Andvari

Volume

Andvari - 01.04.1960, Page 27

Andvari - 01.04.1960, Page 27
ANDVAIU ÞRJU KVÆÐI 25 Hjá kyrrum rústum sá draumur deyr, sem dökkva straumólgu lifir. — Ég virði fyrir mér visnuð lauf, og veit að þér komizt yfir. HLÓGU ÞAU Á HEIÐI Kyrrlátur blœr á heiði hrœrir hrímsilfurstrá og fífu dána, hvíslar í víði, bliknuð bœrir blómin við ána. Flókar á himni, hljótt á jörðu, haustleg úr vestri nálgast gríma. Leikur þó skin um lága vörðu liðinna tíma. Blásköruð áin, blœrinn stillti, blómin og stráin hug vorn túlka: Eitt sinn gekk hér með ungum pilti örlagastúlka. ÁVORDEGI Grundin eignast gullinn fífil, geislafingur hlýir strjúka lambakóng með lítinn hnýfil, lambagrasið rauða og mjúka. Vappar tjaldur, vellir spói, verpir í broki mýrispýta. Bráðum kveikir fenjaflói fífublysið mjallahvíta.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.