Nýja öldin - 01.03.1899, Page 24

Nýja öldin - 01.03.1899, Page 24
24 Nýja Öldin. til að trúa, hún heflr snúið athygli raargra að dáleiðsl- unni í þeirri von, að þar kynni að flnnast sannanir, eða að minsta kosti sterk líkindarök fyrir sjálfstæði sálar- lífsins, alveg óháð líkamanum. En hver verður nú árangurinn, að svo miklu leyti sem þekking vor enn nær til ? — Hverju svara tilraun- irnar þeim sem um þetta spyrja? Því verður ekki neitað, að svarið er elcki hughreyst- andi fyrir þá sem leitað hafa til dáleiðslunnar eftir sönn- unum fyrir sjálfstæði sálarlífsins. Því að svarið bendir öllu heldur í alveg gagnstæða átt. Ef segulstál getur breytt elsku í hatur og hatri í elsku, hvað er þá elska og hatur? Yirðist það þá ekki vera afleiðing af alveg iíkamlegum áhrifum? — Þetta sýnist leiða beint til hreinustu efni speki eða sálarleysistrúar (materialism). — Og ef ekki þarf annað en að láta mann stara um stund á svartan blett á hvítum vegg, til þess að fá hann til að leika sér að þvi, sem hann álítur stór- synd (eins og púrítana-kerlingin hjá Dr, Braid), hvað verður þá af frjálsræði viljans? — Eða ef telja má stúlku trú um að hún só karlmaður og gera hana svo annar- lega sinni eiginni persónu, að hún talar um sjálfa sig með fyrirlitningu sem stelpu, sem „ekki reiði vitið í þverpokum," hvað er þá orðið af sjálfstæði einstaklings- eðlisins? — Pétur er dáleiddur og þykist vera Páll; hann er Páll og Pétur er honum ókunnugur maður meðan hann er í álögunum. En þegar þeim er af honum létt, þá verður hanji aftur að Pétri og man ekkert eftir Páli. Svo er hann dáleiddur á ný og verður þá óðára að Pétri; vaknar á ný og verður aftur að Páli, og svona koll af kolli. En ef hann dæi nú meðan hann er Páll, mundi hann þá rísa upp aítur sem Páll eða Pétur? Hver get- ur ieyst úr því? feir sem leita til dáleiðslunnar til að finna rök fyr-

x

Nýja öldin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja öldin
https://timarit.is/publication/32

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.