Helgafell - 01.04.1943, Blaðsíða 11

Helgafell - 01.04.1943, Blaðsíða 11
UMHORF OG VIÐHORF 149 leik, því að tilefnislaust er að skilja þau á þá lund, að 44% kjósenda krefjist fullrar lausnar málsins ári áður en þingið telur hana framkvaemanlega. Skoðanakönnunin um fullveldismálið hef- ur því fyrst og fremst leitt í Ijós eitt af tvennu, nema hvort tveggja sé: óafsakan- legt tómlæti stjórnmálaforkólfanna um þá fræðslu og vakningu meðal almennings, er slíku stórmáli hæfir, eða fágætt áhugaleysi kjósenda um horfur málsins, og gætu þá naumast legið önnur rök til hins síðar talda en mjög almennt vantraust, verðskuldað eða óverðskuldað, á orðum og athöfnum þeirra, sem einkum hafa um málið fjallað að undanförnu. Úrslit skoðanakönnunar- innar virðast og hafa orðið til þess að vekja þá, sem telja sig áhugasamasta um skjóta fullnaðarlausn sjálfstæðismálsins, til skiln- ings á því, að almenningi inuni brýn þörf aukinnar handleiðslu, áður en þjóðarat- kvæði fer íram um hina nýju stjórnarskrá. Eftir að niðurstöður skoðanakönnunarinn- ar höfðu verið ræddar á fundi í stjórnar- skrárnefnd, var kunngert samkomulag um nýja nefnd, skipaða tveim mönnum úr hverjum þingflokki, er hafa skulu fræðslu- og vakningarstörf með höndum, til undir- búnings alþjóðaratkvæðagreiðslu um full sambandsslit við Danmörku og stofnun lýð- veldis á íslandi á árinu 1944. Verði málinu siglt heilu í höfn á tilsettum tíma í sam- ræmi við frumvarp stjórnarskrárnefndar, eins og vænta má héðan af, ef engar óvænt- ar hindranir koma enn fyrir, er ekki ólik- iegt, að svo verði litið á síðar, að Skoð- anakönnunin hafi sízt lagt minni skerf til þeirrar lausnar er sumir þeir, sem skeyttu á henni skapi sínu í fyrstu í stað þess að láta í ljós þá þakklátssemi, sem allir ein- lægir fylgismenn íslenzks fullveldis mættu votta stofnuninni fyrir hinar mikilvægustu upplýsingar, áður en komið var í eindaga. Sá samhugur, sem nú virðist ríkja um æálið meðal stjórnmálaleiðtoga vorra, bendir ótvírætt til þeirra ánægjulegu tíð- >núa, að full trygging muni nú þegar feng- ln fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar, sem styðst við meiri hluta þingheims, því að úviðfelldið mætti það heita, að fyrsta spor- ið á braut hins íslenzka lýðveldis yrði stig- ið af utanþingsstjórn, vegna vanmáttar al- þingis til þess að fullnægja einni af frum- reglum stjórnarfars í lýðræðislandi. JARÐARAFNOT STJÓRNMÁLA- MANNS í síðasta hefti Jarðar er bréf til okkar Tóm- asar frá séra Birni, áð- ur endursent honum í ábyrgðarpósti, af því einu, að okkur virt- ist það mundu sóma sér öllu betur í Jörð en Helgafelli. Þar sem bréfið er þó stílað til mín sérstaklega, vegna ummæla um at- kvæðagreiðslu Jarðar í Helgafelli síðast, þykir mér rétt að taka fram þessi atriði til skýringar og áréttingar: 1. Grein Torfa Ásgeirssonar, þar sem fyrst kom fram hugmyndin um skoðana- könnun hér á landi, birtist i jólahefti Helgafells, en þegar upp úr áramótum til- kynnti Jörð væntanlega könnunaratkvæða- greiðslu sína í fyrsta sinn með tilefnis- lausum málalengingum um aðferðir Gal- lups, er ritstjórinn virðist reyndar telja súr vínber nú orðið. 2. Ritstjórinn lýsir sjálfur aðferðum sín- um svo, í boðsbréfi frá 10. janúar og skýrslu um úrslit síðar, að í kaupstöðum hafi kjósendur verið „teknir út úr af al- gerðu handaliófi eftir fastri, einfaldri reglu“, en í sveitum hafi verið reynt að ná til sem flestra á tilteknum svæðum. Sam- kvæmt kaupstaðaraðferðinni voru kjósend- ur því „valdir“ á þennan hátt, úr því að um „reglu“ var að ræða. Ég veik þó ekki að handahófsvalinu í þeim tilgangi að ve- fengja niðurstöðurnar þess vegna, heldur því til sönnunar, að atkvæðagreiðslan hefði verið af öðrum toga en skoðanakönnun samkvæmt aðferðum Gallups. Hins vegar skal nú fúslega viðurlcennt, eftir nánari at- hugun, að í sveitunum virðast önnur og varhugaverðari sjónarmið hafa ráðið úrslit- um um könnunarsvæðin, hvort sem þau hafa verið „valin“ eða „tekin út úr“, og sízt bætir það úr skák, eins og allt var í pottinn búið, að sums staðar hafi verið spurðir allir kjósendur, sem til náðist, „á samfelldum svæðum margra hreppa“. Sömu sjónarmið kunna að hafa leitt til þess, að helmingi fleiri kjósendur voru spurðir á Akranesi en í öðrum kaupstöðum. Allt verður þetta þó skiljanlegt í Ijósi þeirra upplýsinga, sem á eftir fara. 3. Orðalag spurningarinnar var í slíkri mótsögn við hlutleysi venjulegrar skoðana- könnunar, að aðrir gátu í rauninni ekki svarað henni neitandi á rökréttan hátt, eftir að myndun þingræðisstjórnar hafði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.