Nýja öldin - 01.03.1899, Síða 35

Nýja öldin - 01.03.1899, Síða 35
Gladstone. 3& þangað til ég sá hann. Ég sagði reyndar áðan, að ég hefði aldrei séð hann í lifanda lífl, og það var satt. En í haust, er leið, sá ég hann samt, sá hann alveg eins og hann leit lít í lifanda lífl; og þá skildi ég manninn miklu betur; það er að segja: útlit hans samsvaraði mililu betur, en ég hafði haft hugmynd um, þeirri hug- mynd, sem ég in síðari ár hefl haft um sálaratgervi hans og mannkosti; en hann leit út býsna ólíkt þeirri líkamlegu mynd af honum, sem áður hafði vakað í huga mínum. Það var á sögu-myndasafni í Edínborg að ég sá hann. Það var reyndar vaxmynd af honum, standmynd í náttúrlegri stærð með hári og hörundslit og öllum búningi eins og hann hafði verið í lifanda lífl. Ég sá þá heldur pervisalegan mann, varla meðal-mann; andlitið skifti vei litum, hvítt og rjótt, ekki hraustlegt og ofur- lítið frelmótt; skeggið ákaflega þunt og gisið, hárið eins, og bæði hár og skégg eldrautt. Það var ekkert mikil- mannlegt eða höfðinglegt við hann. Hefði ég séð þenn- an mann lifandi innan um mannfjölda og ekki vitað, hver liann var, þá liefði ég engan gaum geflð lionum. Lofgjörðin við lát Gladstone’s var þó ekki alveg ein- róma. En af því sem ég liefl lesið af eftirmáls-greinum eftir hann látinn, ætia ég að engin fari sönnu nær, en grein, sem inn alkunni þýzki blaðmaður Maximilian Harden ritaði í ,.Die Ziihmft-1. Eftir þýðing á þeirri greiní norsku tímariti („Samtiden" 1898, 155. bls.) skal ég gefa nokkurt ágrip úr henni. Fyrst minnir höf. á þann sið Breta að gefa merkum stjómmálamönnum sínum gælúnöfn: Palmerston var kallaður Old Pam (gamli Pammi), D’Israéli Dizzy, John Russell lávarður Johnny, og Joseph Ghamberlain er alt af kallaður Joe. Gladstone einn fékk aldrei neitt slíkt 3*

x

Nýja öldin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja öldin
https://timarit.is/publication/32

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.