Helgafell - 01.04.1943, Blaðsíða 19

Helgafell - 01.04.1943, Blaðsíða 19
UPPRUNI ÍSLENZKRAR SKÁLDMENNTAR 157 landi og halda síðan vestur um land og svo suður á bóginn, þar til allra fundarstaða hinna sænsk-baltisku gripa hefur verið getið og nokkur grein gerð fyrir menningarháttum í nágrenni þeirra. Næla fundin í fornmannadys hjá bænum Vaði í Skriðdal. Sá bær stendur undir Hallormsstaðahálsi utarlega og er skammt þaðan til Mjóvaness, bú- staðar skáldsins og lundardýrkandans Helga Ásbjarnarsonar. Hér námu í fyrstu land bræðurnir Ketill og Graut-Atli Þiðrandasynir. í sögu Droplaugar- sona er þess getið, að þeir hafi átt bú saman að Húsastöðum í Skriðdal, áður en þeir réðust norður fyrir Hallormsstaðaháls og settust að við Lagar- fljót í Atlavík og á Arneiðarstöðum. Þeir bræður ,,fóru jafnan til annarra Ianda með kaupeyri og gerðust stórríkir“. Frá þeim er kominn sá ættstofn á Austurlandi, er merkastan má telja í menningarsögu þessa landshluta. Ég þori að fullyrða það, að lítið myndi nú kunnugt um hina fornu Austfirðinga, ef kynkvíslar þessarar hefði ekki notið við. í fornbókmenntum okkar er rúm- lega einn tugur sjálfstæðra sagna og þátta, sem fjalla um míenn og málefni í Austfirðingafjórðungi á söguöld. Svo að segja allir þættirnir og sögurnar, að Hrafnkelssögu undanskilinni, snúast um Þiðrandaniðja og frændlið þeirra. Það er því líkast sem stórættirnar eystra þar fái ekki inngöngu á sögusviðið fyrr en þær hafa mægzt Þiðrandaniðjum. /Ettsagnir Krossvíkinga og Síðu- manna hefjast, þá er systurnar frá Arneiðarstöðum, Hallkatla og Jóreiður Þiðrandadætur, verða húsfreyjur í Krossavík og að Hofi í Álftafirði. Líkt er á komið um upphaf sagna, sem varða Hofverjakyn í Vopnafirði. Að vísu er hér fyrst í röðinni saga, sem kennd er við Þorstein hvíta, landnáms- mann að Hofi. En það er varla hægt að segja, að sagan sé af honum. Kjarni frásagnarinnar er bersýnilega víg þeirra mága Einars Þórissonar Graut- Atlasonar úr Atlavík og Þorgils Þorsteinssonar á Hofi. Þorgils átti Ásvöru, dóttur Þóris Graut-Atlasonar. Um niðja þeirra fjallar Vopnfirðingasaga og Þátturinn af Þorsteini stangarhögg. En af systkinum Þorgils og þeirra niðj- um fara engar sögur. Nöfn barna Þorsteins hvíta hafa aðeins geymzt í ættar- tölu, nema Þorgils, tengdasonar Þóris í Atlavík. Nú kynnu menn að hyggja, að óvenjulega mikil kynsæld Þóris þiðranda eða vegur ættar hans hefði átt meginþátt í því, hve mikið hún kemur við s>ögur. En hvað skal þá segja um hina stóru kynbálka Þorgeirs Vestars- sonar og Hrollaugs Rögnvaldssonar, sem einnig bjuggu á Austurlandi. Þetta voru líka goðaættir. Vafalaust hafa ýmsir niðjar þessara manna verið stórhöfðingjar og riðnir við næsta minnisverða atburði. Af þeim fara samt engar sögur. Um niðja Hrollaugs og Þorgeirs hafa yfirleitt ekki myndazt arfsagnir svo heitið geti, nema þá, er vegir þeirra og Þiðrandaniðja lágu saman. Það er auðvelt að færa sönnur fyrir þessu. Hinn stórbrotni land- namsmaður, Brynjólfur hinn gamli, sonur Þorgeirs Vésteinssonar, átti 13 börn að sögn Landnámuritaranna. Sjö eru nafngreind og ættir raktar frá fjórum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.