Andvari

Volume

Andvari - 01.04.1960, Page 65

Andvari - 01.04.1960, Page 65
andvari MENNTAMÁLARÁÐ OG MENNINGARSJÓÐUR 63 lega er út af brugðið, geti nefndin svipt styrk þá, sem brotið hafa þessi skilyrði. Ráðið útvegar ókeypis för milli Islands og annarra landa nemendum, sem fara til útlanda vegna menningarmála. Þá hefur ráðið á hendi umsjón sjóða er stofnaðir kunna að verða með sérstök- um lögum til eflingar listum og vísind- um á Islandi, enda sé menntamálaráði falin framkvæmdin í stofnskrá sjóðanna. Næst skal rakið efni laganna um menn- ingarsjóð. Tilgangur sjóðsins er að styðja almenna menningu í landinu, rannsókn íslenzkrar náttúru og þróun þjóðlegra lista. Til sjóðsins falla árlega allar tekjur af seldu áfengi, hverju nafni sem nefn- ast, sem ólöglega er flutt til landsins og upptækt gert af réttvísinni. Allar tekjur af seldum skipum, sem af samskonar astæðum hafa verið gerð upptæk, svo og allar sektir fyrir brot á áfengislöggjöfinni, Þæði samkv. landslögum og lögreglusam- þykktum. í fyrsta sinn skulu falla til sjóðsins allar ríkistekjur fyrir upptækt vín °g áfengissektir fyrir árið 1927. Mennta- málaráð skiptir innkomnum tekjum frá síðastliðnu ári í aprílmánuði. Þriðjungi skal varið til að gefa út góðar, alþýð- lcgar fræðibækur og úrvalsskáldrit. í öðru íagi skal styðja með fé sjóðsins vísinda- lcgar rannsóknir á náttúru landsins og utgáfu vísindalegra ritgerða urn íslenzka uáttúrufræði. Þriðja hluta teknanna skal varið til að kaupa listaverk fyrir landið og til verðlauna útgáfum af upp- dráttum að byggingum, húsbúnaði og fvrirmyndum fyrir heimilisiðnað í þjóð- lcgum stíl. Einnig má verja fé til út- gáfu veggmynda íslenzkra listaverka til heimilisprýði. Þegar sérstaklega stendur á má verja tiltækum hluta af tekjurn menn- uigarsjóðs til byggingar fyrir náttúrugripa- safn landsins og listasafn. , Bókaútgáfu menningarsjóðs stýra þrír 'uenn, sjálfkjörnir: kennarar í íslenzkum bókmenntum og sögu við háskólann í Reykjavík og íslenzkukennarinn við ’.ennaraskóla landsins. Sá hluti sjóðsins, sem verja skal til náttúrufræðilegra rann- sókna, stendur undir stjórn þriggja sjálf- kjörinna manna: forstöðumanna náttúru- gripasafnsins í Reykjavík og kennara í náttúrufræði við menntaskólann í Reykjavík og gagnfræðaskólann á Akur- eyri. Sá hluti sjóðsins, sem á að styðja listir, stendur undir beinni stjórn mennta- málaráðs. Ef tekjur menningarsjóðs verða eitt- hvert ár meiri en að áliti yfirstjórnar sjóðsins getur talizt meðallag, skal taka af tekjum lista- og visindadeilda það sem umfram verður meðaltekjur. Skal þetta fé ávaxtast í Landsbankanum og má ekki skerða þá sjóði fyrr en yfirstjórn sjóðsins hefur með samþykkt Alþingis byrjað á að reisa hinar umræddu byggingar fvrir listasafn og náttúrugripasafn landsins. Af venjulegum tekjum sjóðsins, sem ekki gangi til að byggja söfn yfir listaverk landsins og náttúrugripi, skal verja fé til að kosta útgáfu merkilegra ritverka, sem eru dýrari en svo að venjulegar árs- tekjur útgáfudeildanna nægi til að stand- ast kostnaðinn. Menningarsjóður getur ráðið mann til að hafa á hendi alla daglega vinnu við bókaútgáfu sjóðsins og þá verzlun með bækur, sem óhjákvæmilega leiðir af út- gáfustarfseminni. En sjálft hefur rnennta- málaráðið alla ábyrgð á vali bóka, sem út eru gefnar. Þegar svo vill til að hinir sjálfkjörnu stjórnendur við útgáfu nátt- úrufræðirita standa að útgáfuefni, sem snertir þá persónulega, skal ráðið skipa Iiæfa en óvandabundna menn í þeirra stað. Sú deild menningarsjóðs er styður ís- lenzka listþróun skal kaupa jöfnum hönd- um listaverk eftir rnálara og myndhöggv- ara og taka í senn tillit til hins varan- lega gildis listaverkanna og að skapa

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.