Helgafell - 01.04.1943, Blaðsíða 115

Helgafell - 01.04.1943, Blaðsíða 115
BRÉF FRÁ LESENDUM 251 bundinni stafsetningu á fornsögunum væri breyt- ing á málinu sjálfu. Þetta eitt kom mér til að skrifa grein mína og beina gagnrýni minni eink- um gegn yður. Þér segið nú, að orð yðar um ..fornritaþýðingar" megi ekki skilja á slíka lund, og ,,gáfumenn“ Kefðu átt að geta séð það. En á hvorn veginn áttu þá hinir að skilja orð yðar? Ég hef lagt alla megináherzlu á það, hversu vandfarið sé hinum lærðu mönnum með skiln- ing þeirra, sem minna vita, og svo hver ábyrgð það er, að taka varnarlaus börn og binda þeim óbærar byrðar dauðrar vizku. En nú kemur það fram, að við munum Jíkrar skoðunar um það, hversu nútímastafsetning ætti að vera, og er mér það gleðiefni. Hins vegar finnst mér sem þér hafið ekki komizt með öllu undan yðar eigin orðum um ,,fornritaþýðingar“ og eigið þar enn óbætta sök, en um þetta ætla ég ekki að halda uppi deilum við yður. Annað höfuðatriði er það, hvort stafsetja bæri fornsögurnar eins og aðrar bækur, sem ætlaðar eru börnum og lítt bókfróðri alþýðu, eða hvort hin ,,forna“ stafsetning fæli einhverja frá að lesa þær. Um þetta er ég fyrir mitt leyti í engum efa. Ég er yður sammála um það, að áhugi almennings á fornsagnalestri hlýtur að þverra í straumfalli nútímans og við breyttan aldaranda. En það raskar ekki hinu, sem ég hef lagt mesta áherzlu á, en þér enga, að þyrnigerði hinnar ,,fornu“ stafsetningar er að loka að fullu leið barnsins að sögunum. Stafsetningin verkar þegar við fyrstu sýn eins og annað ,,mál“, eins °g t. d. gotneskt Jetur orkar nú orðið á hvern venjulegan ungling: honum finnst ógerningur að lesa bókina. Það er viðkvæði unglinga, að þeim leiðist ,,mó/ið“ á íslendingasögum. En þeirmeina stafsetninguna—alveg eins og þér viljið nú vera Júta um yðar orð. Ég hef athugað þetta efni lengi og vandlega á kennaraferli mínum, að vísu *neð mínum tiltölulega litla lærdómi og þeirri skynsemd, sem mér er léð, en ég hygg mig hafa roiklu meiri og merkari reynslu í þessu en þér hafið. Þér segið, að ég hafi gert yður upp skoðanir, 8em þér alls ekki hafið. Sé ég nú að þetta er 8att, og gleðst af því, yðar vegna. En þér hafið bé goldið Jíku líkt. Þér bregðið mér um að boða kák og hundavaðshátt, en eruð þó sjálfur sömu skoðunar og ég um höfuðatriði míns máls: að hina almennu stafsetningu ætti að gera einfald- ari en nú er. Og ég spyr líka: Hvar hef ég haldið því fram, að ekki ætti að gefa út íslend- ingasögur með ,,fornri“ stafsetningu handa bóka- mönnum og hverjum þeim, sem yndi hefur af? Sjálfur er ég einn af þeim. Og sú stafsetning má vera svo skrautleg og íburðarmikil sem hinir lærðustu menn kunna bezt. En slíkur viðhafn- arbúningur hæfir ekki barnabókum; það eitt hef ég sagt. Ég hef látið í ljós litla aðdáun á hinum feiknlegu formálum fyrir íslendingasögum, sem nú eru svo mjög í móð; hygg ég betra væri að gefa þá út í sérstöku ritsafni, að því leyti sem gagnlegt er að skrifa þá, en greiða meir fyrir því, að alþýða gæti fengið frumritin sjálf í minni umbúðum; svo er það og trúa mín, að sannfræði íslendingasagna eigi enn eftir að fá sína formælendur, meir en nú er. Þetta er ekki að rýra fræðin né vísindin, heldur virðist mér sem ég geri hærri kröfur til fræðimannanna heldur en þér. En ég geri mikinn mun á kröf- um til fræðimannsins og barnsins. Ég orðlengi þetta ekki frekar, enda virðist mér að okkar í milli sé ekki teljandi ágreinings- efni fyrir hendi, þegar beggja málstaður kemur ljósar fram. Og svör yðar þykja mér góð og drengileg, eftir því sem atvik Jágu til. Svo bið ég yður að bera Jóhanni Frímann, ritstjóra ykkar á Akureyri, kæra kveðju mína, með þakklæti fyrir tvær kveðjur hans. Hann hefur víst haldið að þér ættuð fullt í fangi og vildi leggja sitt lið, enda mundi ég þá ekki þurfa meira. En mér verður hugsað um tvö norðlenzk skáld, sem heita eins og hafa unnið sitt afrekið hvor, bæði einstæð. Jóhann Sigurjónsson tók söguna um sauðaþjóf og kven- forað og gerði þar af fagurt og ódauðlegt ævin- týri um ást og harm; síðan fór hann í betra heim. Jóhann Frímann tók hina fegurstu ásta- sögu, sem við áttum til, hillingar íslendinga- sagna um Hvítramannaland; hann gerði þar úr stóðhestalæti og fjósbásaklám og slæma dönsku; síðan varð hann fremdarmaður í höfuðborg Norðlendinga og vill að bögubósar þekki tak- mörk sín. Sjálfan yður kveð ég hinni beztu kveðju. Vinsamlegast Helgi Hjörvar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.