Helgafell - 01.04.1943, Blaðsíða 78

Helgafell - 01.04.1943, Blaðsíða 78
214 HELGAFELL öldu, er fylgdi honum. Árið 1917 var framfærsluvísitalan 248 (1. október), miðað við 100 árið 1914. En árið 1920 var hún komin upp í 446, og enn var hún 271 1. október 1939. Hversu mundi nú fara, í þessum nýja ófriði, spurðu menn. Á sömu leið ? Vítin voru til, til þess að varast þau, og forystumenn þjóðarinnar stigu á stokk og strengdu þess heit að verja þjóðina áföllum af fremsta megni. Eitt skyldi yfir alla ganga. Árið 1939 leið í aldanna skaut, og ekki bar til stór- tíðinda. Þegar gengislögin voru sett, 4. apríl 1939, var ákveðið, að vísitala fram- færslukostnaðar skyldi byggð á verð- laginu í janúar/marz 1939, en horfið skyldi frá að miða hana við verðlagið 1914 og lífskjör almennings þá, eins og þau endurspeglast í útgjöldum fyrir vörur og önnur gæði til lífsins þarfa, og í því magni, sem einstaklingar með lágar tekjur nota. Eðli og áhrif dýrtíðar og verðbólgu. Þegar stríðið skall á, gætti fljótlega hækkunar á ýmsum erlendum vörum eins og eðlilegt var. Farmgjöld og vá- tryggingar hækkuðu, vegna hættunnar á höfunum, og vöruframboðið minnk- aði einnig. Kaupgjald hélzt hins vegar óbreytt til ársloka 1939. Var því í fyrstu nær eingöngu um dýrtíð að ræða. En bráðlega uxu peningatekjur landsmanna, án þess að hliðstæð aukn- ing yrði á innlendu og erlendu vöru- magni, er hægt væri að kaupa fyrir peningana, og þar sem þeir voru ekki teknir úr umferð, varð þetta til þess, að verðbólgan hóf innreið sína, sam- kvæmt lögmálinu um framboð og eftirspurn. Þjóðartekjurnar uxu, í fyrsta lagi vegna mikillar verðhækkunar á útfluttum afurðum, samfara lágu gengi krónunnar. Bankarnir keyptu hinn er- lenda gjaldeyri, er safnaðist fyrir, og kom hann því fram sem aukin kaup- geta innanlands, er olli því, að stofn- sett voru fjölmörg atvinnufyrirtæki, er buðu í vinnuaflið. Hús og fasteignir tóku að hækka í verði, og verðbólg- unnar gætti á fleiri og fleiri sviðum. Setuliðið hóf síðan kapphlaup um vinnuaflið og veitti miklu fé inn í land- ið með kaupgreiðslum og vörukaupum. Hófleg verðbólga hleypir jafnan fjöri í atvinnulífið, en fari hún fram úr ákveðnu marki, hefur hún æ meira böl og misrétti í för með sér, og að lokum algert hrun, nema að sé gert í tíma. Til þessa hefur verðbólgan augðað marga, en gert aðra fátækari. Þeir, sem fást við útgerð, verzlun, viðskipti og iðnrekstur, hafa grætt, sumir stór- kostlega. Framleiðendur landbúnaðar- afurða hafa grætt, en framleiðendur sjávarafurða, sem seldar eru til út- landa við ákveðnu verði, græða minna og minna, því meira sem tilkostnaður- inn vex, vegna hækkunar kaupgjalds og verðlags. Þeir, sem skulda öðrum peninga, græða, vegna þess, að þeir greiða skuldir sínar með æ verðminni peningum, en eigendur krafnanna tapa að sama skapi, og hið sama gildir um sparifjáreigendur. Þeir fá minna og minna fyrir peninga sína, því meir sem verðbólgan eykst. Þegar miklar sveiflur eru komnar á verðlagið, þegar hækkanir þess eru tíðar og stórfelldar, grípur um sig vax- andi öryggisleysi meðal fólksins. Það missir trúna á gjaldmiðilinn og fer að kaupa og kaupa, þarft og óþarft, frem- ur en eiga peninga og spara. Það vill eyða þeim, meðan þeir eru einhvers
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.