Helgafell - 01.04.1943, Blaðsíða 10

Helgafell - 01.04.1943, Blaðsíða 10
148 HELGAFFLL og menn, og eru auk þess óðum að vakna til vaxandi búmannsskilnings á því, eins og aðrir landsmenn, að riíhöfundar og lista- menn þjóðfélagsins inna af höndum menn- ingarstörf, sem ekki eru á annarra færi, en þó til þess fallin, flestum öðrum manna- verkum fremur, að afla smáþjóð virðingar heimsins fyrir rétti hennar til sjálfstæðrar tiiveru, eins og nýgefnar yfirlýsingar ná- kominna stórvelda hafa borið ljósast vitni. Frá hagnýtu sjónarmiði smáþjóðar fær naumast nokkur stórlax hennar í stjórn- málum, kaupskap eða togaraútgerð veg- ið á móti gjaldgengum skáldsöguhöfundi á heimsmælikvarða, jafnvel þótt andleg á- hrif hinna fyrrgreindu geti þótt lientari til búsílags heima fyrir. Óvenjulegar að- stæður hér á landi, sökum fámennis, leggja þjóðfélaginu þá skyldu á herðar að gera skáidum og listamönnum kleiít að neyta hæfileika sinna. Ekkert annað ríki á þess völ að rækja landvarnir sínar með svo kostnaðarlitlum, viðfelldnum og virðu- legum hætti. HVAÐ VEIT ÞJÓÐIN UM SJÁLF- STÆÐISMÁLIÐ? Fyrsta skoðana- könnunin hér á landi hefur vakið mikla og almenna athygli, þótt aðeins væri hún tilraun á frumstigi og mjög svo yfirlætisiaus túlkun forstöðunnar fylgdi hinum fyrstu úrslitum úr hlaði. Flestum mun ljóst, að hér er á ferðinni merkt nýmæli, er hvorki verður þagað né þusað í hel. Þrátt fyrir nokkur hrópyrði í því skyni að gera lítið úr sjálfri aðferðinni, samfara réttlætanlegri gagn- rýni á einstökum framkvæmdaratriðum, hefur sú reynd þegar orðið á eftir hina fyrstu tilraun hérlendis, að þeir, sein eink- um ónotuðust við könnunina í fyrstu, liafa talið sér óhjákvæmilegt að taka töiuvert mark á henni bæði í orði og verki. Að vísu er Sko ðanakö nnunin, Reykjavík ekki í öðrum tengslum við Helgafell en þeim, að tímaritið birtir skýrslur hennar, og er því hér ekki mælt fyrir hönd stofnunarinnar sjálfrar. Þó tel- ur Helgafell þess enga vanþörf, að ámálga það einfalda skilningsatriði frá almennu sjónarmiði, að engin lieiðarleg könnunar- stofnun verður gerð ábyrg fyrir þeim skoð- unum, sem fram kunna að koma við at- kvæðagreiðslur hennar. Hlutverk skoðana- könnunar er það eitt, að sýna sem réttasta mynd af almenningsálitinu, eins og það er í hvert sinn, hversu rangsnúið sem það kann að vera. Slík mynd hlýtur jafnan að vera ávinningur hverjum heilbrigðum mál- stað í lýðræðislandi, hvort sem forvígis- og fylgismönnum lians þykir betur við eiga að láta almenningsálitið orka á sig eða orka á það sjálfir. Skoðanakönnun ætti því að vera kærkomin Ieiðbeining öllum þjóð- málamönnum, öðrum en þeim, sem leitast við að koma fram kappsmálum sínum á bak við almenning, t. d. með gerræði í stjórnarframkvæmdum og leyniverzlun þingflokka eða flokkstjórna, og sams kon- ar afstöðu er auðvitað að vænta af þeim, er kjósa þögn um ákveðin mál, af andúð eða undanbrögðum. Ég lield því ekki fram, að neinar slíkar ástæður hafi legið til þess, hversu köldu gustaði um stund í garð Skoðanakönnunar- innar og jafnvel Helgafells frá sumum þeirra, er telja sig hafa forustu í fullveld- ismáli voru, vegna atkvæðagreiðslunnar, sem Skoðanakönnunin lét fara fram í Reykjavík um full sambandsslit og stofnun lýðveldis á þessu ári. Ádeilurnar munu og síður hafa beinzt að aðferðinni sjálfri en því orðalagi spurningarinnar að miða hana við afgreiðslu málsins þegar á þessu ári, 1943. Ég tel, að Skoðanakönnuninni hafi orðið þar á ónákvæmni, sem forðast beri í slíkurn spurningum og verða muni for- stöðu stofnunarinnar til viðvörunar eftir- leiðis. En þótt eðlilegt væri, að slík veila sætti ámælum, er sú ályktun fullkomin fjarstæða, að niðurstöðurnar séu marklaus- ar hennar vegna. Svo furðulegt sem það kann að virðast, verður einmitt veilan í spurningunni til þess að leiða í ljós stað- reyndir, sem eru stórum athyglisverðari en þær bendingar, sem svörin gefa um skoðanahlutföll kjósenda nú á takmörkuðu könnunarsvæði. Skýringarnar við svörin („ástæður fyrir neitun“), sýna svart á hvítu, að kjósendur eru svo undarlega ó- fróðir um þá lokalausn sjálfstæðismálsins, sem fyrirhuguð liefur verið á árinu 1944, að enginn þeirra 49,8% kjósenda, er svara neitandi, ber fyrir sig slíka vitneskju um stofnun lýðveldis á næsta ári, þótt all- ir greini þeir ástæður fyrir neitun sinni. Jákvæðu svörin vitna um sama ókunnug-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.