Helgafell - 01.04.1943, Blaðsíða 63

Helgafell - 01.04.1943, Blaðsíða 63
SAGA UM SÖGU 199 voru þau vegin og léttvæg fundin, fyrr eða síÖar. „Hinn mikli leirkera- smiður“, hver sem hann nú er, varS aldrei ánægSur. Allt var aS lokum brotiS og bramlaS, og byrjaS á smíSinni aS nýju. Öll áttu þessi menningarkerfi eina veilu sameiginlega; smíÖagallinn er auSsénn á þeim öllum: Menningin og gæSi hennar voru aðeins eign fárra útvaldra, er lifðu lífi sínu á kostnaÖ fjöldans. ÞaS var meginorsök hruns þeirra, þótt varla sé hún einhlít. Og jafnt var það meS þeim öllum, að trú- leysi, munaður, léttúð og mikill ytri glæsileiki auðkenndi lokaþætti þeirra. Og þreyta! Lengi vel viÖaÖi ég þessu efni að mér af einskærri forvitni. En svo fór mér að verða ljóst, að úr því yrSi saga. Og einn góðan veðurdag var eyland eitt risið úr hafi í huga mér, fagurt og frjósamt land, byggt mjög elskulegri menningarþjóð. Ég sá fátækan unglingspilt, í tötralegum kyrtli og með lensu í hendi, ganga þar á land. Þetta var Krít á fjórtándu öld fyrir Krists burð. Ég hafði lesið talsvert um síðustu rannsóknir á rústunum í Knossos og Fæstos og tók nú að rannsaka þetta nánar. Útgáfa ritverks Sir Arthurs var þá nýlega lokið, og ég náði í skræðuna. Fyrst fletti ég henni og skoSaÖi mynd- irnar í mánaÖartíma, en á meðan voru frumdrættir sögu minnar alltaf að skapast, án þess aS ég gerði þar nokkuS til né frá meS vilja mínum. — Þessi fyrsta byrjun á sköpun skáldverks er einhver mesta gleði höfundarins. Henni er samfara morgunstemning og mikill ljómi. Þegar lengra er komið, efninu safnað í heild og fara þarf að rita, — að gjöra heila veröld, sem ekki er nema að nokkru leyti af þessum heimi, að hlutkenndum veruleika, — þá versnar í því! Þá kemur vanmáttartilfinningin og kvíðinn: ég get þetta ekki, þetta er ómögulegt! ÞaS er líka orð og aS sönnu, því fyrir augu lesandans kemur aldrei nema lítið brot af því flæÖandi lífi, sem ófreskur hugur skálds- ins hefur kannað. Engin bók, hversu góð sem hún er, er annað en ófull- komin skuggamynd af sýn höfundarins. Ég var í heilt ár að lesa og rannsaka ,,The Palace of Minos.“ Enn kann ég kafla úr henni utanað, og myndirnar af húsarústum, götum, listaverkum, skrautgripum, húsmunum, klæðum, störfum alls konar og daglegu lífi þessara löngu horfnu manna, festust svo í huga mér, að þær urðu allar bráðlifandi! Jafnframt las ég auðvitaÖ landfræðisögu og náttúrusögu Krítar og yfirleitt allt, er ég gat fundið um landið á þeim málum, sem ég skil. Ég gluggaÖi mikið í letur þessarar þjóðar, sem engum hefur enn tekizt að ráða, nema að mjög litlu leyti. Forngrísk og makedónsk mannanöfn og staðaheiti varð ég og að kynna mér og fá þýðingu á, leita upplýsinga um notkun fleygrúna og hýróglýfa og ótalmargt fleira. EfniÖ varS smám saman eign mín, á líkan hátt og minningar. Og nú fóru tímabilin að blandast saman: fjórtánda öld- in fyrir og tuttugasta öldin eftir Krists burð ! Þær eru ekki eins ólíkar og virÖast mætti í fljótu bragði. Þetta var á hinum undarlegu árum fyrir stríðið,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.