Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.04.1960, Qupperneq 86

Andvari - 01.04.1960, Qupperneq 86
84 BJARNI BENEDIKTSSON ANDVARI aldurinn færSist yfir hann (ef liann liefur þá ekki alltaf takmarkazt við norðlenzka skólamálið eitt). Svo mikið er víst, að „Norðlenzki skólinn" flytur að öllu saman- lögðu drjúga sögu; bókin er veigamikil sagn- fræði innan um og saman við allan smák- ann. Sérstaklega eru fyrstu kaflarnir tveir fjölvís saga. Seinna kaffærist sjálf skóla- sagan í útúrdúrum, skólaheimspeki, smá- munum og jafnvel hégóma. Við erum til dæmis frædd á því að allir þeir norðlenzku gagnfræðingar, „sem gáfu kost á sér“ til framboðs fyrir Framsóknarflokkinn árið 1933, hafi verið „endurkosnir". Slík sagn- fræði kann vitaskuld ekki góðri lukku að stýra. Þessi tiltínslusemi höfundar spillir hók- menntalegri ánægju lesandans af verkinu. Það er í heild helmingi of langt, en lilutföll milli einstakra efnisþátta eru sömuleiðis á tjá og tundri. Kaflinn um matarmálið á Möðruvöllum er hvorki meira né minna en 37 blaðsíður, enda má hann lieita óles- andi. Auk þess hygg ég, að höfundur leggi alltof mikið upp úr mikilvægi málsins í sjálfu sér. En drekkingarhylur þeirrar skóla- sögu, sem bókin þykist vera, er skólaheim- speki og lýsingar manna, sem ekki koma málinu við. Sá sem hefði verið í hug að skapa heilsteypt ritverk hefði sleppt miklum hluta þessa efnis í sögu Möðruvallaskóla; en um það tjóar ekki framar að deila við Sigurð Guðmundsson. Við sem hlýddum forðum á ræður skólameistara höfum áður heyrt þá skólaheimspeki, sem hér getur að lesa. Hún er áreiðanlega skynsamleg í flest- um greinum, og það var áhrifamikið að sjá liann túlka hana með öllum persónuleika sínum þar í pontunni á sal. En þegar hug- anir hans standa skyndilega einar sér á prenti, án stuðnings í persónu meistarans sjálfs, þá lækkar verulega í þeim blóð- þrýstingurinn. Maður fellst á inntak boð- skaparins, en sjálfsögðu hlutirnir gerast of rúmfrekir; síðan byrjar með andríki, en endar á stagli. Meðal þeirra mannlýsinga, sem ekki eiga heima í bókinni, eru lýs- ingar Sveins Skúlasonar og Guðmundar Hjaltasonar. Engin mannlýsing „Norð- lenzka skólans“ kemst heldur til jafns við það, sem Sigurður Guðmundsson hefur ella skrifað snjallast í þessari grein; og eru þó lýsingar hans á Þorvaldi Thoroddsen og Jóni A. Hjaltalín ákaflega veigamildar. Hitt er annað mál, að ég held hann ofmeti hinn síðarnefnda. Ég fæ ekki betur séð en Jón Hjaltalín hafi verið óhugþekkur maður, og eitt er öldungis ugglaust: hann hefur verið kaldur um hjartað. Nemendum hans hefur ekki þótt vænt um hann, né heldur hafa þeir almennt borið í brjósti sérstaka hlýju til skólans — þótt þeir viðurkenndu nyt- semi þeirrar fræðslu, sem þeir hlutu á bekkj- um hans. Það er að vísu ekki á valdi manns að ylja upp hjarta sitt til að öðlast vináttu og lilýhug annarra, og þess vegna verður Jón fljaltalín ekki sóttur til saka um kæl- una í hjartarótunum. En hann hefur sein sé ekki verið alveg ákjósanlegur skólastjóri á tvísýnum tíma, enda rambaði skóli hans nokkrum sinnum á glötunarbarmi. Stíll og málfar Sigurðar Guðmundssonar hefur tíðum hlotið ærið lof — og verð- skuldað það á margan hátt. Hann kunni mikið mál; og hann ritaði löngum sterkan stíl, háreistan, rammlegan. Hugsun hans var ákefðarfull; þegar slík hugsun býst þróttmiklu máli, þá verður stíllinn máttug- ur. Sigurði Guðmundssyni tókst bezt upp í sumum mannlýsingum sínum, og stendur þá flestum höfundum framar. En honum nægði ekki að vera góður rithöfundur á al- menna vísu. Hann vildi einnig vera sér- kennilegur, einstakur. En honum var ekki léð veruleg skapandi gáfa, og því varð niðurstaðan af viðleitni hans oftar í ætt við sérvizku en fcgurð; þau stíleinkenni, sem greina liann helzt frá öðrum góðum höf- undum, kennast fremur við hótfyndni cn frumleik. En stíll Sigurðar skólameistara er hvergi dauður. Mál hans verður aldrei stöðupollur, heldur fellur það fram með þunga og dynjandi kliði. Kannski hefði hann líka sveigt sumar stirðustu setningar „Norðlenzka skólans" í liðamótunum, ef liann hefði sjálfur lagt síðustu hönd á bók- ina. En það kom í hlut Þórarins Björnssonar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.