Andvari

Volume

Andvari - 01.04.1960, Page 90

Andvari - 01.04.1960, Page 90
88 BJARNI VILHJÁLMSSON ANDVARI með góðri samvizku, að Njálstrenna sé söguleg staðreynd, þó að ekki hafi tekizt að sanna það með uppgrefti. Þátturinn Austurvegsvitringar hefur nokkra sérstöðu að efni til, auk þess sem hann er bragðdaufari en hinir þættirnir. Þó gefur þar sýn inn í býsna merkilegan kima í hugarheimi miðaldakristni. Þá koma fjórir þættir, sem allir varða dómkirkjuna í Skálholti eða gripi, er verið hafa í eigu hennar. Er skemmst frá því að segja, að þessir þættir eru allir afburðagóðir, efnismiklir og haglega gerðir. Auðfundið er, að mikil rannsókn liggur að baki þeim. Mest þykir mér vert um þáttinn Minnis- horn Skálholtsdórnkirkju. Fer þar saman, að lýst er forkunnargóðum gripum, sem eru í nánum tengslum við skemmtilegan sið, rakinn kynlegur ferill þeirra og sýnt fram á mjög svo náið samband íslenzkra valdamanna við frcmstu höfðingja Noregs fyrr á öldum. Ógmundarbrík er átakanleg raunasaga um endalok hins „kostbærasta og prýðilegasta" kirkjugrips, „bvörs maki óvíða mun finnast". Þó að Þrætukistan frá Skálholti hafi verið góður gripur, er þátt- urinn um hana merkilegastur fyrir það, hversu skæru ljósi hann bregður yfir fé- sýslu og embættisfærslu þeirra biskupa, er við sögu koma, og erfingja þeirra. Trúað gæti ég, að opinberar stofnanir nú á dög- um mættu margt læra af hinni gömlu kirkju um fjárreiður, og á það ekki sízt við um eignaskrár. Síðastur þessara þátta er íslenzkur barokk- meistari, um Guðmund Guðmundsson smið í Bjarnastaðahlíð, þann er stóð fyrir smíði Brynjólfskirkju í Skálholti, en ílentist í Skagafirði og vann þar flest þau verk sín, sem nú eru kunn. Hér er feiknamikill fróð- leikur samankominn um ævi Guðmundar og einstök verk, og mætti því ætla, að þátturinn væri ofhlaðinn, eins og stundum ber við um skrautverk barokkmeistarans, sem um er fjallað. En svo vel hefur höf- undi tekizt að hemja efnið, að lesandanum finnst engu ofaukið. Skráin aftan við rit- gerðina er hin þarflegasta, enda hefði orðið crfitt að fella þann fróðleik, sem þar cr að finna, inn í meginmálið, þannig að vel hefði á farið. Oll er bókin hið bezta úr garði ger, prentuð á ágætan pappír, er heldur vel til skila prýðilega teknum myndum, enda eru þær hið ákjósanlegasta bókarskraut, jafn- framt því sem þær skýra á augabragði ýmis- lcgt, er vart verður með orðum lýst. Prent- villur eru fáar og ekki ýkja meinlegar. Vcgna bókfræðinga framtíðarinnar er þó rétt að taka fram, að bókin kom út A. D. MCMLIX, en ekki MCMLXI, eins og stendur aftan á titilblaði, farveg á bls. 134 er víst lævís prentvilla fyrir jarðveg, og villan hjá í síðasta erindi kvæðisins um Guð- mund í Bjamastaðahlíð á bls. 139 er dálítið illrar artar, les hjó. Varla er mark á því takandi, að á bls. 137 er vitnað í Annála 14000-1800. Lesandinn leggur frá sér þessa bók með þeirri ósk, að ekki verði langt að biða næstu þáttatylftar frá hendi liöfundarins. Bjarni Vilhjálmsson. Sigurður A. Magnússon: Nýju fötin keisar- ans. Greinar og fyrirlestrar. 290 blaðsíður. Bókaforlag Odds Björnssonar, 1959. Sigurður A. Magnússon hefur ritað mikið um bókmenntir og menningarmál undan- farin ár, og er „Nýju fötin keisarans" sýnis- bók af greinum hans um þau efni. Raunar orkar löngum tvímælis um erindi blaða- greina í bækur. Sú ráðstöfun minnir helzt á þá viðleitni að ætla að loka dægurflugur inni í búrum. Og Sigurður A. Magnússon er víst enn of ungur til þess að geta kall- azt klassískur. En hvað um það — bókin er að sumu leyti aufúsugestur. Efnið er fjöl- breytt og yfirleitt athyglisvert. Sigurður fjall- ar margsinnis um menn og stefnur erlendis, og það er sannarlega góðra gjalda vert. Is- lendingum er mikil nauðsyn að fylgjast með erlendum nýjungum til þess að læra af þeim á sjálfstæðan hátt og reyna að forðast and- lega kölkun. Greinar hans um erlend efni virðast mér mesta fagnaðarefni bókarinnar. Ekki af því, að þær séu óumdeilanlegar, heldur vegna hins, að lestur þeirra vekur

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.