Andvari

Årgang

Andvari - 01.04.1960, Side 11

Andvari - 01.04.1960, Side 11
ANDVARI STEINGRÍMUR J. ÞORSTEINSSON 9 niður eftir Einar. Hún er að nokkru endurmat fyrstu sögu hans. En slokknuð eða dofnuð ást veldur hér ekki tiyggðarofum, sögupersónuna skortir kjarkinn til að brjóta gegn hefðbundnum velsæmiskröfum, „mannfélagið viðurkennir ekki rétt einstaklinganna til að líða vel.“ Hér er hugsjónin birt með því að deila á gagnstæðu hennar. Það er krafa Brandesar um andlegt frelsi, sem vakir hér fyrir Einari. Hann veit nú betur en áður, livað hann vill, og sumt bendir frarn á við, svo sem refsingasemi fóstrunnar. Og í annarri sögu sinni í Heim- dalli, Sveini káta, hafði Einar fundið eitt af framtíðarsöguefnum sínum, smæl- ingjann, og lýsir hér með skemmtilegri glettni þessum léttlynda og tápmikla karli, sem var sjálfum sér trúr, afneitaði ekki eðli sínu. Þetta er elzta saga Einars, sem hann tók síðar upp í sagnasafn (Sveitasögur 1923). En fyrirmynd og nafna sögupersónunnar hafði liann þekkt í bernsku og orti eftirmæli lians urn þessar mundir." Nú birti Einar einmitt fyrstu markverðu kvæði sín, svo sem um Bólu-EIjálmar10 — íslenzka raunsæisskáldið á undan raunsæisstefn- unni — og Odu til lífsins í Verðandisögunni, um reynslu nautnalífsins, stundar- fróun þess og fánýti. Það og fleira bendir til þess, að Einar liafi engan veginn sniðgengið lífsins lystisemdir á Hafnarárunum. IV Arið 1885 fluttist Einar til Vesturheims og var búsettur þar réttan áratug, lengst í Winnipeg. Þar var hann riðinn við stofnun beggja íslenzku blaðanna, Heimskringlu og Löghergs — er sameinuð voru nú nýlega — og var lengstum ritstjóri Lögbergs. Vestra lét hann allmjög til sín taka með ritmennsku sinni og fyrirlestraflutningi og stuðlaði þar að auknu félagslífi íslendinga, einkum um þjóðernisefni, leikslarfsemi og bindindismál, en Einar gerðist þar stúku- niaður og var ávallt síðan einn af forustumönnum bindindishreyfingar. Með vesturför sinni losnaði Einar úr nánustu tengslunr við raunsæis- stefnuna. Hann fór að vísu enn eftir sjónarmiðum hennar í bókmenntadóm- um. Og alla ævi bar hann merki þeirra áhrifa, sem hún hafði á hann haft 1 upphafi. Þegar fram í sótti, gætti þeirra þó meir í hinu ytra, í frásagnar- tækni og listaraðferð, sem hafði að minnsta kosti svip og yfirbragð málefna- könnunar og raunhyggju, hversu langt sem um síðir var leiðzt frá jarðlífinu. En sjálfar undirstöðurnar í lífs- og listakenningum Brandesar brugðust Einari til verulegra muna, enda tók hann það fram á efri árum, að hann ætti Brandesi °g samherjum hans að vísu margt að þakka, en hann teldi sig ekki lærisvcin Brandesar, að því er til skoðana kæmi.11 Þó hélt Einar ávallt fram mann- rettindakröfum hans, scm komu gleggst fram í umhyggju Einars fyrir smælingja, og liann liélt fram sannleiksleit og hugsanafrclsi, sem óheft

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.