tvö slík glös, hefir dáleiðingur orðið drukk- inn — reglulega drukkiun! Hvernig slíkt megi verða, er ekki svo auðvelt að gera almenningi skiljanlegt. Aðalatriðið virðist vera það, að ef maður á einhvern hátt — það er sama hvernig - getur komið af stað eða valdið ákveðnum frumagna- hreyfingum (molecular movements) í heilamiðpunktum nokli- urra skinjunartauga eða tiJfinningai'tauga, þá framleiðast 1) ,,Mágus“ er ekki annað en íslenzkulegur framburður latneska orðsins magus = fjölkyngismaður. „Fjölkyugismað- ur“ þýðir ekki annað en: maður, sem hefir fjölbreytta þekking, kunnáttu (kann margt).

x

Nýja öldin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja öldin
https://timarit.is/publication/32

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.