Nýja öldin - 01.03.1899, Síða 49

Nýja öldin - 01.03.1899, Síða 49
Bókmentir vorat. 49 rit, en það er af því, að það er svo margt í því sem egnir til mótsagna og athugana. — Það er ein skoðun, sem hvervetna kemur fram í þessu riti og alstaðar í rit- um þeirra vestanpresta, og hún er sú, að allur kristin- dómur og öll trú sé sem næst horfln af landi á ættjörð vorri. Allur hávaði manni sé kristindómslausir og flest- allir mentaðir menn séu guðsafneitendur, trúleysingjar. Vér ætlum að þetta sé með öllu missýning, skilnings- skortur á því sem á sér stað. Það er svo fjarstætt, að vísindaleg mentun leiði til guðsafneitunar, að það þarf ámóta mikinn mentunarskort, ámóta vanmegn til vísinda- legrar hugsunar, til að vera guðsneitandi, eins og til að geta gleypt alla biblíunnar úlfalda og verið „rétt-trúaður.“ Meðal hálfmentaðra manna eða sárlítt mentaðra mun, ef til vill, mega finna einstöku menn, sem neita guðs tilveru; en sárfáir munu þeir vera. Hinir munu vera fjölmargir, sem hafna allri kynja og kraftaverka trú, hafna þrenningartrú, vita, að maðurinn er sama uppruna sem aðrar skepnur, hefir aldrei lifað í sakleysisástandi í Eden og „fallið", heldur lifað sem villidýr í skógum og hellum, en hefir fyrir náttúrlega breytiþróun hafist til fullkomnunar og á í vændurn að hefjast hærra, komast lengra; trúa því ekki á neina friðþæging annarar veru né neina fyrirgefning synda, heldur verði hver maður að bera afleiðingar alls síns tilverknaðar; trúa því, að það sé hvers manns markmið, að fullkomnast, og að hver maður vinni því sjálfum sér bezt gagn með því, að vanda líf sitt; sönn trúarbrögð sé líferni, en ekki játning. Þessi trú dregur engan frá gnði, gerir engan mann að vond- um manni. Það eru heimskulegar tilraunir til að ætla að troða kraftaverka og kynjasögu úlföldum biblíunnar niður um kverkar skynsamra og hugsandi manna, sem hrinda rnörgum frá allri trú um stund og vekja and- stygð og óbeit á kyrkjunni. í þessari trú, en ekki í guð- IH. 4

x

Nýja öldin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja öldin
https://timarit.is/publication/32

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.