Nýja öldin - 01.03.1899, Side 30

Nýja öldin - 01.03.1899, Side 30
30 Nýja Öldin. rannsakað þetta raanna bezt, álítur að það só ekki vana- leg dáleiðsla, sem hér eigi sór stað, heldur „dýrsegulmagn" [Animal Magnetism]. — Þar sem hver maður getur lært að dáleiða, þá eru það ekki allir, sem geta haft áhiáf á aðra með þöglum álögum. Það virðist þurfa sérstaka hæfileika til þess, sem ekki eru öllum gefnir. En í því á þetta sammerkt við dáleiðslurnar, að því oftar sem tilraun er gerð á sama manni, því móttækilegri verður hann fyrir áhrifum; og engan heíir tekist að svæfa í fjarska, sem ekki hefir vei'ið fyrst búið að gera þaul- vanan í nálægð. Öruggust eru áhrifin og mest, ef sá sem tilraunina gerir snertir hinn, t. d. heldur í hönd hans. Út í þetta torvelda efni fer óg ekki lengra. Vísindin hafa enn enga örugga úrlausn á því, hvað þessu valdi, geta ekki enn skýrt þennan fyrirburð til fullnustu með neinu því náttúru-lögmáli, sem oss er enn fullkunnugt um. Menn eru hór enn á tilraunastiginu. Rótt í því að ég er að enda ritgerð þessa (20. Marz) berst mór í hendur ritgerð í norsku tímariti eftir Dr. A. Eriksen. Ég veit ekki til, að hann sé neinn þjóðkunnur vísindamaður, en grein hans er gagn-skynsamieg og sýn- ir, að höfundurinn (þótt prestur sé) fylgir stranglega vís- indalegum liugsana og ályktana reglum. Ég tilfæri hér fá ein orð eftir hann af því, að þau sýna að honum hefir sama í hug komið, sem óg hafði fyrir löngu í ljós látið1 í þessu máli. Hann segir svo: „Við dáleiðslurn- ar höfum vér fengið skýringu á mörgum fyrirburðum, sem áður vóru oss óskiljanlegir. Að fornu og nýju heyr- um vér getið um dularfull öfl, fjölkyngi eða galdur, kraftaverk og kynjalækningar. Áður var ekki nema um 1) Þessi ritgerð mín er svo til orðin, að ég hefi ritað upp nú ágrip af tölu um þetta efni, sem ég flutti á ýmsum stöðum í Ameríku 1893—94, og í vetur hér á ný sem alþýðu-fyrirlestur fyrir stúdenta-félagið.

x

Nýja öldin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja öldin
https://timarit.is/publication/32

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.