Helgafell - 01.04.1943, Blaðsíða 81

Helgafell - 01.04.1943, Blaðsíða 81
DÝRTÍÐARMÁLIN 217 Almenningur var orðinn sárleiÖur á stjórnmáladeilunum. DýrtíSin magnað- ist, útfluttar afurSir hrukku ekki til fyr- ir innflutningnum. Smábátaútvegurinn dróst saman, hraSfrystihúsin stöSvuS- ust. AtvinnuleysiS skaut upp kollinum í smáþorpunum úti á landi, setuliSs- vinnan minnkaSi og horfurnar voru slíkar, aS fólkiS horfSi meS ugg fram í tímann, ekki sízt er togaraflotinn hætti siglingum líka. BlöSin höfSu óspart bannfært dýrtíS og verðbólgu, hvert á sína vísu, eftir því hver flokkanna átti í hlut, því að allt var hinum aS kenna. Allir voru sammála um, að dýrtíðarmálin væru mál málanna. HiS nýkjörna Alþingi yrði aS leysa þau á þann veg, aS þjóS- in gæti búiS viS nokkurt öryggi í at- vinnumálum og fjármálum framvegis. Ótti almennings við vaxapdi dýrtíð var orðinn ískyggilega mikill og kom greinilega fram í sívaxandi vörukaup- um vegna trúleysis á gildi peninganna, enda hafði kaupmáttur þeirra gagnvart vísitölunauðsynjum rýrnað um nálega 50% frá ársbyrjun til ársloka. Þegar ljóst var að Alþingi gat ekki myndaÖ stjórn, brauzt út mikil gremja meðal almennings, er taldi sig svikinn af fulltrúum sínum. Alþingismennirnir hlutu þungt ámæli manna á meÖal. Háværar raddir voru uppi um það, að réttast væri að senda þingiö heim og stjórna landinu án þess til stríðsloka. En bágt á ég með að trúa því, að þeir, sem þannig töluSu, hafi gert sér Ijóst, hvaS þeir voru aS segja, því aS slík orS fela í rauninni í sér ósk um einræði í einhverri mynd. Þó sýnir þetta, aS mælirinn var fullur, og lýð- ræðið okkar má gæta sín, nema breyt- ing verði á til batnaÖar. Utanþingsst j órnin og Alþingi. Þegar utanþingsstjórnin tók viS um miðjan desember, var jarðvegurinn sá, sem lýst hefur veriS. ForsætisráSherra lýsti yfir því, aS stjórnin mundi gera lausn dýrtíðarmálsins aS höfuðverkefni sínu. Alþingi tók stjórninni vel í fyrstu að því leyti, að þaS afgreiddi lögin um stöðvun vöruverÖs á einum degi. Al- menningur beinlínis fagnaði stjórninni og gerði sér vonir um, aS áform hennar mundu vel takast. Ég álykta þetta af viðtölum viS fjölda manna, og ég full- yrði, að þá hafi almenningur fúslega viljaS greiÖa nokkur iðgjöld, til aS tryggja öryggi sitt í framtíðinni. Eftir áramótin lagði stjórnin fyrir þingið þrenn frumvörp: Um innflutn- ing og gjaldeyrismeðferS, um verðlag og um húsaleigu. Frumvörpin lágu all- lengi fyrir þinginu, unz þau hlutu af- greiðslu, hið fyrsta frá 5. til 16. janúar, hið annaS frá 20. janúar til 10. febrúar, en húsaleigufrumvarpið frá 16. janúar til 6. apríl. UmræSurnar voru að ýmsu leyti athyglisverðar. Fyrstu frumvörpin tvö fólu í sér ákvæði um víðtækt eftir- lit með innflutningi, notkun farmrýmis, úthlutun gjaldeyris og ákvörðun verð- lags. Þarna var um að ræða fyrstu varanlegu dýrtíðarráSstafanirnar, sem stjórnin lagSi til, aS gerðar yrðu. Undir- tektir þingsins voru dræmar. Frum- varpiS um innflutning og gjaldeyris- meðferS var samþykkt út úr neðri deild meS 18 atkvæðum, en 35 þingmenn eru í deildinni. Frumvörpin voru sam- þykkt lítt breytt, en umræðumar leiddu í ljós, aS þingmönnum var ekki um þaS gefiÖ aS fá stjórninni mikil völd í hendur og lögðu flokkarnir mikiS kapp á, aS þeir hefðu sinn manninn hver í viðskiptaráði, en stjórnin réði þeim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.