Nýja öldin - 01.03.1899, Page 23

Nýja öldin - 01.03.1899, Page 23
Dýrsegulmagn og dáleiðsla. 23 Þannig var það lagt á einn dáleiðing, að þegar hún vakn- aði, skyldi hún finna hjá sér ákafa löngun til að reka F— löðrung. Hún lá á langstóli (cliaiselongue), og var stórt segulstál lagt svo, að hún skyldi stíga á það er hún gengi að F—. Svo var hún vakin, og um leið og hún reis upp, sagði hún: „Ég veit ekki, hvernig á því stendur, en mig langar svo til að berja hann,“ og fór af stað með reiddan hnefann og gekk að F— og ætlaði að slá til hans. En alt í einu breytist útlit hennai; svipur hennar, sem áður var reiðilegur, verður blíðlegur, eftir að um stund hafði litið út sem ást og hatur stríddu > svipnum. Svo breiðir hún út faðminn og segir: „Mig langar til að faðma hann að mér“, og hún gerði það sem hún gat til þess. Enn verð ég að segja frá einni sögu merkilegri. Stúlka, sem vér getum kallað A. B.—, var dáleidd og henni var talin trú um það, að hún væri læknirinn M. F.—. Þegar hún var vakin, gat hún ekki séð M. F.—, sem var þó við inni í stofunni. En hún stældi alt hans fas nákvæmlega, stakk höndunum í vasa sína, gekk um gólf alt að einu í göngulagi eins og hann, og lét sem hún stryki efrivarar-skeggið, aiveg eins og hann var van- ur að gera. Hún var spurð, hvort hún þekti stúlkuna A. B. [sjálfa sig], og svaraði hún þá heldur fyrirlitlega: „Og það held ég þekki hana; það er taugaveik stelpa hérna á spítalanum." — „Hverninn stúlka er hún?“ — „Æ, hún reiðir ekki vitið i þverpokunum, tetrið! “ Eins og ég benti á í upphafi, hafa fjölmargir menn orðið mjög hugðnumdir af dáleiðslu-tilraununum og á- rangri þeirra. — Þessi sára löngun, sem í manninum býr, til að fræðast um eðli og uppruna lífsins, og eink- um um eðli sálarlífsins, og til að finna í reynslunni sann- anir fyrir því, sem þeir annaðhvort trúa eða þá langar

x

Nýja öldin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja öldin
https://timarit.is/publication/32

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.