Andvari

Árgangur

Andvari - 01.04.1960, Síða 10

Andvari - 01.04.1960, Síða 10
8 EINAR H. KVARAN ANDVARI Georg Brandes hafði byrjað hina frægu fyrirlestra sína við Hafnarháskóla urn meginstrauma í Evrópubókmenntum 19. aldar tíu árum fyrir stúdentspróf Einars, og voru þeir prentaðir jafnóðum. Starf Brandesar og áhrif voru tví- þætt. Hann var menntaberi, menningarmiðill, sem flutti nýja andlega strauma utan úr Evrópu, einkum frá Frakldandi og Englandi, til Norðurlandaþjóða, sem orðnar voru aftur úr og einangraðar í bókmenntalegum elnurn. En hann hafði einnig boðskap að flytja. Skáldskapurinn átti að vera tjáning og túlkun hins raunsanna lífs, standa föstum fótum í heimi veruleikans, og ekki nóg með það, bókmenntirnar áttu helzt að fjalla um raunhæf viðfangsefni og vandamál samtímans. Fagurfræðileg boðorð Brandesar voru því: lcannið og kryfjið veruleikann, og glímið við raunhæf mannleg vandamál. Og Brandes barðist alltaf fyrir frelsi einstaklingsins gegn kirkju, ríki og þjóðfélagi. Með fyrirlestrum hans má telja, að hefjist nýtt tímabil í bókmenntum Dana og að vissu leyti allra Norðurlanda. Hér voru þó gömlu rómantísku skáldin — Gröndal, Steingrímur og Matthías — erm föst í sessi, en raunsæis- stefnan kom sem nýr straumur við hlið rómantísku stefnunnar, sem lifði hér meira að segja raunsæisstefnuna. Fyrir okkur íslendinga var stefnan að sumu leyti ekki heldur eins nýstárleg og öðrunr Norðurlandaþjóðum. Við áttum okkar raunsæisbókmenntir, fornsögurnar, og í skáldsögum Jóns Thoroddsens hafði visst raunsæi leikizt á við rómantíkina og jafnvel haft betur. Það, sem var nýstárlegt í skáldsögum íslenzku raunsæishöfundanna, var kenningin, flutn- ingur boðskapar (sem menn höfðu þó kynnzt í annarri óskáldlegri mynd í hókmenntum upplýsingarmanna), en einkum þjóðfélagsádeilur og svo harm- söguleg endalok (sem menn þekktu þó vissulega úr fornbókmenntunum; cn sögur rómantísku skáldanna höfðu farið vel, sem svo er kallað). Þegar Einar kom til Hafnar, var Brandes að vísu búsettur í Berlín og kom þó til fyrirlestrahalds þegar á fyrsta Hafnarvetri Einars. En tveimur árum eftir utanför Einars fluttist Brandes aftur alkominn til Hafnar, og eftir það kveðst Einar ekki liafa misst nema af einurn fyrirlestri hans, meðan þeir voru þar í borg báðir, og las allar bækur hans, en aðeins einu sinni átti hann tal við meistarann persónulega.8 Eins og flestir varð hann vitanlega hugfanginn af gáfum hans og eldmóði, menntun og málsnilld. Á Hafnarárunum birti Einar þrjár smásögur og stóð að tveimur kunn- ustu tímaritum íslenzku raunsæishöfundanna, Verðandi og Heimdalli. Verð- andi kom út þegar á öðru Hafnarári Einars (1882) og er oftast talin marka uppliaf raunsæisstefnunnar á íslandi, þótt Jón Ólafsson hefði að vísu fyrstur manna birt sögu þeirrar tegundar (í tímariti sínu Nönnu, 1878—1881). En Verðandi ruddi raunsæisbókmenntunum hér lil rúms. Þar var sagan U-p'p og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.