Nýja öldin - 01.03.1899, Page 72

Nýja öldin - 01.03.1899, Page 72
72 Nýja Öldin. sterk tilíinning. Hvað skyldi skýra betur mismun koss- anna, en rafmagns-hugmyndin? Tökum til dæmis koss- inn, er maður heilsar ókunnum manni; vinar-kossinn, er maður kyssir vin eða ættingja; ástar-kossinn, er unn- endur kyssast1. Og mun ekki hér vera að leita ins rétta uppruna kossanna? En eins og sterk tilfinning getur aukið rafmagnið, svo mun og sterk hugsun geta nokkuð að gert í sömu átt. En geti rafmagnsstraumur þannig flutt tilfinningar og hugmyndir frá eins manns heila til annars manns heila, þannig, að hann flytst eftir taugunum og heidur áfram úr öðrum líkamanum yfir í hinn þar sem tauga- endarnir mætast, þá liggur nærri að hugsa sér, að straum- urinn geti flutst frá enda-stöð sendi-taugarinnar yfir að endastöð viðtökutaugarinnar í öðrum líkama án þess að endastöðvarnar snerti hvorar aðra. Manni verður ósjálf- rátt að láta sér detta þetta í hug samkvæmt uppgötvun síðustu áranna um firðritun (telegraphy) án síma. Þetta er nú getgáta ein. Hvort hún er ný eða ekki, veit ég ekki, og ekki heldur hvort hún er á róttum rökum bygð. Úr því má væntanlega skera með tilrauna- mælingum. Pær geta þeir gert, sem til þess hafa tæki og kunnáttu. — Skynbærir menn hafa sagt mér, að hvort sem þessi skýringar-tilgáta mín reynist rótt eða ekki, þá sé hún ekki svo heimskuleg að mér.sé neinn vansi í að setja hana fram. Pví hefi ég dirfst að gera það, þó að mér sé full-ijóst, hve ísjárvert er að koma fram með getgátur í slíkum efnum fyrir mann, sem er eins gersaralega fákunnandi urn rafmagn og lífseðli og ég er. J. Ó. 1) l’essa getgátu um, að rafmagn eigi hér þátt i, geta menn reynt ineð tilraunum og verkfærum, því að rafmagnið má mæla.

x

Nýja öldin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja öldin
https://timarit.is/publication/32

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.