Helgafell - 01.04.1943, Blaðsíða 54

Helgafell - 01.04.1943, Blaðsíða 54
190 HELGAFELL Þeir feðgar, Bogi Benedi\tsson á StaÖarfelli og Brynjólfur Bogason, kaup- maður í Flatey, voru miklir bókamenn á sínum tíma. — Mun Bogi hafa verið meiri handritasafnari, en Brynjólfur átti miklu meira prentaðra bóka, enda erfði hann að mestu bókasafn föður síns. Meginhluti handritasafns Boga fór til Jóns Péturssonar háyfirdómara, tengdasonar hans, en þaðan barst það ásamt eigin safni Jóns til Hannesar Þorsteinssonar skjalavarðar, tengda- sonar háyfirdómarans. Nú er allt hið mikla handritasafn Hannesar heitins eign Landsbókasafnsins. Séra FriÖrif^ Eggerz átti og mikið bókasafn, og þar í ýmsar fágætar íslenzkar bækur og handrit, en það sundraðist að honum látnum. Var selt á uppboði fyrir afarlágt verð. Hlaut þar nokkurn hlut þess Bogi kaupmaður SigurÖsson, sem einnig var bókasafnari. Enn skal getið Árna kaupmanns Thorlaciusar í Stykkishólmi, sem átti mjög gott bókasafn. Norður í Fnjóskadal, á Þórðarstöðum, bjó síðari hluta 19. aldar bóndi, er hét Jónatan Þorlá\sson. Virðist mér, að hann hafi verið einn allra mesti og ef til vill langmesti bókasafnari meðal bænda á þeim tíma. Hef ég ekki fengið neinar greinilegar frásagnir sjónarvotta um safn hans, en öllum ber saman um, að það hafi verið með ágætum, og hef ég orðið var við margt hinna fágætustu bóka með nafni hans. Davíð skáld frá Fagraskógi kveðst hafa eignazt margt fágætra bóka, sem komið hafi úr því safni, og telur það hafa verið mikið og gott. Er honum, slíkum safnara og bókavini, treyst- andi til að fara nærri um það. Sigurður Jónsson Gauti, verzlunarstjóri á Vestdalseyri, átti gott bókasafn og fágætar bækur. Var safn hans, að honum látnum, selt við uppboð í Reykjavík, nokkru eftir síðustu aldamót. Theódór Jónassen amtmaður mun hafa átt gott bókasafn. Hef ég þó eng- ar nákvæmar fréttir af því, en hef rekið mig á ekki fáar fágætar bækur og pésa með nafni hans. Flestir kannast við hinn mikla bókasafnara Willard Fiske. Hefur enginn safnað íslenzkum bókum af meira kappi en hann, enda var hann maður stórauðugur og fékk ýmsa bókfróða menn íslenzka til þess að kaupa bækur fyrir sig. Varð honum líka svo ágengt í því efni, að bókasafn hans er lang- mest íslenzkra bókasafna erlendis og gengur, í íslenzkum fræðum, næst sjálfu Landsbókasafninu. Fiske var mörg síðustu ár ævi sinnar búsettur í Florenz á Ítalíu, og þar hafði hann safn sitt, en hann arfleiddi Cornell-háskólann í Bandaríkjunum að því, og var safnið flutt þangað að honum látnum. Hefur fræðimaðurinn prófessor Halldór Hermannsson gætt þess þar, eins og kunn- ugt er, og eflt það mjög að íslenzkum bókum, eldri og yngri. Einn af vinum prófessors Fiske og önnur hönd hans við bókasöfnun, fyrst í Kaupmannahöfn og síðar hér á landi, var doktor Jón Þorl^elsson þjóð- skjalavörður. Get ég hans hér síðast, ekki af því, að hann væri síztur bóka- safnara, heldur af því, að honum einum kynntist ég persónulega hinna meiri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.