Nýja öldin - 01.03.1899, Page 68

Nýja öldin - 01.03.1899, Page 68
68 Nýja Öldin. vissi aldrei hvernig vín er á bragðið, sté aldrei fæti inn í leikhús eða kom nærri kappreiðum. Aldrei varð hann ástfanginn og aldrei við i^vennmann kendur alla sína æfl. Honum var illa við ljótt orðbragð, og rak ávalt mis- kunnarlaust úr sinni þjónustu hvern mann, sem lagði blótsyrði í vana sinn, og mun það flesta furða, sem þekkja orðbragð nautasveina í Astralíu. Harin áleit það aðal- markmið manns í lífinu, að fá 10 strá til að gróa þar sem áður hafði ekki vaxið nema eitt, og hann gat enga ástæðu séð til þess, að milíónari þyrfti eða ætti að lifa öði'uvís, sofa í mýkri sæng eða éta betri mat, en nauta- sveinarnir hans. Eftir þessu lifði hann sjálfur, og það er talið iíklegt, að hann hafl aldrei kostað upp á sjálfan sig meiru en 900 krónum um árið. Yænst þótti honum um að vera sem mest úti á víða vangi, og kvaðst hann aldrei una sér betur nó sofa værra, en með grasþúfu undir höfðinu og gönguprikið við hlið sér. Stjórnin gerði hann að þingmanni í efri málstofu. Hann hélt eina ræðu þar, en ritararnir höfðu misskilið hann, svo að hún kom nokkuð aflöguð á prent. Hann lauk aldrei upp munni framar í þeirri samkomu til dauðadags. En þótt Tyson væri sjálfur sparneytinn, þá var hannn enginn svíðing- ur. Þegar stjórnin var í fjárþröng, leysti hann inn fyrir hana rikisskuldabréf fyrir 4'/a milíón króna. Þegar til tals kom að leggja járnbraut yflr þvera Ástralíu, bauðst hann til að ieggja fram 9 miiíónir króna til þess. Hann var góður sonur móður sinni, og staklega réttsýnn og góður við svertingjana. Pótt hann ætti stóreignir í þremur lýðlendum og ræki svo stórfeida atvinnu, sem bent heflr verið á, þá hafði hann ekkert bókhald, enga skrifara. Alla sína reikninga hafði hann í höfðinu og í örlítilli minnisbók, sem hann bar í vestisvasa sínum. Hann dó barnlaus og erfingjalaus og hafði enga

x

Nýja öldin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja öldin
https://timarit.is/publication/32

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.