Andvari

Árgangur

Andvari - 01.04.1960, Síða 79

Andvari - 01.04.1960, Síða 79
andvari MENNTAMÁLARÁÐ OG MENNINGARSJÓÐUR 77 vísu munu surnir telja að kjósendur séu allvel búnir undjr hið frjálsa stjórnmála- líf með skólagöngu og áróðri pólitísku tlokkanna. Samt má að skaðlausu bæta við nokkurri borgaralegri bóklegri fræðslu í þessum efnum. Sögukennslu ríkisins er nú svo háttað að unga fólkið er þar látið læra undir próf óteljandi þekkingarmola, ártöl, mannanöfn, staða- og orustuheiti, en næsta lítið um líf fólksins og innra samhengi atburða mannkynssögunnar. Algeng og alviðurkennd söguspurning á aðalprófi ungmenna er að segja skýrt og skilmcrkilega hvaða fólk hafi setið á kon- ungsstóli 5—6 ríkja árin 1140 eða 1182. A einni blaðsíðu í námsbók skólanna eru heiti tíu skálda. Um sum þeirra beint tekið fram að þau hafi verið stórskáld. Ef börn og ungmenni fá einvörðungu þess háttar sögubækur til lesturs og yfirheyrslu ár eftir ár fram um tví- tugt, er varla von að unga kynslóðin hafi þrek og lcjark til að afla sér heim- ilda um þá sögu þjóðanna sem er lífs- nauðsyn fyrir hvern sæmilegan borgara 1 frjálsu landi. Tillaga mín um að valið lesefni úr menningarsögu Mr. Durants verði gert að heimiliseign á þúsundum íslenzkra heimila miðast við hina að- kallandi þörf borgaranna í ungu og veik- byggðu lýðveldi. Ég trúi fastlega, að ef hl væri á vegum flestra íslenzkra fjöl- skyldna hæfilega stór, glæsileg og vel út- gefin vakningarbók um stórmenni og storviðburði sögunnar eftir höfund sem þyldi samanburð við þá snillinga, sem Sigurður Nordal minnir á í Skírnisgrein- inni 1919, þá mundi fyllt skarð í vör bkíða. Tilvonandi borgarar landsins hefðu þá fengið glæsilega sögulesbók. Tilvon- andi borgurum landsins væri þá rétt vin- samleg hönd og boðin réttmæt hjálp í miklum vanda. Aldamótakynslóðin lærði sögu með því að lesa stórverk Páls Melsteðs í útgálu Bókmenntafélagsins. Páll hafði öðlazt rit- hátt og stíl frá Njálu og Idómersþýðingu Sveinbjarnar Egilssonar í Bessastaðaskóla. Sögubók Páls hafði úrslitaáhrif á mál- far og sögukynni heillar kynslóðar. Fyrirmyndir Páls Melsteðs voru nokkuð einhliða stjórnmála- og styrjaldarlýsingar. Á þeirri öld var þessháttar söguefni talin góð latína, en nú er slegið á fleiri strengi þegar mannlífsvefurinn er fullrakinn í góðum sögubókum. Á þessum vettvangi er Mr. Durant hinn mikli meistari: víð- skyggn, frjálshuga, hleypidómalaus, bjart- sýnn og glettinn. Idann er á alla lund eftirsóknarverður ferðafélagi. Þannig eiga þeir höfundar að vera, sem íslendingar velja sér til fylgdar í sjálfsnámsmálum. Mr. Durant lætur vel eins og Snorra í Reykholti að segja sögu mikilla manna í stuttu, myndríku máli. En hann er sonur sinnar gagnfróðu og fjölkunnugu samtíðar. Þess nýtur lesandiim í afburða- skýrum yfirlitsþáttum um strauma og stefnur mannlífssögunnar. Um stíl hans og ritsnilld er áður talað í tilfærðum ummælum bókmenntafræðinga. Ég trúi fastlega að valdir kaflar úr sögu Mr. Durants mundu þíða nokkuð af heirn- skautahjarni hinnar lögskipuðu lands- prófsþrælkunar íslenzkrar sögukennslu. Ef ég ætti að sjá um íslenzka útgáfu úr sögu þessa ameríska ritsnillings, mundi ég hafa hvert bindi 40 arkir og lítið citt lengri línur en í sögu íslend- inga. Pappír, prentun, myndir og band mjög vandað. Ilver félagsmaður fengi eitt bindi árlega. Gert væri ráð fyrir, meðan útgáfa stæði yfir, að á ótal beim- ilum mundi þessi bók vera í heiðri höfð af greindarfólki heillar kynslóðar. Njála og Heimskringla eldast að vísu, en halda fullu gildi vegna vitsmuna og frá- sagnarsnilldar höfundanna. Svo fer um
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.