Andvari

Volume

Andvari - 01.04.1960, Page 37

Andvari - 01.04.1960, Page 37
andvaui STURLA FRIÐIUKSSON 35 Línkerfi þurrkuð. utan sofnhúsið. Þess skal og getið, að Njálshrenna á að hafa verið á tímabilinu ttilli 21. ágústs og 5. septembers, en þá ætti korn einmitt að hafa verið þroskað °S uppskera og jafnvel þresking hafin. Þannig stangast fundur þessi hvergi á yið frásögnina í Njálu. Og af þeim fimm jurtategundum, sem þar voru, er þriggja beinlínis getið í sögunni. Við þessa rannsókn er nú enn einu við bæta, og það mjög þýðingarmiklum pætti í þcirri viðleitni að tengja jurtaleif- arnar frásögunni í Njálu og hinum sögu- ega atburði, Njálsbrennu. Er það eðlis- °g efnafræðileg aldursákvörðun á jurtaleif- unum. En aldur lífrænna efna má ákvarða uieð því að mæla í þeim eftirstöðvar hins geislavirka kolefnis —14, sem jurtin tefur unnið úr loftinu meðan hún óx. Nokkrir hinna brunnu byggkjarna voru afhentir efnafræðingi við Saskat- chewanháskólann í Kanada til ákvörð- unar. Idefur niðurstaða þeirrar rannsókn- ar nú sýnt, að byggið hefur vaxið árið 1039, en þó getur skeikað 60 árum til eða frá. Nú á Njálsbrenna að hafa verið árið 1011. Verður því naumast komizt nær með að sanna, að hinar koluðu jurtir hafi raunverulega vaxið á akri Njáls bónda á Bergþórshvoli og brunnið í Njáls- brennu. Ilef ég nú rætt um hina fyrri rann- sókn á jurtaleifum frá Bcrgþórshvoli og skal nú vikið að síðara viðfangsefninu. Á afmörkuðu svæði nyrzt og austast í landi Bergþórshvols, á hallalausum bökk- um milli Affallsins og mýrar nokkurrar, eru torfgarðar miklir. Kallast það svæði Línakrar og hefur heitið svo frá ómuna tíð. Garðar þessir eru nú allsokknir, því að jarðvegsmyndun er þarna ör. Sést þó vel til þeirra flestra, að þeir mynda reglu-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.