Helgafell - 01.04.1943, Blaðsíða 21

Helgafell - 01.04.1943, Blaðsíða 21
UPPRUNI ÍSLENZKRAR SKÁLDMENNTAR 159 Öræfasveitar og Eyjafjarðar, nema þessa tvo menn og svo Hrafnkel Freys- goða. Baldursheimur í Mývatnssveit er vafalaust byggður í landnámi Þorkels háa. Þar fannst í dys annað smálíkanið. Úr byggðarlagi Geira austmanns og Þorkels háa eru þá komnir tveir af þeim tólf gripum, sem Shetelig telur bera austrænum menningaráhrifum hérlendis vitni. Döggskór fundinn að Lundi í Hnjóskadal. Bæ þann reisti lundardýrk- andinn og skáldið Þórir snepill, dóttursonur Þórgnýs lögmanns af Svíaríki. Austan Eyjafjarðar og sunnanlands eru engir landnámsmenn taldir vera af austnorrænum ættum, nema Þórir snepill og Uni danski. Nú má þess einnig minnast, að þingeysku fornskáldin voru þrjú, sem ljóð hafa látið eftir sig: Þórir snepill að Lundi, Hallsteinn að Höfða og Glúmur Geirason frá Geira- stöðum við Mývatn. Forngripirnir, sem um hefur verið rætt, hafa fundizt furðulega nálægt heimkynnum þeirra. Um niðja Þóris snepils, Helga magra og Gnúpa-Bárðar fjalla að mestu hinar þingeysku og eyfirzku fornsögur. Setjast ættir þessar þannig á bekk með Hrafnkels- og Þiðrandaniðjum á Fljótsdalshéraði. Af sama tæi er kynbálkur Ingimundar gamla í Vatnsdal. Enginn mun draga í efa, að mikil sagnfesta hafi verið í þeirra ætt. í öllum Norðlendingafjórðungi hinum forna, austan Vatnsdals, verðum við hvergi berlega varir við Freysdýrkun, nema hjá Þorkeli háa og niðjum Helga magra. Að Hripkelsstöðum héldu þeir uppi Freyshofi, og að Þverá var Freyshelgi mikil. Við Eyrarland í sama hreppi fannst eyfirzka smámyndin. Bærinn er reistur í heimahögum Þorgeirs á Fiskilæk, tengdasonar Helga magra. Má nú glöggt greina, hversu stórmerkilegir fundarstaðir smálíkana eru, þegar jafnframt er gætt frásagnanna um vasalíkön Vatnsdælanna, Ingimundar og Hallfreðar vandræðaskálds. í Vatnsdalnum var Freyshof, sem gyðja veitti forstöðu. Þaðan er runnin sögnin um Freyfaxa Faxa-Brands, sem minnir svo mjög á Freyfaxafrásögn Hrafnkelsættar á Fljótsdalshéraði. Áð ur hefur verið bent á, að það var engin tilviljun, er svínasögur voru tengdar við nöfn Ingimundar gamla, Hrafnkels Freysgoða og Helga margra, og nú verður það skýrara en nokkru sinni fyrr, að það er heldur engin hend- ing, að einmitt Ingimundur, Helgi og Þórir snepill eru í landnámasögnum látnir leita sér skjóls fyrir norðannæðingum í innsveitum. Sagnirnar um Freysdýrkun í Vatnsdal og Eyjafirði og um lundarblót Þóris snepils ásamt ,,sænsk-baltisku“ gripunum sýna það nægilega skýrt, þótt ekki væri öðrum gögnum til að dreifa. Ættir Helga, Þóris og Ingimundar eru aust-norrænar og allar með sama menningarsniði. Þetta eru ættir sagnfestu, skáldskapar og Freysdýrkunar. Döggskór fundinn hjá Tannstaðabakka á Hrútarfjarðarströnd hinni eystri. Hrútafjörðinn nam fyrstur Bálki Blængsson frá Sótanesi. Sá staður er í strandbyggðum Vestra-Gautlands, Ránríki. Það er nú sænskur landshluti, en var í fornöld þrætuepli milli Noregs- og Svíakonunga. Bersi goðlaus,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.