Helgafell - 01.04.1943, Blaðsíða 122

Helgafell - 01.04.1943, Blaðsíða 122
258 HELGAFELL Úr fullveldisræðu á íslendingamóti Eftir Jón Helgason . . . Menningarmöguleikar íslenzku þjóðarinnar hafa aukizt stórum á þess- ari öld, jafnframt því sem efnahagur hefur batnað. í landinu hefur gróið upp margur vísir sem að vísu rís ekki hátt úr grasi ennþá, en er samt gleðileg framför hjá því sem áður var. Vér höfum séð nýjar listir byrja að hagvenj- ast með þjóðinni. Vér höfum séð menntunarfýsn landsmanna birtast í því, að yfir háskóla íslands hefur verið reist veglegasta hús höfuðstaðarins, og vér höfum gert oss vonir um að þessu verði samfara nýr vöxtur í vísindum, þó að auðvitað megi ekki gleyma því, að enginn háskóli á í fyrsta lagi viðgang sinn undir þeim veggjum sem að honum eru hlaðnir, heldur undir þeim mann- afla sem við hann starfar og þeim anda sem í honum ríkir. Vér höfum séð stórvægilegt og myndarlegt bókmenntafyrirtæki, fornritaútgáfuna, þar sem dýrmætasti menningararfur vor frá liðnum öldum er lagður fram fyrir ís- lenzka lesendur og erlenda fræðimenn í svo vönduðum búningi sem þessum verkum hæfir og með mikla og alvarlega vinnu að baki. Vér höfum með fögnuði og aðdáun séð nýjan skáldsagnahöfund gæddan leiftrandi hæfileik- um og óbilandi starfsþreki rísa upp á meðal vor, og þessari list var ekki varið til að útbúa lesmál handa annarlegum þjóðum, heldur ómaði hún á vorri eigin tungu. En jafnframt þessu hefur enginn hörgull verið á atvikum sem hafa minnt oss á, hve hryggilega skammt vér erum á veg komin í mörgum greinum og hve langt vér stöndum að baki þeim þjóðum sem oss liggur næst fyrir ætt- ernis sakir og nágrennis að bera oss saman við. Það er hægt að sanna með tölum að íslenzk bókaframleiðsla er tiltölulega meiri en í nokkuru öðru landi veraldar, og ef hún stæði öll í þjónustu þekkingar, vitsmuna og menn- ingar, værum vér sannarlega betur farin en vér erum; en því fer fjarri að svo sé; allt of mikill hluti þess sem látið er á prent, er einskis nýtt eða þaðan af verra. Þegar vér höfðum síðast spurnir af íslandi, voru helztu blöð landsins reiðubúin til að flytja lofgerð um hvers konar auðvirðilegan og staðlausan þvætting sem út var gefinn í bókarformi, en þá sjaldan vandaðar og merki- legar bækur birtust, voru þau klumsa. Þegar vér höfðum síðast spurnir af íslandi, var stofnun sem kennd er við menningu komin undir stjórn kalinna fauska, sem létu sér sæma að ofsækja það sem helzt var unnið af menn- ingarverkum með þjóðinni . . . Sterk öfl sem enginn ræður við, valda því að nokkuru leyti að íslenzkur maður á erfitt með að ná fullum þroska heima fyrir. Fjarlægðin, einangrunm, fámennið hafa í för með sér tregðu sem mjög getur verið örðugt að sigrast á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.