Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.04.1960, Qupperneq 30

Andvari - 01.04.1960, Qupperneq 30
28 GRÓÐUR AF AKRI NJÁLS BÓNDA Á BERGÞÓRSHVOLI ANDVARI var aðeins getið af tilviljun. í öðru lagi er frásögnin skráð löngu eftir að atburð- urinn gerðist, svo að vart má trúa hverju einstöku smáatriði sögunnar. En sé nu hin skráða frásögn studd öðrum áþreifan- legri vitnishurðum horfir öðruvísi við. Og einmitt hér getur bæði fornfræði og jurta- fræði komið til aðstoðar. — Skal nú taka til meðferðar eitt fornrita okkar, Njáls- sögu, og leita þar vitnisburða um nytja- jurtir. Vil ég þá sérstaklega heina athygl- inni að Bergþórshvoli og því, sem kynni að hafa verið ræktað á þeim merkisbæ í þann tíma, scm sagan gerist, en það er á 10. öld og í byrjun 11. aldar. Bergþórshvoll cr máske einkar vel fall- inn til athugunar, þar sem hann liggur syðst í landinu, í því byggðarlagi, sem einna bezt er fallið til ræktunar, en þar ættu aðstæður að vera hetri til vaxtar viðkvæmra jurta en víða annars staðar, og Njálssaga hins vegar áreiðanlegri hcimild til hliðsjónar og betur studd öðr- um skráSum heimildum en flestar forn- sögur. Llm þessar mundir bjó að Berg- þórshvoli Njáll bóndi Þorgeirsson, er hlaut þau örlög, eins og sagan skýrir frá, að vera brenndur inni meS sonum sín- um. Njáll var vitur maður og búhöldur svo góður, aS hann var jafnvel talinn á undan samtíðarmönnum sínum í nýtingu þess áburðar, er til féll á heimilinu. Fyrir það framtak varð hann sjálfur að skot- spæni, en synir hans uppnefndir taS- skegglingar. Njáll var auk þess talinn góður læknir, sem gat grætt stærri sár. En þar með hefur hann þurft að kunna skil á náttúru jurta, sem voru helztu lyf þeirra tíma. ÞaS væri jafnvel eðlilegt að ætla, að hann hefði reynt að rækta ein- hverjar hinna erlendu lækningajurta. Og ekki hefur verið hagi að því að eiga lauk í ræktun, þótt ekki væri til annars cn að geta komizt að því, hvort sár væru han- væn. Því væru mcnn særðir holsárum, lagði út úr þeim sárum þef þess lauks, sem þeir höfðu neytt. Sagan telur Njál og syni hans ganga í skartklæðum, cn litunarefni var margt unnið úr jurtum og sumt mátti fá úr jurtum sprottnum af íslenzkri jörð. Sagan nefnir slíkar jurtir að vísu livergi, cn aftur á móti getur hún annarra, sem nii skal minnast á. AS Bergþórshvoli er ráðinn akurgerðar- maður, sem Bergþóra húsfreyja ætlar til nokkurra starfa. Auk þeirra mannvíga, sem honum eru fyrir ætluð, hlýtur hann að vera ráðinn til þess að lnigsa um akra Njáls, en á þeim ökrum er hugsanlegt, að ræktað hafi verið korn cða jafnvcl lín. Enda þótt Njála skýri frá því, að neyzlu- korn sé flutt erlendis frá, er þess þrá- faldlega getið, að lcorn liafi verið ræktað í landinu á þeim tímum. Þannig hafði Þorvaldur Ósvífursson mjöl úr Bjarnareyj- um á BreiSafirði. Otkell riður á Gunnar á HlíSarenda, þar sem hann er á sáðlandi sínu með kornkippu og er að sá korni. Talað er um sáðland Þorgeirs Otkels- sonar og Gunnar lítur yfir bleika akra, er hann horfir neðan frá Markarfljóti upp til FljótshlíSar. Minnzt er á það, að snemma hafi vorað eitt árið, og menn hafi fært „snemma niður korn sín", en Elöskuldur ElvítanesgoSi er með korn- kippu í gerði sínu og „sáir niður korni“, þegar hann er veginn. Eftir sögunni að dæma er kornræktun því talin almenn þar í héraði og því eðlilegt að álíta, að korn hafi verið ræktað á Bergþórshvoli í þann tíma. Sá maður, sem notar húsdýraáburð í garða sína og akra, kemst ekki hjá því að fá í þá illgrcsi, og Njáll hóndi hefur heldur ekki farið varhluta af því. Enda getur sagan þess, að arfasáta ein vesöl hafi staðiS á hlaðinu á Bergþórshvoli norðan húsanna, sem Sæunn kerling bað um, að hrennd yrði eða borin á eld, þvi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.