Andvari

Volume

Andvari - 01.04.1960, Page 68

Andvari - 01.04.1960, Page 68
66 JÓNAS JÓNSSON ANDVAIU Menntamálaráð á að hafa yfirstjórn sjóða er stofnaðir kunna að verða til efl- ingar listum og vísindum. Lítið hefur á það reynt. Menntamálaráð mun þó hafa umsjón með hinni miklu dánargjöf Ás- gríms Jónssonar, sem er eign ríkisins, húseign hans, sjóðseign og mörg hundruð listaverkum. V Eins og sjá má af þessu yfirliti skortir menntamálaráð ekki verkefni og þau hafa farið vaxandi, eftir því sem árin liðu. Skal þá vikið með nokkrum orðum að löggjöfinni um sjálfan menningarsjóð. Kemur þar fyrst til greina stuðningur af almannafé. Tekjurnar voru misjafnar eftir árferði og stundum mjög litlar. Aldrei kom til stórtckna af smyglaraskipum. Þess háttar gróða skyldi verja til að byggja yfir náttúrugripi landsins og listaverk þess. En þó að tekjur sjóðsins séu óvissar og raunar oft lágar, sýna lista- verkakaupin og bókaútgáfa menningar- sjóðs að almenningur í landinu hefur fengið mikil verðmæti í aðra hönd fyrir áfengissektirnar. Menntamálaráð skiptir snemma á hverju vori tekjum síðasta árs í þrjá hluta. Þar sitja við sama borð bókaútgáfa, vís- indalegar rannsóknir og listaverkakaup fyrir ríkisins hönd. í stofnlögum menn- ingarsjóðs var gert ráð fyrir að sjálf- kjörnir kunnáttumenn stýrðu bókadeild- inni og skiptingu fjár til náttúrufræði- legra rannsókna. Var allmjög vandað til rnanna í þessar stjórnarstöður, eins og embættaskipun var þá háttað. Skyldu Sigurður Nordal, Páll Eggert Ólason og Freysteinn Gunnarsson stýra bókaút- gáfunni, en Bjarni Sæmundsson, Pálmi Hannesson og Steindór Steindórsson náttúrufræðisjóðnum. Menntamálaráð sjálft átti frá upphafi að bera ábyrgð á listaverkakaupum. Hinir sjálfkjörnu fræðimenn viku sér undan þessari kvöð þegar fram iiðu stundir, en menntamála- ráð tók þá verkið í sínar hendur. Fjárráð menningarsjóðs til náttúru- rannsókna voru að vísu mjög takmörkuð. Samt studdi menntamálaráð alla helztu náttúrufræðinga landsins árin 1930— 1958, til að fást við margháttaðar rann- sóknir á eðli landsins og náttúrufari. Það hefði verið æskilegt fyrir menntamála- ráð að hafa meiri fjárráð í þessu skyni, en þess var ekki kostur, en þegar Gylfi Gíslason réðst 1958 í að afla fjár með nýjum skatti á kvikmyndahús, til nátt- úrufræðirannsókna, var haldið áfram á sömu leið og fyrr en mcð stórauknum fjármunum. Má af því sjá, að mennta- málaráð hefur haldið vök opinni, unz hægt var að brcikka siglingaleiðina. Listadeild menningarsjóðs hefur unnið þýðingarmikið starf. Fyrstu árin var að vonurn lögð meginstund á að kaupa mál- verk eftir frægustu rnálara landsins, Þórarin, Ásgrím, Kjarval, Jón Stefáns- son og Gunnlaug Blöndal, og höggmynd- ir eftir Ríkarð Jónsson. Einn af að- dáendum Kjarvals í menntamálaráði stóð fyrir kaupurn 25 af hinum frægu teikningum Kjarvals, af Austfirðing, fyrir 5000 kr. Alveg nýlega þegar tekjur mennta- málaráðs höfðu aukizt, keypti ráðið dýr- indis Heklumynd eftir Þórarin Þorláks- son fyrir 40.000 kr. og munu allir dóm- bærir þakka þá ráðstöfun. VI Þegar menntamálaráð fór að kaupa listaverk, átti það ckki heppilegt geymslu- rúm. Mörg af hinum erlendu gjafamál- verkum voru geymd í þinghúsinu, en áttu þar ekki heima. Ég hafði þá með höndum stjórn menntamála og þótti nauðsynlegt að geyma listaverk landsins á þann hátt, að þau væru til sýnis öllum almenningi. Matthías Þórðarson þjóð-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.