Andvari

Volume

Andvari - 01.04.1960, Page 84

Andvari - 01.04.1960, Page 84
82 ÞORKELL JOHANNESSON ANDVAKI hún cr sögulcg skýrsla um merkilcgt ævi- starf, þar scm margir menn koma við sögu. Höfundinum getur efalaust skjátlazt. En um viðleitni hans til að skýra rétt frá viðburðum þarf ekki að cfast, fremur en um trúmennsku hans í sjálfu starfinu fyrir ættland sitt. Hann er að vísu sjaldnast eða aldrei leiðtogi sjálfur. Hér er sem sagt enginn hörgull á yfirforingjum. Sagan er ekki hálfnuð, þegar gerbreytt er um sögu- sviðið, við það sem var á dögum afa hans. Þræðirnir eru ekki lengur saman raktir í Kaupmannahöfn og þaðan stjómað, heldur í Reykjavík. Og það er hans hlutverk að fylgjast með því, sem þar er ráðið og gert og ryðja lciðina út á við. Hann byrjar starf sitt scm skrifari í íslenzku stjórnarskrifstof- unni, meðan landinu cr enn stjórnað frá Kaupmannahöfn. Er stundir h'ða verður hann vegna þrautreyndrar trúmcnnsku sinnar, glöggskyggni og skyldurækni, stoð og stytta allra sinna sainverkamanna og yfirboðara, ráðherra og sendiherra, í vanda- málum, er varða viðskipti Dana og íslcnd- inga. Ekki saminála þeim um hvað eina, sjálfur engin frelsishetja, ekki hvetjandi til stórræða í sókn, en jafnan öruggur í vörn- inni — þetta allt í fyllsta samræmi við skilning hans sjálfs á starfi sínu og allri aðstöðu. Hann er alla tíð hinn vítalausi embættismaður, enda stuðlar hér til mann- vit mikið og víðtæk og staðgóð þekking á viðfangsefnum öllum. Þannig kemur höf- undur mér fyrir sjónir við lestur þessarar bókar og styðst það álit við frásögn manna, sem þekktu hann vel og störfuðu með hon- um lengur eða skemur. En jafnvel af hinum vítalausa embættis- manni má ekki vænta óskeikulleika. Hon- um getur yfirsézt, hjá því verður ekki kom- izt, og sumir, sem um hók þessa hafa ritað, hafa þótzt geta hent á dæmi slíks. Það er fæstum eða engum gefið að fella ætíð rétta dóma um allt og alla. Full hreinskilni og heilindi í dómum um menn og málefni er heldur ekki öllum lagið, en misbrestur á þessu er samt eiginsök hvers manns. Það er auðfundið á frásögnum Jóns Krabbe, að hann hefir fellt sig betur við suma sam- verkamenn sína en aðra, cnda lcr flestum ;vo. Hans menn eru öðrum fremur þeir Hannes Hafstein, Jón Magnússon og Sveinn Björnsson. Þeim kynntist hann líka mest. Öðrum, eins og Sigurði Eggerz, kynntist hann minna og ræður af líkum, að dómur- inn um þau kynni nær ekki lengra og verður nær að ganga áður en sá úrskurður verði felldur, að hann hafi verið yfirleitt seinn til úrskurðar. Þetta er sjálfsagt og mælir ekki því í gegn, að Jóni hafi reynzt svo í tilteknu máli við sérstakt tækifæri. Mér virðist hvorttveggja einkenna bók Jóns Krabbe: hreinskilni og heilindi. Hér má til dæmis minna á frásögn hans um Kristján X. og viðhorf hans til Islendinga. Sú frá- sögn er þannig vaxin, að mörgum manni myndi hafa hætt til þess að sleppa hcnni alveg, eða fara sem léttast yfir svo við- kvæmt efni. Slík saga er ekki rituð til þess að geðjast einuin eða neinum, hvorki Dön- um né íslendingum, heldur til þess að leiða í Ijós mikilsverða staðrcynd, sem á djúp- tækan hátt snerti sambúð þessara þjóða um 30 ára skeið. Gildi bókar Jóns Krabbe liggur ekki fyrst og fremst í því, þótt það liggi beint við, að úr henni megi lesa meginþráðinn í frelsis- baráttu íslendinga frá 1903 til 1944. Því efni hefir dr. Björn Þórðarson gert miklu fyllri skil í hinu mikla og ágæta ritverki sínu í III. bindi Sögu Alþingis: Alþingi og frelsisharáttan 1874—1944. Jón Krabbe set- ur sér ekki heldur slíkt markmið. En frásögn hans fær sjálfstætt gildi vegna þess, að hér lýsir hann ef svo mætti segja hinu innra borði þessarar sögu, að því leyti sem at- burðir hennar gerast í Danmörku, í íslenzku stjórnarskrifstofunni þar eða í sendiráði íslands, í málstofu konungs eða dönskum stjórnarskrifstofum. Hér er hann sjálfur hvarvetna nálægur, sem formaður stjórnar- skrifstofunnar frá 1909 og síðan frá 1918 trúnaðarmaður íslands í danska utanríkis- ráðuneytinu, formaður sendiráðs íslands 1924—’26, náinn samverkamaður ullra sendiherra íslands í Kaupmannahöfn fram um 1950 og í sendiherra stað 1940—’45. í frásögn Jóns Krabbe frá þessum árum

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.