Nýja öldin - 01.03.1899, Page 25

Nýja öldin - 01.03.1899, Page 25
Dýrsegulmagn og dáleiðsla. 25 ir sjálfstæði sálarlífsins, fara því reyndar í geitarhús að leita ullar. Árangur dáleiðslanna bendir öllu heldur í sálarleysis-áttina eða efnispekis-áttina. Alt um það er það ámóta hvatvíslegt af efnispekingum. (materialists), að ætla sér að finna í dáleiðslunni sönnun gegn sjálf- stæði sálarlífsins, eins og það er af guðneitendum að ætla, að breytiþróunarkenningin (evolution theory) veiti sönnun fyrir því, að það sé enginn guð til. Breytiþró- unarkenningin fræðir oss um uppruna \\ttegundanna, en ekki um uppruna sjálfs lífsins. Og þó að menn kynnu að komast að því, að líf geti til orðið úr lífleysu fyrir verkun þektra náttúru-afla, þá standa menn jafnráðalaus- ir gagnvart spurningunni um upphaf efna og afla, frum- upphaf allrar tilveru (prima caasa). Alt, sem þeir fengju samt að vita, væri þá það, að þessi frumorsök liggi fyr- ir utan takmörk vísindalegrar rannsóknar. — Eins að sínu leyti er það, að alt, sem dáleiðslutilraunirnar sýna oss, er það, að vér þekkjum að eins „sálarlífið" (svo kallað) að því leyti, sem það birtist líkamlegum skilning- arvitum vorum, birtist oss í líkamlegum áhrifum sem íbúandi líkama og hafandi áhrif á líkama. Hver ment- aður maður verður að játa það, að það er jafnlítt auðið að gagnsanna sem að sanna sjálfstæði sálarlífsins. Það liggur alveg fyrir utan takmörk þekkingar vorrar. Það liggur yfir í landeign trúarinnar og er hennar viðfangs- efni. íln þó að vér þannig megum ekki búast við,.að dáleiðslutilraunirnar leysi fyrir oss þær ráðgátur, sem ætla má að séu óleysanlegar mannlegum skiiningi og vitund, þá er dáleiðslan haria hugðnæmt og nytsamt viðfangsefni engu að síður. Þær hafa reynst einkar-nytsamar til lækninga i ýmsum sjúkdómum, einkum þar sem um taugasjúkdóma

x

Nýja öldin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja öldin
https://timarit.is/publication/32

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.