Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.04.1960, Qupperneq 39

Andvari - 01.04.1960, Qupperneq 39
TRYGGVE ANDERSEN: HRAKNINGAR BERTELS I Það hafði rignt án afláts frá því um morguninn. Þegar stytti upp um nónbilið, hvarf þokan ekki af fjallinu suður á eynni. Og drungaskýin grúfðu yfir stóru, ræktuðu mýrinni, sem bændurnir höfðu ræst fram og breytt í akra °g engi. Umhverfis liana höfðu þeir reist hvítmáluðu íbúðarhúsin sín og rauð- máluðu úthýsin, og byggðin náði alla lcið út að hröttu, gráu klöppunum, sem byrgðu útsýnina til hafsins. En í norðri, bak við klappirnar, létti ofurlítið til, og eftir sólsetur bjarmaði fyrir hreiðri, gulleitri rönd af himni undir þokuhakkanum. Ut úr einu húsinu, sem stóð í skjóli hávaxins pílviðarrunna, kom ung kona með hreingemingasvuntu og uppbrettar ermar. Hún strauk strítt svart hárið frá enninu, hallaði undir flatt og gáði til veðurs. Hún var lág vexti og holdug, en kvikleg í hreyfingum og létt á fæti. Það var erfitt að gizka á það, hvort hann mundi rigna um nóttina eða ekki. Það gat líka vel skeð, að hann hvessti aftur á norðaustan, en af þeirri átt hafði verið stonnur fyrr í vikunni. . . . Og skyldi nú Bertel koma af sjónum í kvöld? Elann var háseti á hafnsögubátnum í Leynivík. Hafnsögumennirnir höfðu ytt ur vör fimmtudaginn í fyrri viku. í dag var laugardagur, og þetta hafði verið löng útivist. Þeir voru sjaldan lengur en viku úti. Elún andvarpaði, gekk út í eldiviðarskýlið eftir grenikvistum og tók að skreyta dyrahelluna. Hún hafði lokið helgidagshreingerningunni innan húss. Það var ekki mikið erfiði enn sem komið var og mundi ekki verða það þennan arsfjorðunginn. Þau höfðu gift sig um páskana. Það heyrðist slabbandi fótatak á blautum stígnum milli pílviðartrjánna. Ná- grannahjónin, Hinrik og Þóra, komu með kýrnar sínar úr haganum. Hún leit Uln öxl í áttina til þeirra, en veitti þeim ekki sérstaka athygli, því að henni var ekki sérlega hlýtt til þeirra, enda þótt Þóra væri náfrænka hennar. Það arði síður en svo glatt þau, að Bertel hætti siglingum og kvæntist, þegar hann eifði jarðarblettinn sinn. Þau höfðu verið með ráðabrugg um það að ná undir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.