Nýja öldin - 01.03.1899, Side 66

Nýja öldin - 01.03.1899, Side 66
66 Uýja Óldin. sveinbarn eða meybarn. — Pess var getið í blöðunum fyrir eitthvað hálfu öðru ári eða svo, að læknir einn í Yínarborg, Dr. Schenck, þættist hafa fundið það með margra ára tilraunum, að eggin væru kynlaus, og að það væri auðið að hafa þau áhrif á þróun eggs, að mað- ur gæti ráðið því, hvort kona fæddi sveinbarn eða mey- barn; þetta átti að vera komið undir mataræði og öðr- um aðbúnaði konunnar um meðgöngutímann. Hann gaf út stutta grein um þetta og færði mörg dæmi til, hversu sór hefði tekist að ráða kynferði barna. Ýmsir vóru trúdaufir á þetta í fyrstu, þótt maðurinn hefði orð á sór sem merkur iæknir. En tilraunir, bæði á ýmsum dýrum og á jurtum, hafa sýnt það, að eggin só kynlaus og að hafa megi áhrif á kynferði fóstursins. — Eitt er víst, að dr. Schenck hefir mikla aðsókn af aðalskonum og drotn- ingum, sem er um að gera að eiga sveinbörn, sem erft geti ættartignina. Þrjár göfugar könur vita menn um, að leitað hafa ráða hans og hepnast vel: Sú fyrsta var erkihertogafrú Friederich af Austurríki; önnur var her- togynjan af Warwick; þriðja var hertogynjan af Aosta (maður hennar Amadeus, sonur Yictors Emanúel, var konungur á Spáni 1870—73); hún ól barn nú í vetur, og þakkar það Dr. Schenck, að það varð sveinn en ekki meyja. Nauta-kóngurinn. Desember-heftið af Australasian Beview of Bevieivs flytur mynd og æfiágrip manns, sem þá var nýdáinn í New South Wales. Þessi maður var James Tyson, auð- ugasti maður í allri eyja-álfunni, og var kallaður „nauta- kóngurinn"; hann átti meiri lönd og fleiri nautgripi en nokkur maður annar í allri álfunni. Jarðeignir lians víðsvegar um landið vóru, allar til samans lagðar, víð- lendari en margt konungsríki. — Milíónarar sumir hafa

x

Nýja öldin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja öldin
https://timarit.is/publication/32

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.